Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 BRUNAVERÐIR í REYKJAVÍK (myndin tekin s.l. vor): Fremsta röð talið frá vinstri: Sigurbjörn Maríasson, Finnur Richter, Þórður Jónsson, Karl Bjarnasoon, varaslökkviliðsstjóri, Anton Eyvindsson, Leó Sveinsson, Guðmundur Karls- son. Miðröð: frá vinstri: Axel Grímsson, Indriði Ólafsson, Sigurþór Þórðarson, Kristinn Ólason, Gústaf Guðjónsson, Svavar Sigurðsson, Sigurgeir Benediktsson, Guðvaldur Jónsson, Kjartan Ólafsson, Loftur Erlendsson. — Aftasta röð: Ottó Jónasson, Jóhann Hannesson, Óskar Ólafsson, Valur Sveinbjörusson, Sveinn Ólafsson, Hermann Björgvinsson, Gunnar Huseby (er nú farinn úr liðinu). Á myndina vantar Filipus Bjarnason. Jónasson, verkfræðingur, voru slökkvi liðsstjórar um tíma, en Pjetur Ingi- mundarson frá 1918, eins og áður er sagt. Kristófer Sigurðsson tók á sama ári við starfi varaslökkviliðsstjóra og gengdi því til dauðadags 1942. Þegar Dómkirkjan var slökkvistöð. ÁRIÐ 1875 var ekki mikið um slökkvitæki hjer í Reykjavík. Skrúð- hús Dómkirkjunnar var þá notað sem „slökkvistöð“, eða þar voru slökkvi- tækin — fjörutíu vatnsfötur — geymd. Ennfremur voru þá til tvær handdælur, en ekki voru þær á hjól- um eins og síðar tíðkaðist. Utgjöld slökkviliðsins voru þá áætluð 200 krónur árlega. Smátt og smátt eign- aðist slökkviliðið ný tæki, en það gekk heldur seint. Um tíma Voru áhöld slökkviliðsins geymd í skúr við hús það, sem nú er lögreglustöðin, síðar var skúr reistur fyrir áhöldin í Templarasundi, en það var 1912, sem slökkvistöðin var reist þar sem hún er nú við Tjarnargötu. 1935 var bygt ofaná slökkvistöðina og þar eru skrif- stofur Rafveitu Reykjavíkur. Stórfeldar breytingar urðu ekki á slökkviliðinu eða áhöldum þess fyr eftir að vatnsveitan kom í bæinn, enda var vatnsveitan undirstaðan undir all- ar endurbætur og framfarir liðsins. 1910 kom hingað til lands danskur slökkviliðsmaður er Thisted hjet. — Gerði hann ýmsar tillögur um endur- bætur á slökkviliðinu og tilhögun þess. Samkvæmt tillögum hans var bruna símakerfið lagt um bæinn og áhalda- hús reist og á næstu árum fjekk slökkviliðið talsvert af áhöldum, en það kom brátt í ljós, að það var ekki nóg, því þann 25. apríl 1915 varð mesti eldvoði í sögu bæjarins, Hótel Reykjavík og átta önnur hús brunnu til ösku, en mörg önnur hús í mið- bænum stórskemdust af eldi. i>essi bruni skaut mönnum óþægi- legum skelk í bringu og var þá haf- ist handa um að útvega mótordælu og hestvagna. Bifreið notaði slökkviliðið í fyrsta sinni þann 24. júlí 1920 er stórhýsi Jónatans Þorsteinssonar við Laugaveg 31 brann. Var það Ford bifreið. Síðan hefir slökkviliðinu jafnt og þjett ver- ið útveguð ný og betri áhöld og enn verður haldið áfram á þeirri braut, því á næstunni mun liggja fyrir að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.