Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 2
592 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. mynd. Uppmoksturinn. insson þangað og tók þá þær myndir, sem hjer birtast. Fyrsta myndin er tekin í Skál»tóft- inni. Sjest inn eftir gólfinu að dyrun um inn í stofuna á miðjum endavegg, en set eða bálkar mPðfram báðum langveggjum, það breiðir, að menn hafa getað legið þar með höfðalag upp að vegg og fætur fram að brún- inni. Á miðju gólfi sjást leifar af eld- stæði, svo litlu, að ekki er hægt að nefna því na^ni, að þar hafi verið „lang“-eldar. Að baki myndatökumannsins eru dyrnar úr skálanum inn í fjósið- Næsta mynd er tekin í búrinu á bak við stofuna. Til hægri á myndi- inni sjest far í gólfið eftir stóran skyr- sá, sem þar hefir verið. Hefir það varð veittst svo óhaggað, að hægt er að greina förin eftir stafina í sánum. Vinstra megiri á myndinni sjást tveir háir stoðasteinar og hellur, sem mat- arílát hafa staðið á. Þriðja myndin er tekin af uppgreftr inum á Þórarinsstöðum, eftir að vik- rinum hefir verið mokað út úr rúst- unum. En að baki sjúst hinir stóru rofbakkar, sem standa eftir. Þegar rannsókn var lokið á rúst- um þessum, var vikrinum mokað of- ani tóftirnar aftur, til þess að þær fengju enn að varðveitast fyrir vindi og regni. En sú varðveisla verður skammvinn, ef uppblásturinn fær að halda áfram. Friða þarf þennan blett, svo að gróður fái að þrífast þar, og koma þar fyrir þeim umbúnaði, sem hlífir jarðveginum fyrir uppblæstri, svo að seinni tíma kynslóðir geti, cf þeim bíður svo við að horfa, flett jarðlaginu ofan af þessum 6—700 ára gömlu bæjarrústum og þá e. t. v. bygt yfir þær, svo að þær geti verið til sýnis, gestum og gangandi, sem þarna koma og vilja sjá með eigin augum, hvernig híbýlum Hrunamanna var háttað á ofanverðri 13. öld. - Molar - GIBRALTAR — klettavígi Breta á suðurodda Spánar — var tekið her-^ skyldi af breskum og hollenskum her undir stjórn Sir George Rooke, 24. júlí 1704. Var síðan afhent Bretum einum 1713. — íbúatala Gibraltar var 20,339 árið 1939. KANADA er rúml. 28% af flatar- máli breska heimsveldisins. NEW YORK-HÁSKÓLINN var stofn aður 1831. Þar stunda nú nám um 37000 stúdentar. GESTAPO, þýska leynilögreglan, hjet fullu nafni „Geheim Staats Pol- izie“. Hún var skipulögð af Heinrich Himmler, árið 1933, og var hann æ síðan stjórnandi hennar. ÍTALSKI óperusöngvarinn Benja- mino Gigli er fæddur árið 1890. Hann söng hjá Metropolian-fjelaginu í New York í 12 ár, frá 1920 til 1932. MONTREAL er stærsta borg Kan- ada. íbúatala hennar er 903,007. Þýska tónskáldið Jóhannes Brahms var uppi frá 1833—1897. Hann var fæddur í Hamborg. FNAUÐI var til í fornu máli og þýddi löðurmenni eða heigull. GÖTVA var stundum í fornu máli notað yfir að grafa eða dysja. HRJÚKÓLFUR er gamalt orð, sem notað var yfir klúbba eða veitinga- hús. 25% af flatarmáli Kanada cr skóg- lendi, eða 1,220,405 fermílur. íbúar Bermuda eru um 30,000. Brasilía er fjórða stærsta landið í heiminum. Skóglendi Brasilíu er um billjón ekrur að víðáttu. Olíulindir fundust í Brasilíu 1939. Aferfa var til í gömlu máli og þýddi að svifta afri. Um 78% af íbúum Argentínu er af evrópeiskum ættum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.