Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fef 607 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA: Barátta Skúla Brátt hófst önuur höfðuðorusta Skúla, vegna verslunarmálefna ís- lands. Enda skorti eigi, að „Al- inenna verslunarfjelagið“ gœfi næg an höggstað á sjer, bæði með vöru- svikum og niðurníðslu „lnnrjetting- anna“, sem fjelagið hafði þó skuld bundið sig til að skila af sjer, í bkki lakara standi, en það tók við jteim í, að 20 árum liðnum, er einka leyfistími þess var útrunninti. Þá var einnig hin ósæmilega framkoma sumra kaupmanna, við landsfólkið. — Er Ara Guðmundssyni kaup- hianni í „Hólminum“, þýðingar- mesta verslunarstað landsins; lýst íi þá leið, að hann hafi verið, hroka fullur, uppstökkur og ófyrirleitinn, og hafi litið á íslendinga með stök- 'ustu fyrirlitningu. Óþjáll þótti hann í viðskiftum, og ljek menn ein att hart og beitti hinu nær ótak- markaða valdi sínu, á níðingsleg- asta hátt. Varð verslunin landsmönnum, því brátt hin örðugasta. Ýrði of langt, mál og einhliða, að rekja þann raunaferil, nokkuð að ráði, en sam bengisins vegna, er þó ekki unt að ganga alveg fram hjá þeim málum. Sem sýnishorn af verslunar-á- standinu, má greina frá því, að ár- ið 1768, hat'ði verslunarfjelagið, keypt kornbyrgðir, sem senda átti til Islands. Skoðunarmenn stjórnar innar, komust að þeirri niðurstöðu, að um 2 þús. tunnur af mjölvöru þessari, væri ónýt vará, og 200 tunnur að auki svo illa malaðar, oð þeii* lögðu blátt bann við því að varan væri flutt til Islands. Skeytti fjelagið því þó ekki, og sendi m.jöl- ið samt. Er kaupskipin komu hing- að til landsins, skoðuðu sýslumenn. Varninginn, og leist að vonum ekki á blikuna; hafði mjölið versnað á SJOTTA GREIN. bi'.'lá uM\'t við „Almenna Verslunarfjelagið ’ Eítir S.K. Steindórs leiðinni, og var úldið, myglað og maðkað, og tö.ldu þeir með rjettu, þennan óþverra hættulegan heilsu og lífi manna. Enda játuðu kaup- menn sjálfir, að þeir vildu ekki einu sinni gefa skepnum sínum þennan óþverra, en samt reyndu |»eir að neyða þessu upp á fólk, við fullu verði. Enginn vafi leikur á því, að h.jer Var um „ásetningssynd“ að ræða, hjá kaupmönnum, því að í all-mörg um mjöltunnunum var þannig getig 3ð frá, að óskeint mjöl var til beggja enda, en mestur hluti inni- þaldsins, var maðkahrúga og mvglu skán. — Stóð Skúli íyrir því stór- mæli, að mestum hluta af þessum óþverra var fleygt í sjóinn. Ekki geðjaðist stjórnarherrunum vel að þessu framferði verslunar- fjelagsins, og var höfðað sakamál Igegn því. lllaut fjelagið þó eftir atvikum, mjög vægan dóm, var því igert að greiða 4400 ríkisdali, í skaðabætur, fyrir sviksemina, ett með þessari smáræðis sektarupp- hæð var stofnaður svo kallaður „ja rðabótasjóður* ‘. Og skyldu verðlaun veitt úr sjóðnum, fyrir óvenju-mikinn dugn að í búnaðarframkvæmdum. —. Kom fjelagið s.jer með athæfi þessu, út lir luisi h.já konungi og stjórn. Var þess heldur ekki langt að bíða, að það yrði svift, verslun- arrjettindum sínum h.jer ó landi. Um annan þann varning, sem íjelagið ljet flytja hingað til lands, pótti mjög líkt ástatt um. Jafnvel brennivínið var svo svikið, að rnenn gótu vart notið þeirrar „ó- fix. tbnxasb niSBXB I •!- ÍIT’ÍZSÍUJld gæfu gleði“ eins og Eggert Olafs- Son orðaði það, að verða ölvaðir. Járnið var óhæft til að stníða úr jj»ví og trjáviðurinn var svo gallað- ttr, að algengt var að sjávarbænd- Ur, urðu að leggja upp bátum sín- úm, ef árar brotnuðu, því að ekki fjekst nothæfur viður í aðrar í staðinn. Sama máli gengdi um am- boð til heyskaparvinnu. Er til skýsla utn það efni, frá Guðmundi Runólfssyni á Setbergi, sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og sýnir viðskipti bónda nokkurs við tllafnarfjarðarkaupmann. Ekki kyn okaði Guðmundur sjer samt við, að gerast málaflutningsmaður verslun arfjelagsins síðar. — En ef menir íengu keypta nothæfa spítu, urðu þeir þá einnig unt leið a§ kaupa svo og svo tnikið af fúarröftum. Vefnaðarvaran sem f.jekkst, var að1 mestu leyti framleidd í vefsmiðj- itm „Innrjettinganna", og lagði Ari forstjóri hina mestu áherslu á, að framleiðslan þar væri setn óvönd- uðust og óhentugust, En ef við- skiptamenn kvörtuðu undan vör- uuni, stóð ekki á svari hjá Ara: — „Þetta er íslenskur iðnaður! Þarna sjáið þið“. — Var þannig flest á pömu bókina lært. Ef einhver misbrestur varð á um firferði, var æfinlega meiri og minni útannfellir af hungurorsökum. Voru þeir þó að sjálfsögðu miklu fleiri, sem dóu af margskonar af- Jeiðingutn skortsins. Kom það eink- um fram í óeðlilegum mildum barna dauða, enda fór landsfólkinu sífækk- andi á þessu tímabili. Virtist ekki þurfa uiikillar spádómsgáfu við, til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.