Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 14
LESBÓÍ MORGUNBLAÐSINS 026 J4alUór óóon, ue r b prœ <f it ncj m r s.; I’ ött a % rem Á KYRRAHAFSSTRÖND UM ÞAÐ leyti nætur sam menn drukku í botn og skáluðu fyrir nýja árinu, heima á Islandi, var jeg að spígspora í mjúkum heit- um sandi Kyrrahafsstrandarinnar. Sólskin. Ueiður og blár himinn. Blæja logn. örlítil undiralda og brim við sandinn. En hvað var þetta. Veiðiraaður með stöng langt uppi í sandinum? Sá ætlaði sjer ekki að vökna í fæt- urna! Línan lá út í brimið. Skyldi hann verða var? Jeg gaf mig á tal við manninn. 4 ú, hann var vanur að veiða svona. Þetta vorn kallaðar brimveiðar. Á amerísku: surffishing. Hann talaði drjíiglega um væna fiska. Sinn er siður í landi hverju, en stangveiði- menn líklega alstaðar jafn grobbn- ir! Síðan sátum við Owen Lake og vinafólk hans á svölum villunnar uppi í hæðunum. Horfðum út til Catalinaeyjunnar. Dáðumst að sól- arlaginu. Drukkum kokkteila og rugguðum okkur í liengisófum. — Þetta var indælis fólk. Og við töl- uðum um alla heima og geima. Það var eins og við værum gamlir kunningjar. Þetta fólk hefði alveg eins sretað verið góðir og gegnir Re ■ 'ngar, ef málið, sem við töl- uði i°;'ði ekki verið enska. a úti á svölunum var arinn, ,sem við hagræddum okkur kring um þegar dimmt var örðið. Við höfðum notið ágætis kvöldverðar. — Fátt er skemtilegra én bloss- andi arineldur. I glóðinni gerast hverskonar æfintýr. Gamlar og hálf gleymdar endurminningar vakna og hugurinn flýgur víða. Uni miðnætti var gengið til hvíldar. JEG dvaldi hálfan mánuð í Los Angeles. Hjer er því ekki rúm til að lýsa nema litlu af því, sem íyrir augun bar. Þarna skoðaði jeg hinar geysi- stóru verksmiðjur, National Supply Corporation. Horfði á hvítglóandi stálframleiðslu. Sá rennibekki, sem, voru að minnsta kosti fimmtíu metr- ar á lengd. Þarna voru íramleiddir skrúfuöxlar í orustuskip, jarðbor- ar og margt fleira. Þúsundir manna unnu þarna með hverskonar risa-. verkfærum. En yfir höfði manns brunuðu kranar, er lyftu tugum tonna. Þarna ræddi jeg við hina fær- ustu sjerfræðinga um jarðboranir og síðan var farið með mig út á olíuboranasvæðin. Mr. Bob C'raig sýndi mjer bor- anir á ýmsum stöðum. Við klifruð- um upp á borpallana, skriðum und- ir þá og við ræddum við nokkra bormeistara. Þarna er unnið dag og nótt. Þegar ein holan er búin, er borinn tafarlaust fluttur á næsta borstað. Tekur flutningur hans aðeins ör- fáa daga. Þegar maður horfir á turnana, spilin, talíurnar og talíukrókinn, sem svífur um 20 metrum íyrir ofan mann og vegur mörg tonn, þá undr- ast maður. að þetta skull vera hægt. En æfingin gerir méistarann. Mjer var sagt að Bretar hefðu undrast þau afköst, sem amerískir börmenn hefðu náð í Bretlandi ekki alls fyrir löngu. Trúði jeg því vel. Því var hiklaust haldið fram við mig þarna, að á íslandi pnætti með æfðum mönnum bora 2-J00 metra djúpar, 30-50 cm. víðar holur á svo sem tveim dögum. Það var komið fram á kvöld þeg- ar við Bob enerum inn í Hollywood til þess að fá okkur mat og hress- ingu. I Los Angeles skoðaði jeg ýms- ar aðrar verksmiðjur, þar á meðal verksmiðju er framleiddi niðursuðu- vjelar. Vegna loftlagsins þurfa bygging- arnar ekki að vcra nærri því cin.s' vandaðar og dýrar eins og þar sern veðrátta er kaldari7Og ýmsar smíð- ar geta farið fram undir beru lofti. Hlýtur þetta að vera hagkvæmt. Eigandi þassarar verksmiðju, sem var breskur að ætt, ók mjer til þafnarbæjarins San Pedró. En þar heimsótti jeg fyrirtæki Ralp E Mannes, sem mest hefur gert að því að setja frystivjelar í flutninga- skip, auk kælivjela í Libertyskipin. líalp var ekki heima. Ilann hat'ði farið að heimsækja vorn góða vin Earl Pollock í Milwaulkee. I stað hans tók á móti mjer maður að nafni Petersen, l'æddur og.uppalinn í Hónólúlú. I’elersen var sonur dansks sjómanns, sem ungur hafði komið til Hónólúlú. Petersen var eins danskur eins og nafnið, nema hvað hann talaði ensku. Hann minnti mig á ágætan jóskan kunningja minn. Petersen líkaði vel í Ilónólúlú og kvað þar vera hið dásamlegasta lofts lag. Hann iðkaði fiskiveiðar á sjerkennilegan hátt. Kafaði niður í sjóinn með hárbeittan gaffal og báði neðansjávareinvígi við illvíga fiska. Ekki langaði mig tiþ að veiða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.