Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 6
548 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÚR SUMARFERÐALAGI: SJÖUNDA GREIN. í Steingrímsfjörð Eftir Árna Óla Norður GRJÓTVALLARMÚLA er getiS í fornöld sem landamerkja milli Saurbæjar og Ólafsdals. Þetta nafn er nú gleymt, en menn telja að þáð sje múlinn, sem er næstur við Stór- holt í Sæurbæ^ þar sem þjoðvegur- inn beygir inn með Gilsfirði. Þarna er ekkert undirlendi, heldur eru há ar brekkur og brattar alveg niður að firði. Liggur vegurinn sums stað ar hátt í brekkum þessum, en ánn- ars staðar niðri í fjöru, og með stórstraum flæðir þar yfir veginn. 1 fjörunni og liti á firðinum er mergð af svönum og eru þeir svo gæfir, að þeir hreyfa sig ekki þótt bíll aki rjett fram hjá þeim.' Þama eru skerjagrynningar úti fyrir og á skerjunum mikið af sölvum. Var fyrrum talin einhver besta sölva- tekja hjer á landi í Saurbæ og sóttu menn þangað langar leiðir til sölva. Á það bendir enn nafnið Sölvamannagötur,*) sem er á vegi úr Dalasýslu norður í Ilúnavatns- sýslu. 1 Sturlungu eV líka getið um konu, sem vann að sölvatekju í Saurbæ og helt til í fjárhúsum frá Hvítadal. Það er sennilegt að svan irnir lifi á sölvunum. 1 myrkri er víst lítt gaman að vera einn á ferð þarna inn með Gilsfirðinum, því að draugalegt er þar Þarna var líka einu sinni draug urinn Goggiír, og er þessi saga um hann: Maður er nefndnr ólafur Ólafs- son og átti heima í Ólafsdal. ITann *) Árið 1463 urðu 13 menn úti á Sölvamannagötum. Einar Þor- leifsson, bróðir Björns ríka hirð- stjóra og 12 förunautar hans. Riðu tveir dauðir í söðlunum, freðnir, til Staðar í Ilrútafirði aftur. var einu sinni seint á ferð heim til sín frá Stórholti. Á miðri leið eru hólar sæbrattir. sem Moldhólar heita og er þar mjög skuggalegt. Þegar Ólafur kemur þangað, kom að honum lítill púki, með krókhvifu á höfði. Slóst hann í fylgd með Ólafi og vildi altaf ganga síðar, en Ólafur varaðist hann, og }>ann- ig fóru þeir inn allar fjörur. En á Ólafsdalseyrum komst Goggur aftur fyrir hann og drap hann. Þegar maður ekur þabna í bíl að sumarlagi, þá kemur manni varla slíkt í húg. en virðir fremur fvrir sjer útsýnið. Fjörðurinn teygist þarna lygn og þvengmjór inn á milli fjallánna og speglast þau í hpnum frá báðum hliðum. Iland- an fjarðarins er fremst Króks- fjarðarnes og Króksfjarðarmúli, hátt fjall. Inn með firðinum eru bæirnir Gróstaðir, Garpsdalur (kirkjustaður) og Múli. Þar fyrir innan eru björg fram að sjó. Má sjá hvar vegurinn liggur upp úr fjöru utan við björgin og hátt í hlíðum út fyrir Króksfjarðarmúla. Garpsdalur er kunnur úr forn- sögum. Þangað giftist Guðrún Ósvífursdóttir, ])egar hún var 15 ára gömul. Á seinni öldum er stað- urinn kunnastur fyrir hinn mikla draugagang, sem þar var 1807. llagaði sá draugur sjer á svipað- an hátt og Hjaltastaðafjand- inn, Núpsdraugurinn og Þistil- fjarðarundrin. Yarð fyrst vart við hann um haustið í skálanum, en t>egar fram á vetur kom færðist hann í aukana. Einu sinni braut hann bát um hábjartan dag, síðan reið hann húsum, braut alt og bramlaði, fleygði mold o^ mykju framan í fólk, og margt annað gerði hann ilt af sjer. Er til vott-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.