Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 4
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 3G4 niáli inn á alveg nýja braut, þvert ofan í tiilögur. stjórnardeilda sinna, hlaut aii skilja betur en flestir ef ekki alli.r Danir þá hug margra bestu manna á Islandi í þann tíma. Fjölnismenn, Bjarni Thorarensen og ýmsir fleiri, auk Baldvins Einars- sonar gátu ekki hugsað sjer Alþingi sett annars staðar en á Þingvelli. Rómantísk þjóðernisstefna hafði náð sterkum tökum á fjölmennum flokki manna meðal íslendinga á árunum 18:10—1840 og upp.úr skauti hennar er sjálfstjórnarstefna vor runnin. Kristján kotmngur VIII. kom til ríkis 0. des. 18:59. íslendingar í Khöfn fluttu honuth ávarp, þar sem vikið er að þörf á ráðstefnu reyndra og skvnsamra Islendinga heima fyr- ir, endurbótum skólans, þörf á sjer- stakri presta- og læknakennslu og að verslunarfrelsi verði þar vernd- að og eflt_ Tók konungur ávarpinu ið besta og hjet íslendingum að efla velgengni þeirra. Efndir þóttu góðar á heitum hans, er boðskapur- inn um Alþing kom út árið eftir, en nefnd Islendinga flutti konungi sjerstakar þakkir fyrir hann. Brynjólfur Pjetursson kallar kon- mngsúrskurðinn um Alþing nterki- legastan allra þeirra, er gerðir hafa verið af Danakonungum, ís- landi til góðs (Skírnir XV. 81). Síra Tómas Sæmundsson ritar að fram kominn um Alþing (í þrem ritgerðum, Kh. 1841). Jón Sigurðs- son ritar ejnnig um Alþing í I. árg. Nýrra Fjelagsrita 1841, stórmerka grein, og leggur hann líka út af boðskap konungs# Jönas Hallgríms son yrkir ið fagra kvæði „Alþing ið nýja“. Ilrifnitig gagntók marga vora bestu menn, en einkum þá, er um þær. mundir voru á besta skeiði. Má glögglega marka það af ræðum þeirra og ritum. Alþingistilskipunin. T’EG AR embæí t ism a nna n e f nd in Magnús Stephensen, konferensráð. hafði fjallað um Alþingismálið, að boði konungs, á fundum sínum 1841, varð það ofan á að lága þingið að sem mestu leyti eftir fulltrúaþing- unum dönsku. Mestu áhrifamenn- irnir á fundum embættismannanefHd arinnar, auk stiftamtmanns, voru þeir Bjarni amtmaður Thorsteinson, Þó'-ður Sveinbjörnsson háyfirdóm- ari og Páll sýslumaður Melsteð. — „Allir hinir aðrir lögðu lítið. eða ekkert til málanna, nema B. Th. amtmaður, sem kom með nokkrar uppástungur, er annaðhvort ekki var fallist á eða gátu ekki orðið útrædd^r....“, segir Bjarni amt- maður Thorsteinson í ævisögu sinni (Tímar. Bókm.fjel. XXIV, bls. 183), en hann var gagnmerkur maður, svo að eigi þarf að efa, að hann fari rjett með. Till. embættismannanefndarinnar voru lagðar fyrir stjettaþingið í ITróarskeldu. Urðu miklar uTnræð- ur þar um málið, og sumu þar breytt í frjálslegri átt en íslenska embm.nefndin vildi vera láta, en ekki er tækifæri til að rekja það h.jer. Eftir það að stjórnardeildirn- ar iiöfðu fjallað um málið, gaf kon ungur út 8. marz 1843 „Tilskipun um skiptun sérlegTar ráðgefandi sam komu íyrir fsland, er á að nefnast Alþing“ í 79 greinum. Bæði danski textinn og íslenski voru birtir —• (Lovs. XII, 454—525). Með þessari tilskipun er hluttaka Islendinga í stjettaþinginu í Hró- arskeldu afnumin (en ráðgefandi samkoma embættismanna — embm,- nefndarfitndirnir — afmunin 10. okt. 1843 — Lovs. XII, 650—651). — Á Alþingi skulu eiga sæti 20 ]>ing menn, kosnir einn fvrir hverja sýslu og einn fvrir Reykjavík, og enn fremur G konungskjörnir. Vara- þingmaður yar fyrir hvert kjördæmi og var það sá, er fjekk flest at- kvæði næst þeim, er kosinn var alþingismaður. Konungur tilnefndi tvo varaþingmenn. Kjörtímabilið var sex ár. Þingið var í einni mál- stofu, Það átti að koma saman fyrsta virkan dag í.júlímánuði „og vara 4 vikur“, en þó mátti kon- ungsfulltrúi, en svo nefndist um- boðsmaður konungs á Alþingi, fram lengja það. Umræður skyldi fara frain á íslensku, en leyfa mátti þó Dönum, sem ekki höfðu lært ís- lensku, að flytja ræður á dönsku, en Alþingisforseti skyldi þegar sjá uni að þær væru þýddaV á ís- lensku. — ÖIl skjöl frá þing- inu til konungs og Kancellíis áttu að vera á íslensku, en staðfest þýð- ing á dönsku jafnframt. Kosningarrjett til þings áttu þeir karlmenn einir, sem áttu 10 hundr- iið í jörð eða jörðum, eða höfðu lífstíðarábúð á þjóðjÖrð, er var að minnsta kosti 20 hundruð að dýr- leika, eða í Reykjavík eða á versl- unarstöðum öðrum áttu múr- eða timburhús, er virt Amr að minnsta kosti 1000 ríkisdali. Auk þessa voru þau skilyrði fyrir kosningarrjetti: að háfa óflekkað mannorð, að hafa náð 25 ára aldri, þegar kosning fer fram og að vera fjárráða. Kjörgengir til þings A'oriT þeir, sem kosningarrjett höfðu, en auk þess útheimtist: að Arera kristinn- Framh. á bls. 368.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.