Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 8
LESBÓK MORQUNBIjAÐSINS 320 voru að verki, en sennilega er til a nokkurri annari tungu. Niðurlag. .TÓNAS HALLGRIMSSON hefir tui um heila öld verið ástsælasta skáld þjóðarinnar og verður það vonandi lengi enn. Skáldfrætrð hans og skáldsnild hafa að nokkru lejti skygt á störf lians sem náttúrufræð- ings. Enda er það mála sannast, að afrek hans á þessum tveimur svið- um eru harla ólík. Þótt skáldskap- ur hans sje ekki mikill að vöxtum, er þar margt fullkominna listaverka en alt sem hann hefir unnið fyrir náttúrufræðina er í brotum, og þau brot hafa ekki einu sinni verið' kunn nema örfáum mönnum fram til hinna síðustu ára. Það má segja, að ótal ill rök hafi lagst þar á eitt með að láta sem minst verða úr náttúrufræðistarfi hans. og fela það gleymskunni. Má þar fyrst nefna, að honum entist ekki aldur til að Ijúka þar nokkru heilu verki, er Iheitið gæti. Ilafa æfisöguritarar hans brugðið honum um óstaðfestu og stefnuleysi í þessum efnum, og jafnvel leti. Þorvaldur Thoroddsen, sem annars ritar af skilningi um rannsóknarstörf Jónasar, talar um hviklyndi hans í þessum efnum, sem eins og hann segir, ,.hefir lík- lega meðfram stafað af líkamlegum lasleika, en annars hefir það verið talið þjóðareinkenni íslenskt, að á- formin í fyrstu eru stór og glæsi- leg, en framkvæmdin minni þegar á á að herða“. Og Hannes Hafstein segir að „skálddísin hafi verið orð- in afbrýðissöm" og því hafi honum orðið svo lítið úr verki á öðrum sviðum. Það er að vísu satt, að áform Jó- nasar era stór, en afköstin ekki að sania skapi. En ástæður liggja til als. Fyrsta rannsóknarferð hans sýndi ljóslega, að hann gat verið nfkastamaður. I trausti þeirrar reynslu, sem hann hafði fengið í }>ví ferðalagi gerir hann tillögur um Islands lýsinguna, svo stóra og full- komna, að oss undrar sá stórhugur jafnvel nú, og hann tekst á hend- ur að vinna meginhluta verkiins. Byrjunin lítur vel út, en ]>á byrja tálmanirnar. Fyrst er þá að geta þess, að ferðastyrkur sá, er honum var í tje látinn, var lengstum af svo skorn um skamti, að hann gat ekki hagað ferðunum eins og hann lielst kaus, heldur varð að velja sjer þær leið- ir, sem ódýrastar urðu. Ekki er þó víst, að þetta hefði valdið svo miklu tjóni en þá bættist enn al- A-arlegri tálmun í hópinn, og það var heilsuleysið. Eftir fyrsta ferðalagið, liggur hann milli heims og heljar mikinn hluta vetrarins, og upp frá því gengur hann aldrei heill til1 skógar. Það er því ekki að undra' |)ótt ferðalögin komi honuin ekki að því gagni, sem annars hefði oi'ðið. Og raunar gegnir ]>að furðu. þve víða hann fór og hve miklu Iiann kom í verk 3 síðustu sumur- in, er hann dvaldist hjer heima þar sem hann átti í þrotlausu stríði við fjárskort, veikindi og skilningsleysi, eða jafnvel andúð samtíðarmanna sinna. Þegar til Ilafnar kom, tók litlu betra við. Fje það, sem Bókmenta- fjelagið gat látið honum í tje, til þess að semja fvrir íslands lýsing- una, var alsendis ónógt, til þess að hann gæti lifað af því sómasamlegu lífi. Einnig mun hann að ýmsu leyti* hafa verið vonsvikin yfir árangri ferðanna, þótt hann að vísu beri sig allvel yfir honum í brjefi til rentukammersins, þar sem hann segir meðal annars: ,,Á ferðum þess- um hefir margt nýtt verið uppgötv- að í dýrafræði, jarðfræði, steina- fræði og fornfræði. Skorið hefir verið úr ýmsum vafaatriðum, og margar skekkjur, sem birst hafa 1 bókum, verður nú að minni hyggju hægt að leiðrjetta". Þetta er að vísu alt rjett og hófsamlega orðað. En alt um það mun innra með hon- um hafa tekið að þróast sú til finn- ing, að viðfangsefnið, íslands lýs- ingin, væri að vaxa honum yfir höfuð. Þetta kemur fram í brjefl hans til Páls Melsteðs, er hann seg- ir: „Það vantar ekki mikið á, að jeg liafi reist mjer hurðarás um öxl, því að verkið er sjált't mikið, og undirbúningurinn því meiri. —■ Lakast af öllu er, að fjelagið getur ekki boðið mjer neitt viðunanlegt hónorar, því mjer er ómögulegt að vinna peningalaus. Sæi jeg því nokk urn kost á, eða rjettara sagt sæi jeg nokkurn annan færan um að taka við því starfi seldi jeg mjer það af höndum“. Enn bættist það við, að ekkert varð úr því, að hann og Steenstrup fengju samið ferðabók sína um Is- land. En það rit átti vitanlega að verða undirstaðan að Islands lýs- ingunni, og hefði Jónasi verið ó- metanlegur styrkur að þekkingu og skarpskygni Steenstrups. Dvald- ist Jónas hjá Steenstrup nærri heilt ár i Sórey, þar sem þeir unnu að undirbúningi þessa verks, sem al- drei var unnið til fulls, en þá var Steenstrup kvaddur til annara starfa og fór hann úr landi, og kom ekki aftur fyr en að Jónasi látnum. Það er enginn vafi á, að Jónas hefir hugsað sjer að taka þá fvrst til við Islands lýsinguna er lokið væri ferðabókinni. Þegar svo heilsubrestur bættist ofan á, er það augljóst, að það er margt, sem legst á eitt um að tálma því, að honum verði nokkuð veru- legt úr verki þau þrjú ár, sem hann hafði til að vinna úr rannsóknum, sínum, þótt ekki sje gripið til þeirr- ar skýringar, að um hviklyndi hafi verið að i*æða, eða að hugut* hans hafi verið tekinn að hneigjast frá náttúruvísindunum. En þetta alt verða menn að hafa í hyggju, þeg- Framli. á bls. 328.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.