Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 12
614 LESBOK MORGUNBLAÐSINS w EINU SINNI í sumar kom jeg til Oxford og dvaldi þar í nokkra daga á heimili Eiríks Benediktz, sendisveitarritara við sendiráð Ís- lands í London og frú Margrjetar Itonu hans. Heima hjá þeim hjón- um hitti jeg G. Turville-Petre, sem eitt sinn var sendikennari hjer við iiáskólann. Mr. Turville-Petre er nú kennari í íslenskum fræðum við Oxford há- skóla og hefir verið það um skeið. Hann er Englendingur í húð og hár en íalar íslensku svo vel og rjett að erlends hreims verður trauðla vart í tali hans. Mjer þótti áhugi þessa Englendings fyrir íslenskum fræðum svo mikill og sjerstæður að vért sje að greina nokkuð gerr frá störfum hans og högum öllum. 'Turvílfé-Petre kom til íslands í fyrsta skipti árið 1928. Hann hafðí'þá lært dálítið í íslensku af sjálfum sjer. En hann kom hingað til þess að læra til hlítar mál þeirra Enor'ra og Brennu-Njáls. Dvaldi hann' þa í Reykjavík og á Laugar- vatni’. Árið eftir kom hann aftur til Islands og stundaði nú íslensku námið hjá Þorbergi Þórðarsyni. Síðan fór hann aftur til Englands og lauk B. A. prófi í ensku. Eftir það kom hann árlega til Islands íram til ársins 1936, er hann settist hjer að sein sendikennari í ensku við Háskóla Islands. Dvaldist síð- an hjer til haustsins 1938, er hann fór til Finnlands, þar sem hann var lektor í ensku við háskólann í Hels ingfors í eitt ár. G. Turville-Petre ..«4. Ilann hefir nú verið í 4 ár aðal- kennarinn í íslenskum fræðum við háskólann í Oxford. • Jeg spurði hann, hversu marga nemendur hann hefði þar nú í ís- lensku. Hann hefði átta nemendur, sagði hann. Þar af voru 7 stúlkur. Nú, hefir kvenfólk meiri áhuga fyr ir íslenskunni en karlmenn? Nei, því var ekki þannig varið. Karl- mennirnir eru flestir í stríðinu og hafa ekki tíma til þess að stunda norrænunám á meðan. Hann kvað áhuga fyrir íslenskum fræðvfin í verulegum yexti. Nú er það einnig þannig, að hver sá, sem lærir ensku með málfræðinám sjerstaklega í huga verður að leggja all-mikla stund á íslensku. Það er bókstaf- lega óumflýjanleg nuðsyn. Fjöldi fólks verður að kynna sjer íslénsku af þessum sökum. Aðalléga eru lesn ar forníslenskár bókmentir. Mjer kemur í þessu sambandi i hug kunti ingi minu, sém jég kyntist í Gam- bridge, prófessor Williams. Hann bað mig einu sinni að lofa s.jer að sjá blað eða bók á nútíma íslensku. Hann langaði til þess að vita hvort hann skyldi nútímamál Islendinga. Islenskukenslan Herkilegt starf (í. Turville-Petre í Oxford Eftir Sigurð Bjarnason, alþm. Islendingasögurnar hafði hann all- ar lesið á íslensku og skilið sjer til gagns. Og svo sýndi jeg honurn ís- lenskt blað. Mikið varð gamli próf- essorinn glaður þegar hann sá blað ið. Nei, sjáið þið nú bara, þetta er svo að segja algjörlega sama málið, sagði hann, þegar hann hafði les- ið nokkrar línur. Hann skildi þetta nærri allt. Þetta var dásamlegt fanst honum. Og mjer fanst engint ástæða til þess að fara að ininn- ast á Wimmers stafsetninguna og annað því um líkt, sem undanfar- ið hefir borið töluvert á góma hjer heima í sambandi við stafsetningu fornbókmenta okkar. Turville-Petre sagði mjer að nú væri verið að auka íslensku kensl- una við Oxford háskóla að mun. Gerði hann ráð fyrir að nemend- um sínum mundi fjölga verulega er stríðinu væri lokið og jafnvægi koinið á. Turville-Petre var um skeið lekt- or í íslenskum fræðum við háskól- ann í Leeds. Þar er nú stærsta ís- lenska bókasafnið í Englandi. Eru þar bæði íslenskar nútíma bókment ir og fornbókmentir. Kjarni þessa bókasafns er bókasafn Boga Th. Melsted, sagnfræðings. En það lief- ir verið aukið meira en uni heltn- ing og er í stöðugijm vexti. Aðaláhugamaður um - íslensk fræði við Leeds háskóla er prófes- sor Bruce Dickins. Iíann hefir m. a. skrifað bækur um rúnir. Kona Turville-Petre, Joan, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.