Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Side 1
32. tölublaö. Sunnudagur 12. ágúst 1945. XX árgangur. l»<.qtdarpr—twi FYRSTU ALÞINGISKOSNINGAR í REYKJAVÍK Eftir Pjetur Sigurðsson háskólaritara ALÞINGI var endurreist með „Tilskipun um stiptun sjerlegrar ráðgefandi samkomu fyrir Island, er á að nefnast Alþingi“ 8. mars 1843. I tilskipuninni eru þessi skil- yrði m. a. sott um kosningarrjett: „Rjettindi til hluttöku í kosingu alþingismanna bera einungis slík- um íasteignar haldendum, er arm- aðhvort eiga jörð, að minnsta kosti ai' 10 hundraða dýrleika, ellegar múr- eða timburhús í Reykjavík eður einhverju öðru landsíns versl- unarplássi, sem með löglegri virð- ingu í minnsta lagi hefur verið mct- ið til 1000 ríkisbankadala andvirð- is. — ellegar og svo þeim, er af op- inberu eður benefieeruðu gózi halda jörð með lífsfestu, í minnsta lagi af 20 hundraða dýrleika------------- Þá er tilskilið, að kjósendur hafi óflekkað mannorð, hafi náð 25 ára aldri og „að sá fullko'mni myndug- leiki, sem honum efetir hansaldri ber, ekki af ncinni annari orsök sje skertur11. Kosningarrjetturinn var þannig allþröngur, þegar tilskilið var eign- arhald á fasteign eða lífsábúð á einhverri jarðeign ríkisius. er virt va*i-i til 20 hundraða. Stoðaði ekki þó að menn ættu jafnmikla eign eða meiri í öðru, reiðufje eða gang- andi gripum. Kjósendur voru því mjög fáir, t. d. enginn í Vestmanna- cyjum, og varð því ekki kosið í því kjördæmi fyrr en eftir að kosning- arrjetturinn hafði verið rýmkaðurár ið 1857. Árið 1844 eru íbúar Reykja víkur talddir 907, en á k.jörskrá voru aðeins 24 kjósendur. Þó*fækk- aði kjósendum síðar: árið 1852 voru 8 á kjörskrá, eu 10 árið 1855. Altur á móti var kosniugarrjettur i-íflegri til Þjóðfundarins 1851, og voru þá 171 á kjörskrá í Reykjavík. Svo er fyrir mælt í tilskipuninni, að „einnig eiga, þar sem kringum- stæður leyfa, skrárnar að prentast, og eitt slíkt prentrit á þá, svo fljótt sem mögulegt verður, að fást sjer- hverjum rjettum kjósanda í hend- ur.“ Samkvæmt þessu var prentuð „Kosnmgaskrá fyrir Reykjavíkur- bæ árið 1844.“ En þctta vor var prentsmiðjan flutt úr Yiðey til Reykjavíkur, og mun fátt hafa prentað verið hjer í bæ. á undan kjörskránum. Kjörskráin er þannig: (S. n. bls.) Þetta voru |>á „háltvú-tir k.jós- cndur“ í Reykjavík á’rTÁ’Í 844. Yerð ur nú gerð stutt gre'in fyrir þeim og getið „kosningar- <)*fS\,jör8tofna‘ ‘ þeirra. Carl Franz Siemsen var þýskur og hafði verslað hjer síðan 1840. Ilann var föðurbróðir Frans Siem- scns sýslumanns. Hits þau, sem hann byggði, voru fyrir austnrenda llafnarstrætis og standa enu að nokkru leyti (versluparhús Jes Zimsens, nú cign Jlins íslenska steinolíufjelags). Sigmrður Sívertsen var sonur lljarna riddara Sívertspus í Hafnar- firði, föðurfaðir Sigurðar prófes- sors Sívertsens. Húseignfr hans voru svonefnt ísaachsenshús, þar sem nú er Járnvöruverslun Jes Zimsens, og var þar sölubúð hans, en íbúðarhús lians var sunnan Hafnarstrætis og stendur enn, en heiir þó verið stækkað allmjög. Það. var jafuan kallað Sívertsenshús (Hafnarstræti 22, „Smjörhúsið").

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.