Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 stæður til þess að vita af eigin. reynd hvernig það væri að vera í Ameríku. Ásmundur hafði gifts nokkru áð- ur, Sigríði Jónasdóttur, og stóð nú ekki á öðru en hennar samþykki til Ameríkuferðarinnar. Tókst As- mundi að fá hennar samþykki, þó hún væri treg til þess í fyrstu, að samþykkja Ameríkuferðina. Varð þessi ásetningur Ásmundar brátt hljóðbær í kauptúninu, er hann fór að undirbúa sig undir vesturför. „Sýslumaður kallaði mig á sinn fund“, segir Ásmundur, „og spurði mig að því hvort það væri satt, að jeg ætlaði til Ameríku“. „Já, það er afgert“, segi jeg. „En jeg ætla ekki að vcra lengur en í 1—2 ár“. , „Ilættið þjer við )>ann fjanda, Ásmundur“, sagði sýslumaður. — Hann var þá að hefja smíði á húsi sínu og bauð injer vinnu við bygg- inguna. Jeg þakkaði honum velvild og traust í minn garð, en sagðist ekki hætta við áforrn mitt. Næst var jeg boðaður á fund Jó- hanns Möllers og bauð hann' mjer, að jeg skyldi verða látinn sitja fyrir allri vinnu, hjá versluninni, ef jeg vildi hætta við Ameríku- ferðina. Að loknum gerði Sæmund- sen mjer sömu boð, en jeg svaraði því sama, sem jeg hat'ði svarað sýslumanni. Jeg mat mikils kostaboð og vin- áttu þessara ágætu kunningja minna en jeg hafði tekið mína ákvörðun og henni var ekki breytt. Er jeg hafði gert nauðsynlegar ráðstaf- anir gekk jeg á skipsfjöl. Það var þann 6. júlí, á 25 ára afmælisdegi mínunt, aldamótaárið. Til Vinnipeg kom jég 2. ágúst. Fyrsta ferðin til Islands. EN ÞAÐ FÓR, eins og mönnum er kunnugt, á þá leið, að Ásmund- ur ílentist í Kanada. Hann vann mikið, var hagsýnn og efnaðist vel. En hugurinn var jafnan heima, eina og hann er enn þann dag í dag og 7 árum eftir að Ásmundur fór frá íslandi í „kynnisferð" til Ameríku fór hann í heimsókn til íslands. Ileimsóknum sínum hefir hann hald- ið æ síðan öðru hvoru og hefir alls komið 10 sinum til íslands og dval ið þar lengur eða skernur. Síðast kom hann í boði Eimskipafjelags Islands 1910 á 25 ára afinæli fje- lagsins. „Jeg tor til íslands 1907 aðal- lega til þess að kveðja föður minn, sem þá var orðinn aldraður máður. Á leið minni norður gisti jeg að Sveinatungu hjá Jóhanni Eyjólfs- syni vini mínum. Hánn tók mjer af sinni alkunnu gestrisni, en er við fóruni að tala saman segir hann: „Er það satt, að þú sjert vestur- farar„agent“, Ásmundur. ,,Nei. svaraði jeg. Það er jeg ekki og verð aldrei“. Víðar var jeg spurður þessarar sörnu spurningar, auk heldur af föður mínum, sem bauð mjer ekki inn fyrr én jeg hafði sagt honum, að jeg væri ekki vesturferða„agent“ A Blönduósi var nrjer tekið af mikilli vinsemd. Jeg fjekk mjer gistingu á gistihúsinu þar, en ekki hafði jeg dvalið þar lengi. er þeir Sæmundsens-bræður, Ari og Edvald, komu og buðu mjer að dvelja hjá þeim á meðan jeg væri í kauptún- inu. En það virtíst vera komið það orð á að jeg væri ,,agent“ og marg ir spurðu mig að því, þar á meðal Gísli ísleifsson. sýslumaður. Vesturferðirnar mikil „blóðtaka". „En það var skiljanlegt, að Is- lendingar hefðu áhyggjur af veSt- urférðum fólksins. Þær voru sann- arlega mikil blóðtaka fyrir þjóð- ina. Jónas Jónasson, bróðir fyrri konu minnar, tók sig til og rann- sakaði einu sinni hve mikið hefði farð vestur af fólki úr Miðfirðin- um. I fremri Toríastaðahreppi voru 29 bæjir, úr þessum eina hreppi fluttu vestur alls um 150 manns, eða sem svarar til meira en 5 manns frá hverjum bæ. Sömu sögu var að segja frá nokkrum öðrum lands hlutum. Jeg skildi það allra manna best, hve gííurlegt þetta var fyrir ís- lensku sveitirnar og jeg skildi einn ig. að menn heima hefðu áhyggjur af þessum útflutningum. Eimskipafjelagjið og Vestur-Islendigar. ÁRJÐ 1913 fóru allmargir Vest- ur-lslendingar heim til íslands. — Voru þau Ásmundur og kona hans ásamt sonum sínum 3 meðal þeirra, er til Islands fóru það ár. Hug- myndin urn stofnun Eimskipafje- lags íslands var þá á döfinni og höfðu forystumenn Eimskipafjelags ins leitað til Vestur-Islendinga uni það, hvort vænta mætti fjárhags- legs stuðnngs hjá þeim fyrir fje- lagið. Um það segir Ásmundur: „Á fundi, sem haldinn var í Templarahúsinu í Winnipeg nokkru áður en íslendingarnir fóru heim, var þetta mál rætt. Var okkur sem heim ætluðum falið að kynna okk- ur málið og koma vestur með skýr- ingar og upplýsingar um hið vænt- anlega Eimskipafjelag.“ Ásmundur og kona hans fóru fyrst í heimsókn á æskustöðvamar og fóru síðan í ferðalag suður um Borgarfjörð, f.vrir Botnsúlur, á Þingvöll og að Gullfossi og Geysi. Er þau komu til Reykjavíkur stóð svo á, að Eimskipafjelagsnefndm hafði féngið borið fram ó Alþingi frumvarp um stuðning ríkisins við Eimskipafjelagið. Var beðið um 200,000 króna framlag frá ríkinu gegn ákveðnum skilyrðum. Þeir þremenningarnir, Ásmundur, .Tóhannsson, Árni Eggertsson og Jón Tryggvi Bergman, hlustuðu á umræður um þetta frumvarp í þing

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.