Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f>0C> kaupa fyrir slökkviliðið margskonar nýtísku áhöld. Brunasímakérfið bætt. GAMlÍA hrOÍiasímakerfið frá 1910 var alt ofanjarðar. Það voru mikil ó- þægindi að því. Línur vildu slást sam- an í slæmum veðrum og hringdi þá í brunasímann á slökkvistöðinni. Þess- vegna var það er sjálfvirka símastöð- in kom, að ákveðið var að leggja alt kerfið í jörð. Varð það til mikils hag- ræðis og öryggis. Aukning slökkviliðsins og ný tæki. STARFSEMI slökkviliðsins hefir aukist með stækkun bæjarins og 1943 var varðmannasveit stöðvarinriar auk- in verulega. í henni eru nú 24 menn, en voru áður 10, auk þess eru 36 ráðn- ir slökkviliðsmenn, sem koma á vett- vang þegar kallað er á slökkviliðið. Þegar ísland var hernumið 1940, þótti vissara að bæta við áhöld slökkvi liðsins vegna hugsanlegrar loftárása- hættu. 1942 voru fengnar 10 vjeldæl- ur af nýjustu gerð. Var þeim dreift um bæinn og eru þær nú geymdar á nokkrum stöðum víðsvegar um hann. Þessarr dælur eru þannig, að hægt er að ná vatni úr sjó, eða t. d. Tjörninni, ef vatnsveituvatnið þrýtur. — Hvor dæla getur dælt 2250 lítrum vatns á mínútu. Þá var bætt Við 10 kíló- metrum af slöngum. Ýms smátæki hefir slökkviliðið fengið á undanförnum árum, sem eru af nýjustu gerð. Nú hefir liðið t. d. stúta á slöngunum, sem þannig eru gerðir, að hægt er að loka fyrir vatn- ið í sjálfum stútnum. Þetta eykur mjög á öryggi og minni líkur eru til að skemdir verði af völdum vatns, en áður var, þegar loka þurfti fyrir vatnið í sjálfum vatnshönunum. Þá hefir liðið handslökkvitæki margs konar, grimur og eldvarnarbúninga og önnur nauðsynleg öryggistæki. 200 útkallanir á ári. A SÍÐASTLIÐNU ÁRI var slökkvi- liðið kallað út 200 sinnum. Til sam- Jón Sigurðsson, verkfræðingur slökkviliðsstjóri. anburðar má geta þess, að 1918 var það kallað út als 22 sinnum og einu sinni gabbað. 1923 var slökkviliðið kallað út 26 sinnum og gabbað fimm sinnum. 1928 komu 58 köll og sex sinnum gabbað, 1933 voru útköllin 41 en gabbað 12 sinnum. Á þessu ári er þegar búið að kalla liðið út yfir 220 sinnum. Aukastörf AÐALAUKASTARF slökkviliðsins er varsla og akstur sjúkrabifreiða. Þegar Reykjavíkurbær keypji sjúkra- bifreið var slökkviliðinu falin starf- ræksla hennar. Síðar eignaðist Rauði kross íslands sjúkrabifreiðar og hafði slökkviliðið áfram starfrækslu þeirra. Eru nú fjórar sjúkrabifreiðar við slökkvistöðina. Er það mikið starf að starfrækja bifreiðar þessar, því auk sjúkraflutninga innanbæjar þurfa slökkviliðsmenn oft að fara í lang- ferðir út á land. Síðastliðið ár fóru slökkviliðsmenn í sjúkraflutninga alla leið norður á Blönduós, Hvammstanga og Hólmavik og austur i Vík í Mýr- dal, að Kirkjubæjarklaustri og víðar. Á síðastl. ári hafa sjúkrabifreiðar sem slökkviliðsmenn hafa stjórnað, ekið 27,466 kílómetra í sjúkraflutningum utan bæjarins, en 1999 sjúklingar voru fluttir með sjúkrabifreiðum. Annað aukastarf, sem slökkviiðið hefir, er sóthreinsun í bænum og eld- færaeftirlit. Aðbúnaður slökkviliðsmanna. ÞAÐ fer ekki hjá því, að nokkuð sje þröngt á slökkvistöðinni síðan' fjölgað var í liðinu, en reynt hefir verið að búa sem best að stöðvar- vörðum eða brunavörðum, eins og þeir eru oftast kallaðir. Slökkviliðs- stjóri og varaslökkviliðsstjóri hafa skrifstofur í bakbyggingu, sem áður var hesthús og heyloft slökkvistöðv- arinnar þegar hestum var beitt fyrir dælurnar. Eru þarna nú hinar vist- legustu skrifstofur. Aðsetur brunavarða er niðri í aðal- húsinu. Hefir undanfarið verið unnið að breytingum og endurbótum á stöð- inni. Svefnskála er verið að breyta í dagstofu og lesstofu fyrir verðina. Er unnið við að gera híbýlin þarna sem vitlegust. Slökkviliðinu berast gjafir. SLÖKKVILIÐIÐ er vinsælt meðal bæjarbúa og margir kunna að meta dugnað þess og ósjerhlífni. Þannig var það t. d. eftir Hótel ísland brunann, að einhver ókunnur velgerðarfriaður, sem sennilega hefir talið sig hafa átt slökkviliðinu mikið að þakka fyrir vasklega framgöngu þá nótt, gaf lið- inu 10,000 krónur. Sjóður þessi er í vörslu borgarritara og mun ekki hafa verið gengið frá skipulagsskrá sjóðs- ins ennþá. Slökkviliðinu hefir og borist höfð- inglegar gjafir fyrir vasklega fram- göngu í eldsvoða. Meðal annars 1000 krónur í peningum. Átti þessi gjöf að vera vísir að bókasafni fyrir stöðvar- verði, sem síðan hafa sjálfir aukið það með framlögum og eiga þeir nú orðið alsvert af bókum, en ýmsir bóka útgefendur hafa haft góð orð um að láta slökkviliðið fá bækur fyrir vægt verð. SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR er vinsælt og það hefir unnið fyrir þeim Framh. á bls. fi!8 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.