Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 2
G04 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eldsvoðum fer fjöigandi í bænum — En brunatjónið minnkar stöðugt Það er að þakka eflingu slökkviliðsins og dugnaði þess Þessi mynd er af Slökkviliói Reykjavíkur er frá 1922. Sjást á henni m. a. rjetur lngimundarson, slökkviliósstjóri (í svarta frakkanum milii bílanna). Karl Bjarnason er við stýrið á aftari bilnum. í HVERJU bæj^rfjeiagi er öflugt slökkvilið, búið góðum tækjum, eitt af nauðsynlegustu fyrirtækjum bæj- arins. Svo er það hjer í Reykjavík. Við eigum gott og duglegt slökkvilið og besta sönnun fyrir því er sú stað reynd, að þótt eldsvoðum fari fjölg- andi hjer í bænum, eftir því sem hann stækkar, þá verður raunverulegt brunatjón bæjarbúa minna með hverju árinu sem líður. Eitt mesta afrek, sem Slökkvilið Reykjavíkur hefir unnið, var er það bjargaði miðbænum frá yfirvofandi eldsvoða er Hótel ísland brann, 194J. Reykvíkingar trúðu því, „að ef eldur kæmi upp í Hótel ísland og magnað- ist svo að ekki yrði við hann ráðið, þá myndi allur miðbærinn brenna til ösku“. Kringum Hótel ísland voru timburhús á alla vegu. Og það mun- aði lika mjóu að eldurinn læsti sig í húsin í kring, en fyrir sjerstaklega mikinn dugnað slökkviliðsins tókst að bjarga nærliggjandi húsum, þrátt fyrir óhagstætt veður. Traustur forystumaður. SÁ EINSTAKLINGUR, sem mest hefir unnið að þróun Slökkviliðs Reykjavikur var Pjetur heitinn Ingi- mundarson slökkviliðsstjóri. Hann ljest á s.l. ári og hafði þá gengt slökkvi liðsstjórastarfinu i 26 ár. Hótel ísland bruninn var síðasti stórbruninn, sem hann vann við. Pétur starfaði af óþrjót andi dugnaði við slökkviliðið og tókst að gera það að góðu liði, sem bjarg- að hefir mörgu húsinu og miljónum að peningaverðmæti frá „rauðu hætt- unni“. Nú hafa nýir menn tekið við stjórn Slökkviliðsins, þeir Jón Sigurðs- son verkfræðingur, sem skipaður var slökkviliðsstjóri s.l. vor og Karl Bjarna son, varaslökkviliðsstjóri, sem starf- að hefir sem brunavörður hjer í bæn- um í 30 ár og er eiqn elsti starfsmað- maður slökkviliðsins. SLÖKKVILIÐIÐ átti 70 ára afmæli þann 15. október s.l. En þann dag ár- ið 1875 voru undirskrifuð lög „um brunamál í Reykjavík" og reglugerð gefin út síðar á sama ári. Samkvæmt þessari reglugerð voru 400 manns skráðir í slökkviliðið í þá daga. Það voru t. d. 40 skráðir í húsrifslið, 40 í bjarglið og 50 í lögreglulið. Bruna- málaneíndin hjet þá eldsvoðanefnd. Geir Zoega mun hafa verið fyrsti slökkviliðsstjóri Reykjavikur eftir að þessi lög voru samin, en áður var til „eldvapnalið'1 og var fyrsti slökkvi- stjóri þess R. P. Tærgesen kaupm. frá 1838. Af Zoega tók við starfinu Ó- lafur Rosenkranz stúdent og síðar leik- fimikennari. Heigi Helgas. kaupm. tók við starfi slökkviliðsstj. 1886 og gegndi því til 1903 er Hannes Hafliðason skip- stjóri varð slökkviliðsstjóri. Kristján Ó Þorgrímssoon kaupmaður, Guðmund- ur Olsen kaupmaður og Benedikt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.