Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNRLAÐSINS 655 §ovétíyrirkomuIagi(i ein§ og það er Skýring blaðsins „New States- man and Nation“, á stjórnmála- stefnu Stalins, sýnir vel snilli þessara opinberu talsmanna Rúss- lands, þó að rökin sjeu þar að vísu glæsilegri og sveigjanlegri, en al- ment gerist. Rússa „vinurinn“ bef- ur sömu yfirburði yfir hinn rjett- trúaða sem hinn frjálslvndi mað- ur í trúarefnum yfir bókstafstrú- armanninn, en trúargrundvöllur annars er ekki hóti skynsamlegri en hins. VI. Þaö er meö öllu vonlaust að ætla sjer að brjóta á bak aftur varnir hins rjetttrúaða komm,únista, með því að leiða honum fyrir sjónir á hve heimskulegum grundvelli trú hans er reist. Þegar um rótgrona tyú er að ræða, er hið ósjálfráða viðnám gífurlegt gegn hverri þeirri árás er miðar að því að raska grundvelli trúarinnar. Viðnámið er skýrt með því að kommúnistinn hafni hinu „borgaralega hugar- fari“, þar sem það „samrýmist ekki stjettabaráttunni“. Sálgrein- ing er opinberlega bönnuð í Soviet- Rússlandi. Sálfræði kommúnista er reist á þeirri kenningu, að til sje „stjettavitund“, er sje í sam- j ræmi við stöðu einstaklingsins innan vébanda framleiðslunnar, en.að vísu hefir engum sálfræð- ing tekist að sanna þessa kenningu á nokkrum lifandi manni. Þannig er kenning sett fram og hún varin með annari kenningu, — um að ekki sje hægt að hrófla við henni. Þennan hugsanaferil • þekkja mætavel bæði sálsýkisfræðingar og þeir sem kunnugir eru kirkju- sögunni. 2. kafli. Trúin og staðreyndirnar. I. í kaflanum hjer á undan ræddi jeg um trúna á kommúnismann frá sálfræðilegu sjónarmiði. I þessum kafla mun jeg ræða um Soviet eins og það er í raun og veru. Hygst jeg að rannsaka til hlítar, eftir því, sem efni standa til, hvort Soviet-fyrirkomulagið sje sósialiskt (í rauninni eða að viðieitni) eða ekki. Við slíka rannsókn er nauðsyn- legt að gera sjer fulla grein fvrir ótal fyrirbrigðum sem til þess eru framkomin, að villa mönnum sýn. Er þar fyrst og fremst að geta hins gífurlega áróðurs er beinist að einhverju einstöku eini t. d. heimskautaleiðangri, flugi um há- loftin eða byggingu neðanjarðar- járnbrautarinnar í Moskvu, sem í raun ög veru snertir á engan hátt spurnmguna um sosialisma, en veiair hjd mönnum þá hugmvnd að svo sje. Hið síðasta af þessum áróðurs-áhlaupum, mætti í stuttu máli orða svo: 1. Rússneka þjóðin, og þá eink- um verjendur Stalingrad, sigruðu Þjóðverja, af því að þeir „vissu fyrir hverju þeir voru að berjast". Sigrar Rússa sanna ágæti Stalinism- ans (stjórnmálakerfi Stal- ins). Ef þessi sjerstæðu rök revnast of veigalítil til þess að þola al- varlega rannsókn, þá er gripið til annara ráða, — en þau eru: 2. Staöreyndir eru dulbúnar, eÖa þeim algerlega neitaö (en þó stundum viðurkendar síðar meir), svo sem hungursneyð- in 1932—1933. 3. Kenningin um hinn innri (esoteriska) og hinn ytri (exoteriska)^ sannleika. Þ. e. opinberar tilkynningar, sem eru of fáránlegar fyrir vest- rænan hugsunarhátt, en rjett- lættar með því að þær sieu eingöngu ætlaðar til notkun- ar heima fyrir og þá vitnað til þess á hve lágu menning- arstigi rússnesk alþýða standi. Dæmi um þetta er þeg- ar tilkynt var að Zinoviev væri flugumaður bresku leyni- ' þjónustunnar. 4. Greinarmunur geröur á mark- miöi og leiöum sósíalista. Allar ráðstafanir Soviet- stjórnarinnar sem ganga í afturhaldsátt, eru með því rjettlættar, að þær sjeu að- eins ráðstafanir til bráða- birgða, til þess gerðar að ná tilætluðum árangri, t. d. dauðarefsing við verkföllum. 5. Kenningin um aö tilgangur- inn helgi meöaliö. Aðferðir, sem fordæmdar eru ef þeim er beitt af auðvaldsríkjum, verða af sjálfu sjer lofsverð- ar, ef þeim er beitt í þágu Soviet-Rússlands. T. d. vin- áttusamningur Stalins og Hitlers. 6. Kenningin um hinn óhaggan- lega grundvöll. Þetta eru víð- . tækustu falsrök þeirra, sem ■ verja Soviet-fyrirkomu'agið og sú taug er bindur sjertrú- armennina, svo sem Trotsky- sinna, Sosialista og vinveitta gagnrýnendur við Soviet-fyr- irkomulagið sem trúaratriði. Þverbrestir, mistök, jafnvel glæpir rússneska skrifstofu- valdsins eru viðurkendir, en borið er fram til málsbóta, að þetta sjeu aðeins yfir- borðseinkenni, sem engin áhrif hafi á innsta eðli Soviet- sambandsins, sem reist sje á framförum og hafi trygt vel-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.