Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 12
324 LESBÖK M0RGUNBLAÐS1N9 enn erfiðara fyrir þá sök, að mikill hluti af orku inargra þjóða hlýtur enn um sinn að beinast að því að ljúka öðrura ófriði, í Austur-Asíu. 1 samfjelagi þjóðanna er ísland sma’st hinna smáu og má sín minnst at' öllum. Þrátt fyrir )>að óskum vjer að rækja vort litla hlutverk í eud- urreisnarstarfinu, þegar horfið er að því að reisa úr rústum það, sem vjer,öll vonum að verði betri heim- ur. Ljettara hjal. Jeg hefi víst nú þegar talað ailt öf mikið um stjórnmál, og það er sennilega rjett að taka upp ljettara hjal. Þegar stjórn fjelagsins spuiðii inig, um hvað jeg ætlaði að tala í kvöld, var jeg heldur loðinn i til- svörum og sagði fyrst, að við gæt- um kallað það „Island og önnur ]önd“. Þetta er í sjáli’u sjer óákveð- ið, og gæti verið fyrirsögu fyrir ó- tal umtalsefnum. Samt þótti mjer Aarlegra að h'afa vaðið enn betur fvrir neðan mig, og bað stjórnina að auglýsa ekkert heiti á fyrirlestr- inum. Einhver lienti mjer á, að jeg hefði víða flækst seinustu árin. og kannske gæti jeg frætt menn eitt- hvað á því, hvað aðrar þjóðir hugsa um (Island. Ilvað aðrar þjóðir hugsa um Is- land? I gamla daga var það alltaf: .tsland, — það er þaðan sein loft- lægðirnar koma (og þetta hljómaði miklu verr á ensku en íslensku. því að þar þýðir „depression“ ekki að- eins loftlægð. heldur og viðskifta- kreppa). Er ófriður skall á var bannað að tala um veðrið í Eng- landi, og enginn löghlýðinn borgari tengdi nafn Islands lengur við ,loft- lægðirnar. Nú er farið að segja veðurfregnir aftur. Jeg vona bara að það verði ekki til þess að vekja upp aftur sama óorðið. — Fvrstu árirt. sem jeg var í Englandi. minn- ist jeg annarra hugmynda-tengsla sem voru ansi þrálát: Island — „igloos1 ‘, en það heiti er á ensku notað um snjókofa Eskimóa. Eins og geta má nærri, brást jeg hinn versti við í hvert skifti, sem jeg heyrði „igloo“ nefndan, og þó sjer- staklega þegar jeg var spurður, hvort jeg og mitt fólk byggi ekki í slíkum híbýlum. Jeg neitaði því harðlega, að nokkuð þvílíkt þekkt- jst á Islandi. Þegar á þessu hat'ði gengið um hríð, kont kunningi minn að rnáli við mig einn daginn og sagði: Svo að þú neitar því, að til sjeu „igloos“ á Islandi? Vissu- lega, svaraði jeg. Hvað kallarðu þá þetta? sagði hann 02 rjetti mjer úrklippur úr einu Lundúnablaðinu. Það kom svolítið á mig í svip. Þetta var mynd úr nágrenni Reykjavíkur; það var ekki.um að villast að Esj- an var í baksýn, og framar á mynd- inni var eitthvað grunnsamlega líkt snjókofum Eskimóanna. Sem betur ff>r. áttaði jeg mig við nánari at- hugun: þetta voru Nissen-kofar hinna bresku gesta í landinu. Hitaveitan landkynning. „Igloo“-sagan er nú að mestu út- dauð. Það megunt við þakka mönn- unum, sem í Nissenkofunum bjuggu, og öðrum góðum gestum, sem að garði hefi borið. Nú eru hugmynda- tengslin allt önnur. f London og Moskva. Kaíró og Casablanca hafu menn sagt við mig, er þeir heyrðu hvaðan jeg kom: — Já, einhitt, frá fslandi. Það er þar .sem þeir hafa hitaveituna! A einum stað þar sem jeg kom fyrir skömmu, virtust menn .jafnvel vita enn meir um Is- land. Jeg á við Teheran. Raunarskal jeg játa, að þegar jeg fór þar fvrst um, var áhuginn fyrir íslandi ekki geysimikill. Samt var jeg hissa að rekast í lítilli bókabúð á eintak af bók dr. Björns Þórðarsonar, fyrr- verandi forsætisráðherra, „Ieeland Past and Present" Mjer datt í hug að kaupa kverið, en hætti við og hugsaði sem svo, að ef til vill kjmni jiað lendaj í höndum einhvers, sem værí enn ófróðari um landið en jeg og hefði því meira upp úr lestrin- um. A heimleið frá Moskva kom jeg aftur við í Teheran. og þá sá ,jeg annað, sem jeg varð enn meira hissa fi. Kunningi minn bauð mjer til sín einn daginn, og eftir að við höfðum drukkið te, sagði hann: —- llvernig væri nú að fá s.jer eitt- hvað að drekka? Leiddi hann mig síðan að borðwúti í horni, þar sem gat að líta.^meðal annars góðgætis, flösku af whiský og aðra af gin, báðar með miða sem sumir okkar kannast við: „Áfengisverslun rík- isins“. (Það er ekki að furða þótt stundum sje þurrt í Nýborg, þegar viðskiptasvæðið er svona stórt). Annað, sem jeg varð var í Teher- an, þegar jeg kom þar aftur, var það, að hitaveitan var ekki það al- eína, sein menn könnuðust við á Is- landi. Aftur og aftur var sagt við mig: — Já, það eif inndælt land, Island! — og síðan haldið áfram að segja frá ýmsu. landinu til frægð ar. Þegar jeg fór hjá mjer og reyndi að sýna einhverja uppgerðarhóg- værð, sögðu menn: — Þjer þurfið ekki að fræða okkur neitt um það. Við þekkjum Island vel. Það var þar sem Leland.Morris var áður! Það er ekki ætlun mín með þess- ari smásögu frá Teheran að gefa í skyn að Mr. Leland Morris, sendi- lierra Bandaríkjanna þar, sje eini inaður sem hjer hefir komið og ber landinu vel söguna. Svo er guði fyr- ir að þakka. Þótt ekki sjeu aðrir teknir en hermenn bandamanna. sem hjer hafa verið, þá verð jeg að segja að mig hefir oft furðað á því, hversu vel þeir hafa kunnað áð meta landið, hve vinsamlegir og ein- att jafnvgl fullir aðdáunar þeir haí’a verið — og það þrátt fyrir ei-fiðan aðbúnað, sem margir þeirra hafa haft hjer á landi. Hinsvegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.