Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 1
47. tölublað. fHttjpuiMjitoift* Sunnudagur 2. desember 1945. XX. árg. Ia&foldarpr«ntan>ld]a b^> Þrjár myndir frá Þórarinsstöðum MÖNNUM er í fersku minni út- gröftur eyðibýlisins Þórarinsstaða á Hrunamannaafrjett, er Kristján Eld- járn annaðist í sumar, fyrir tilm. þjóð- minjavarðar og með aðstoð nokkurra kunningja sinna. Sigurður Þórarins- son vakti máls á því í fyrravor að mjög væri æskilegt að rannsókn færi fram á bæjarrústum þessum meðan þær væru óhaggaðar. Fokmold hefir hulið rústir þessar og varðveitt þær. En nú væri þess ekki langt að bíða, að uppblástur svipti þeim rofbörðum, sem hingað til hefðu hulið rústirnar. Kristján Eldjárn og fjelagar hans komu niður á tóftir, sem voru eins vel varðveittar og greinilegar og hin- ar frægu rústir að Stöng í Þjórsárdal. En Sigurður Þórarinsson telur, eftir athugunum þeim, sem hann hefir gert á öskulögum Heklugosa, að Þjórsárd. og bæirnir á Hrunamanna- afrjetti, Þórarinsstaðir og fleiri, hafi lagst í eyði samtímis, eða árið 1300. Húsaskipun á Þórarinsstöðum og að Stöng hefir verið svipuð, langhús með skála og stofu innar af. Nema hvað á Þórarinsstöðum er fjósið í öðr um enda þessa langhúss, en að Stöng hefir fjósið verið sjerstætt. í afhýsi bak við langhúsið er búr á Þórarinsstöðum eins og á Stöng. Meðan uppgröftur fór fram á Þórar- insstöðum kom dr. Sigurður f>órar- 1. mynd. Úr skálanum. 2. mynd. Búrið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.