Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Side 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS við rjeðumst í, að taka þátt í Eim- skipaf j ela gsstofnuninni'4. Starf Ásmundar fyrir þ j óðræknismálin. ITJER hefir aðeis lítillega verið drepið á störf Ásmundar Jóhanns- sonar fyrir eitt mesta þjóðþrifa- mál íslendinga heima. En hann hefir látið önnur þýðigarmikil mál t.il sín taka. Er þá eftilvill fyrst að minnast á starf hans í þágu þjóðræknismálanna, sem Yestur-Is- lendingar hafa betri skilning á, en flest okkar heima. Einhver mesti og besti Jmtturinn, sem Ásmunur hefir átt í þjóðrækn- ismálum Vestur-Islendinga eru af- skifti hans af fjármálum Lögbergs. Jeg veit að hann vill, sem minst um þetta tala og síst opinberlega. En íslendingar meg vel vita af því, að er útlit var fyrir, að blaðið yrði að leggjast niður sökuni fjárskorts, hljóp hann undir bagga og rjetti við fjárhaginn. En fari svo, að íslensku blöðin í Vesturheimi legg- ist niður, þá er um leið úti um íslenska kynstofninn hvað þjóð- rækni snertir. Það vissi Ásmundur. Þá hefir Ásmundur stutt kirkjumál safnaðarins vel og dyggilega sem, önnur mál, sem hann hefir haft af- skifti af. O'rð hans eru gulls ígildi. OKKUR verður tíðræðnast um Ásmund P. Jóhannsson fyrir giftu- samleg afskifti hans af sameigin- legum áhugamálum okkar Islend- inga austan hafs og vestan. En þó Ásmundur hefði aldrei til Islands komið eftir að hann fór í „kynnis- förina“ til Ameríku fyrir 45 árum, hefði Island samt notið góðs af vesturför hans. Ásmundur er vel kvirtur meðal samborgara sinna í Kanada. Það er eins og háttsettur embættismað- JTJ ur sagði við mig, er talið barst að Ásmundi: „Hann hefir gert landi sínu sóma með því að vera eins og hann er. Ábyggilegur og góður borgari. Orð hans eru gulls ígildi. Það, sem Ás- mundur Jóhannsson hefir einu sinni sagt, er hægt að reiða sig á. Iíann er vissulega nýtur og góður þegn, sem nýtur virðingar og trausts þeirra, er hann þekkja, og það eru margir“. Jeg sem þessar línur rita, hefi ekki þekt Ásmund lengi, nema af afspurn. En sú stutta viðkynning, sem jeg hefi af honum haft. liefir verið mjer mikils virði, því þar sem Ásmundnr er, fer íslendingur, sem gert hefir garðinn frægan og aukið mikið hróður íslands og ís- lendinga. íslendingurinn. ÁÐUR en jeg kvaddi Ásnnmd, spurði jeg hann hvort hann hugs- aði til heimferðar bráðlega. „Kaupmaður vill sigla, en byr hlýtur að ráða“, var svarið. „Jeg hefi farið 10 sinnum til Islands og 31 sinnum til Kanada frá Islandi. I hvert sinn, sem jeg hefi komið um borð í íslenskt skip, ^hefir mjer fundist jeg vera kominn heim. Það er mín mesta tilhlökkun að komast um borð í skipin okkar íslensku, þá veit jeg að jeg er kominn á leið heim og þá byrja jeg að hlaupa í spik“/ Ásmundur er enn ungur í anda og við íslendingar eigum eftir að heyra frá lionum. Vinir hans bjóða hann velkominn heim og vonast til að það verði, sem fyrst. En sjálf- ur hafði hann yfir þessa vísu er jeg kvaddi hann: Kyrjaðu tröllum kveðjurnar, klettahöllum, sölum, heilsaðu öllum heima þar, hálsum, fjöllum, dölum. ★ ÁSMUNDUR býr að 910 Palmers- ton Avenue í "Winnipeg. Hann misti fyrri konu sína, frú Sigríði 1934. Þau eignuðust þrjá efnilega pilta, Jónas Valdimar, kvikmynda- hússeiganda í Pine Falls, Kára Vil- helm, búsettur í Winnipeg og Grett- ir Leo, ræðismann fslendinga og Dana í Winnipeg. Seinni kona Ásmundar er Guð- rún Eiríksdóttir. Ásmundur Jóhannsson hefir að verðleikum verið sæmdur Stðr- riddarakrossi Fálkaorðunnar með stjömu og ennfremur gullmerki Al- þingishátíðarinnar 1930. Vinir Ásmundar á Islandi munu senda honum hlýjar kveðjur á sjö^ tugsafmælinu, en þeir mega líka vita, að hugur afmælisbarnsins verð ur heima á Islandi þann dag sem flesta aðra daga. I. Q. Símskejdi: Kæra tengdamóðir! Hulda eignaðist tvíbura í morg- un. Meira seinna. ★ ■— Hvenær ætla þau að gjfta sig? — Jeg er hræddur um, að það verði seint — Hvers vegna — Vegna þess, að hún vill ekki giftast honum, fyrr en hann hefir greitt skuldir sínar, og hann getur ekki greitt þær, fyrr en þau eru gift, ★ — Ilvað gerir leigjandinn þirin ? — Hann er hugvitsmaður. - — Og hvað finnur hann upp? — Nýjar og nýjar afsakanir fyrir því að geta ekki borgað húsaleig- una.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.