Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 4
LESBÖK MORQUNBLAÐSINS inu. Stóðu þær umræður yfir lengi, ún þess að gengi eða ræki í málinu. Fjársöfnun hafði gengið frekar •trekt. Menn höfðu skrifað sig fyr- ir 200 króna, 500 og sumir 1000 króna hlutum, en þó flestir ekki meira en 25 króna hlutum. ,.Eftir að hafa hlustað á umræð- urnar á þingi“, segir Ásmundur, „ákváðum viS.að hittast þrír, Arni Eggertsson, Jón Tryggvi og jeg að Hótel Reykjavík. A þessum fundi ákváðum við, að hver okkar skyldi kaiipa 10,000 króna hlutabrjef í Eimskipafjelagimi og að við mvnd um gangast fyrir söfnun hlutafjár meðal Vestur-Islendinga“. ,.Við símuðum til Sveins Björns- sonar, sem var einn af forystumönn um Eimskipafjelagsnefndarinnar og spurðum hvort hann vildi hitta okk ur í „skrifstofu Eimskip“, en „skrif stofan var skúr nokkur, sem mig minnir að hafi verið einhverstaðar niður við Tryggvagötu. Sveinn Björnsson brá skjótt við og kom og optjaði hengilásinn, sem skrif- stofa var lokuð með. Við tilkynntum honum ákvörðun okkar og ennfremur, að við ætluð- um að taka að okkur, að safna þeim 170,000 krónum, sem á vant- aði, þær 200,000 krónnr, sem þingið hafði verjð beðið um. Minnist jeg varla að hafa sjeð jafn mikið gleðibros á andliti nokk urs manns, eins og á Sveini Björns- svni, er hann heyrði þessi tíðindi“. Skriður kemst á málið. ÞETTA rausnarlega framlag Vest ur-íslendinganna vakti mikla at- hygli um land alt, sem von var. Blöðin sögðu frá þessum tíðiiulum og hva^, sem þeir þremenningarnir komu um landið á eftir, var þeim tekið með alúðleik og vináttu. Ásmundur sagði mjer sögu um það hvernig viðhorf manna til Vest ur-Islendinga breyttist við þátttöku þeirra í Eimskipafjelagsstofnuninni. Þegar Ásmundur kom til íslands 1907, gisti hann eins og fyrr er sagt, hjá Jóhanni Eyjólfssyni í Sveinatungu. Jóhann hjelt að Ás- mundur væri vestm‘fara„agent“ og þó hann tæki honum með gestrisni, var heldur kalt um kveðjur er þeir skildu. Jóhann dró það m.a. í efa, að Ásmundur hefði efnast svo á einum 7 árum í Ameríku, að hann hefði ráð á að taka sjer kynnis- ferð til íslands fyrir eigin fje. Og þó hann hefði efni á því, væri það blátt áfram hættulegt af honum, að koma til Islands. Þegar bændur og bvialið sæi, að menn efnuðust þetta vel í Ameríku á stuttum tíma, yrðu þeir óðir og uppvægir að kom ast vestur. Það væri ekki nóg með það, að þessir Vestur-Islendingar kæmu heim með „hvítt um háls- inn, gullfestar um magann og úr í vösunum.“ Fyrir það fyrsta gerðu þeir allar vinnukonur vitlausar að kpmast til Ameríku og í öðru lagi brjáluðust bændur og vildu helst selja alt sitt á uppboði á næstu far dögum og flýta sjer til Ameríku. Þegar Ásmundur kom til Islands 1913 gisti hann bæði í norður og suðurleið í Hvammi í Norðurárdal og kom ekki við hjá .Tóhanni í Sveinatungu. Á norðurleið, síðla sumars 1913, gisti Ásmundur enn í Hvammi. Er Ásmundur og samferðafólk hans reið um lilaðið á Sveinatungu, var .Tóhann útivið og lieilsaði ferða- fólkinu. Var ekki um annað að gera en að koma inn og þiggja góðgerð- ir, þó ferðafólkið hefði ekki farið nema bæjarleið. Var veitt af rausn mikilli. .Tóhann ljek á alls oddi og taldi það hina mestu blessun, að Vestur-lslendingar skyldu hafa sýnt jafn mikla rausn og raun hefði verið á í Eimskipafjelagsmálinu. Endaði með því, að .Tóhann f.vlgdi Ásmundi norður eftir Norðurérdal og var ræðinn mjög. Síðan hafa þeir .Tóhann og As- mundur verið hinir bestu vinir og •kemur Ásmundur aldrei svo til Is- lands, að hann sæki ekki Jóhann heim og eigi með honum skemti- legar stundir. Hlutafjársöfnun meðal Vestur-lslendinga. ÞEGAR Vestur-lslendingamir komu til Kanada frá ísbindi 1913, var haldinn almennur fundur í Winnipeg um Eimskipafjelagið og þátttöku þeirra í stofnun þess. — Kosin var 15 manna nefnd til hafa forgöngu í málinu og safna hluta- fje. Gekk það greiðlega mjög og áður en ófriðurinn skall á, 1914, var búið að fá loforð fyrir 300,000 krónum í hlutafje vestan hafs. Þegar stofufundur Eimskpafjelags I^ands var haldinn í janúar 1915, voru Ásmundur og fjelagar hans nýkomnir að heiman og gátu ekki farið aðra ferð til Islands. Var •Tón Bíldfell fenginn til að fara fyr ir Vestur-Islendinga og vera full- trúi þeira á stofnfundinum. Hlutafjárloforðin áttu að greið- ast strax að 14 og síðan í jöfnurn hlutföllum á sex mánaða fresti. En í ófriðnum lentu margir bændur og viðskiptafrumuðir í alvarlegri fjár- þröng og áttu örðugt með að standa við loforð sín. Fór svo, að við síð- ustu afborgunina, 1916/ vantaði 20,000 krónur til að náð væri 200 þús. króna takmarkinu, sem Vest- ur-íslendingar höfðu sett sjer í upp hafi. „Þá tók jeg að mjer“, segir Ás- mundur, „að fara um tslendinga bygðir í Kanada til að safna inn því, sem á vantaði. -Teg fór um Nýja Island, Argvle, Vatnabygðir, Wyn- yard og víðar og tókst á 7 dögum að safna inn þessum 20,000 krónum. Það voru samtals 111 manns, sera lögðu það fje fram. En það tel jeg hafa verið gæfu- rlkustu afskifti okkar Vestur-Is- lendinga af íslenskum málum, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.