Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 4
r.íu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t. or rógburðurinn hafði flæmt hnnn, úr landi: Ic; r ■ iifo • >• ‘ 'i 11 | „Öfund knýr og eltir mifr til ókuniiugra þjóða; fæ jeg ekki að faðma }>ig fósturlandið góða,‘‘ ,,Er hann sigldi hjeðan sviftur sínu Salario árið 1764 og bjóst varla við íslands affur að vitja“. SkÖnimu eftir að Eggert var farinn utan, sendi Skúli honum brjef, og er þar í þessi vísa eftir Skiila. -— Einnig á því sviði, var hann liðtækur vel; ]>ó ekki verði hann langlífastur með þjóðinni fvrir kveðskaparhróður sinn: „Farðu vel af fósturjðrðu farðu vel„ þótt autt sje skarðir! Farðu vel með frægðarorði, farðu vel í hilmisgarði!“ Áhrif rógsins. DROPTNN IIOLAR STEININN. — Svo var og um níðið og róginn, sem andstæðingar Skúla beittu svó sleitilaust gegn honum: Smágróf það undan því trausti, sem kon- ungur óg stjórnarherrarnir báru til hans. Kom það í ljós, er konungs- verslunar var komin á laggirnar, jþví Pahl er var kaupmaður konungs í Ilólminum, var falið að hafa um- sjón með „Tn’nrjettingunum" og rantísaka mjög ýtarlega fjárhag þeirrti og hvóhnig hinum raustnar- legtV^fjárframlögum konungs hafði verið ýarið’. Yoru háværar kviksög- ur á kreiki, ttm að Skúli verði f.ie því ttl sinna þarfa eftir eigin geð- þótta. Gerði Pahl svo sent fyrir hann vab lagt og sendi stjórninni skýrslu um hág „Innrjettinganna". Mat hanb eignir þeirra, hús, áhöld, efni- vörur og unninn varning, svo og duggurnar á rúmlega 76 þúsund dali og lætur þess getið, að hús öll og áhöld sjeu í góðtt ásigkomu- lagi. — Var útkoman miklu betri en stjórnin bjóst við eftir allan rógburðinn og var næsta vantrúuð, en hjelt að Pahl væri alveg á bandi. Skúla_ Voru því sendir tveir skoð- unarmenn frá Kaupm.h. og skyldu þeir hiklaust ganga eftir reiknings- skilum. Ilatjði konungur þá lagt „Innrjettingunum“ til 61 þús. dali, en hluthafarnir 3240 ríkisdali. Við þessa síðari athugun kom í ljós að, reikningarnir þóttu nokkuð ó- skipulegir og tæ]>ast hægt að gera grein fyrir öllu. Átti Skúli þó ekki sök á því. En árið 1753 hafði fastur bókari verið ráðinn við „Innrjett- ingarnar“, Ólafur Stephensen að nafni; varð hann síðar kunnur mað- ttr í sögu vorri, þó ekki hafi allir dómar unt hann verið samhljóða honunt í vil. Var Ólafttr, er hjer var komið málum, einnig orðinn, framkvæmdastjóri Innrjettinganna ásamt Skúla. Nokkrir af vinum Skúla í Kaup- ptannahöfn höfðu skrifað og greint honum frá veðrabrigðum þeim, er voru í lofti. Þannig ritar Ilastfer þarón: „Aldrei hefir verið meira þráttað um hagi Islands en nú í Vetur og er sumt af því lygi, en sumt mjög alvarlegt og gaman- laust“. Fóru þeir því utan, Skúli og Ólaf- ur Stephensen. Og segir Magitús sýslum. Ketilsson að Ólafur hafi „Átt örðugt með að komast frá sínum reikningum“. — En bætir við: „Það h.jálpaði vísilögmanni Ólafi, sem hafði drjúgan, að allra meiningu grætt við Innrjettingarn- ar meðan hann var bókari, að hann sigldi sjálfur og sparaði ei peninga þar sem þeir kunnu besta verkun að hafa“. — ITvort nokkur tilhæfa er í þessum aðdróttunum, skal h.jer látið ósagt. En hvað sem því líður er hitt víst, að Skúli var ekki fjár- dráttármaður og græddi ekki á framfaraviðleitni sinni. Má það og verða ljóst, af því að er hann ljet af sýslumennsku í Skagafirði var hann talinn auðugur maður á þeirra tíma mælikvarða. — En hann var gjörsnauður maður, er hann andað- ist eftir um 40 ára landfógetaþjón- ustu. Er það því hverjtt orði sannara, sem Jón Grttnnvíkingur segir í brjefi til tengdas. Skúla, Bjarna læknis Pálss. árið 1777, tveim árttm fyrir andlát sitt: .... „Það hefir nokkuð hrært við mitt h.jarta að AÚta, hversu falskir landsmenn hafa heimuglega mótþægt honum (Skúla) vitandi þó ,að hann hefir sett sína tímanlegu velferð út fyrir lands- ins“. — En tíu árunt áðttr hafði Jón ritað mjög í santa tón í brjefi til Eriendar Ólafssonar Itróður síns, er var sýstlimaður í Isafjarðarsýslu. • ÍÞar segir hann : . . „Óskandi væri að íslensk yfirvöld vildu vera meira samtaka um velferð vorrar vesælu patriæ (föðurlands) en sýnist. Sá eini, sem gefur út fjör og fje fyrir salutem patriæ (velferð föðurlands- ins) sýnist að vera landfógetinn Skúli“. Skúli tók mjög nærri sjer allar þessar ósönnu og ódrengilegu að- dróttanir, sem bornar voru á hann. jBognaði hann þó ekki nje Ijet hinn minsta bilbttg á s.jer finna. Ekki misti hann heldur trúna á köllttn sína, eða á’ framtíð þ.jóðarinnar. Góðir liðsmenn. ÞÓTT ýmsir af fyrirmönnum landsins væru mjög mótsnúnir Skúla, og að þeir hefðu liðsmenn fleiri, gat hann tekið undir nteð Brandi: Ibsens: „Mitt lið er hraust, jeg hef þá bestu“. — Enda fylgdu Skúla heiflaóskir margra bestu manna landsins, er hann lagði upp í þessa dapurlegu utanför sína. Þannig kvað Gunnar próf. Pálsson, til hans:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.