Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 14
ClG ' ' ' " ~ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS " — Minning Skúla Fógeta Framh. af bls. 609 yrði feld niður. Að öðrum kosti haíði fjelagið í hótunum, með að segja versluninni lausri. En stjórn- inni fanst ekki frammistaða þess hafa verið á þann veg, að það verð skuldaði atikin fríðindi. Einnig hafði fjelagið farið fram á að nokkur hækkun yrði leyfð, á aðfluttri vöru. Ritaði Skúli í til- efni af því brjef til Thodal stift- amtmanns, og lagði eindregið gegn hækkun: --------„Engum er kunn- ugra en mjer um íslenska verslun- arhætti“, segir hann, enda hafi verslunarmálið verið aðalviðfangs- efni sitt í 50 ár. „Allt frá þeim tíma^ er mjer veittist sú „virðing“ og „ánægja!“, að vera búðarstrák- ur á Húsavík' ‘. Telur hann enn sem fyr, að einasta framfaraleiðin sje að íslendingar sjálfir eignist hlut- deild í versluninni. Um þessar mundir, var hinn á- gæti maðnr Jón Eiríksson, sem Skúli 'kallaði „blóm Islendinga", stöðugt að vaxa að áhrifum og em- bættisframa, þó að ekki sæktist hann sjálfur eftir því. Vítti hann framferði verslunarfjelagsins mjög þunglega, og lagði eindregið til, að gengið yrði að boði þess, um að hætta íslends-versluninni: „Þó ekki í þeim tilgangi að selja öðru fjelagi verslunina á leigu, heldur til þess að reyna að koma betra skipulagi á Islands-verslunina, og rýma sem mest um verslunarbönd- in“. Segir Jón. Þarf eigi að orðlengja um það, að „Almenna verslunarfjelagið" vav leyst frá samningi sínum, um Islands-verslun, en konuugsverslun kom að nýju, árið 1774. Áttu þeir Skúli og Jón Eiríksson happa- drýgstan þátt í því, að landsmenn losnuðu við- hina óhægu viðskipta- kjör verslunarfjelagsins. Breyting sú er varð á verslunar- högum þjóðarinnar, er konungs- verslunin hófst að nýju, var lands- mönnum harla kærkomin. Var nú mikil áhersla lögð á að nægar byrgðir af óskemdri vöru, væri flutt til landsins, enda heyrðu þau mál undir Jón Eirxksson. En svo fór sem fyr, að ekki þótti konurfgs verslunin gefa mikinn arð, og urðu þau málalok eftir miklar bollalegg- ingar og nefndaskipanir, að hún var lögð niður árið 1787. m Verslunin gefin frjáls. . Um þetta leyti, var ungur mað- ur, Eggerts barón, mjög „hækkandi stjarna“ í dönskum stjórnmálum. Var hann frá Holsetalandi, og vafa lítið af íslensku bergi brotinn aft- ur í ættir, því að börn Jón Eggerts sonar, lögmanns Hannessonar, hirð- stjóra, er settist að í Ilamborg, komust til mikilla mannvirðinga þar, og tóku sjer ættarnafnið „Eggerts“. Enginn vafi er á því, að þeir Skúli og Eggerts barón, Jiafa verið kunnugir, þar eð þeir ‘áttu svo mikla málefnalega sam- leið, og kynti Eggerts sjer af mikl- um dugnaði, allt það er hann komst yfir, um Island. Árið 1786 kom út eftir hann, fyrsta bindi af uiiklu ritverki, sem átti að verða, en mað- urinn var ærið önnum kafinn, svo að honum gafst ekki tóm til að láta framhaldið koma. Heitir ritið: „Physikalische und statistische Be- schreibung von lsland“. — „Eftir trúverðugum heimildum og síðustu frásögrrtn“. — Eggerts var maður frjálslyndur og einarður talsmað- ur fríverslunar, og þótti honum jafnvel Jón Eiríksson vera full var- færinn í þeim efnum. Enda ritaði Jiann svo uin einokunar verslun- ina: „Það mun óhætt að segja, að þeim, óvætti, einokunar-versluninni, hafi verið fórnað mörgum þúsuud- um manna, sem hungurmorða hafa órðið“. Var þessu mikla hugarefni Skúla því eigi lítill liðstyrkur að þessum áhugasama áhrifamanni. Mun Egg- crts að mestu hafa samið frí-versl- unar tilskipunina, frá 13. júní 1787. Upp lir þessu voru og leyfar „innrjettinganna“ seldar. Höfðu þær þrátt fyrir allt, reynst furðu lífseigar, veitt mörg hundruð manns atvinnu, frá því þær voru stofnsettar og rnyndað hinn fyrsta vísir Reykjavíkur-kaupstaðar. — Var með þessu loþið þeiin þætti sögu vorrar, sem einkum hafði mót- ast af einokunar áþjáninni í 185 löng ár. — Mun óhætt að fullyrða, að þær þjóðir eru ekki margar, sein prðið hafði að þola þyngri og raun- legri búsifjar en okkar kæra ís- lenska þjóð. Illýtur því að vekja undrun og aðdáun, að hún skuli saint, hafa getað varðveitt vænleik sinn og manndóm frá glötun. Enginn einn maður átti meiri þátt í lausn verslunarmálsins, en Bkúli fógeti; gerði þó gæfumun- inn, að ekki var tekið nægilega inikið tillit til röksemda hans og ályktana. — Mannsins, sem hafði gjörhugsað þessi mál og borið uppi meigin þunga átakanna um ára- tuga bil. Búnaðar- og heimilishættir hjá Skúla. llingað til liefur einkum verið rætt úm afskifti Skúla fógeta, af iönaðar- og verslunarmálum lands- ins. Er þó margt annað um mann- inn að segja. — Er Skúli tók sjer búsetu í Viðey, var alt þar í stök- ustu niöurníðslu, eyjan hafði um langa hríð, verið notuð spm „sel“ frá kóngsgarðinum Bessastöðum', og .ekkert um það hirt þótt jörðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.