Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 657 ^ 'stfSUÉtM llaráttHliugiir liermanna engiii söi■■■■■■■ ein af þeim og venjulega ekki hin veigamesta. Menn hafa barist og látið líf sitt með jafnmiklum eld- móði fyrir heimskulegt málefni sem gáfulegt, fyrir mál sem leiða til afturhalds, engu síður en fram- iaramál, fyrir málefni, sem að engu snerta hag þeirra, eða eru jafnvel gagnstæð einkahagsmun- um þeirra. Venjulegir einkahagsmunir, hvort sem þeir eru fjárhagslegir eða þjóðfjelagslegir skifta ergu máli með þjóðum sem í ófriði eiga, nema frumstæðar hirðingjaþjóðir sjeu (barátta um beitilönd) eða, ef um menningarríki er að r;eða, að þar geysi borgarastyrjöld Annars er sambandið milli hinna raunverulegu eiginhags- muna hermannsins og þess mál- efnis, er hann telur sig berjast fyrir slungið ótal þáttum og fer eftir því hversu tilfinningulífi hans er háttað. Og svo kynlega eru þessir þættir slungnir að menn berjast stundum fyrir þvj, að viðhalda sinni eigin þrælkun. Er því með öllu rangt að álykta, að baráttukjarkur hermannsins sanni ágæti þess málefnis, er hann berst fyrir. Eitt veigamesta tilfinningaat- riðið er útlendingahatrið, ekki ein- ungis eins og það lýsti sjer í óvild hinna frumstæðu ættflokka hverra til annara, heldur einnig eins og það kemur fram í þjóðernishreyf- ingum vorra tíma. Einnig þetta atriði á ekkert skylt við hina raun- verulegu eiginhagsmuni. Þannig greip hinn sósialistiski verkalyður í Varsjá til vopna gegn rússneska byltingarhernum árið 1920 og þannig risu Arabarnir í Palestínu með vopn í hendi gegn því að Gyðingum væri hleypt inn í land- ið, þó að þeir hefðu af því geisi- mikinn fjárhagslegan hagnað. Hvarvetna þar sem árekstrar hafa orðið í þessari styrjöld milli bjóð- ernistilfinningar og þjóðskipulags- hugmynda manna, hefur þjóðern- istilfinningin borið hærra hlut. Einræðisríkið Grikkland barðist undir forustu Metaxas, gegn inn- rás ítalskra fasista. Lýðræðisrík- ið Bretland vingaðist við einræð- isríkið Spán. Japan með ljens- skipan sinni varð sátt að kalla við Rússland bolsevismans. Með öðrum orðum — enda þótt allir þessir pólitísku ,,is.mar“ hefðu aldrei verið til, þá hefðu ófriðarþjóðirnar skipast í flokka á sama hátt. Bak við vígorð hug- sjónanna var kjarninn æ hinn sami, sem sje styrjöld þjóða á milli eingöngu vegna hagsmuna þeirra, annaðhvort til landvinn- inga eða til að verjast innrás, og með öllum þeim eldmóði, sem þjóð- erniskendinni framast fylgir. Frá sjónarmiði Vinstri flokk- anna var þessi ófriður fyrst og fremst ófriður gegn öflugasta fas- istaríki heimsins ogvþví þess verð- ur að út í hann væri lagt, en rík- isstjórnir bandamanna og mikill meirihluti ópólitískra manna börð- ust hvorki með nje móti neinurn „isma“, heídur fyrir tilveru þjóð- ar sinnar og menningararfi lið- innar aldar. Þegar þessu er haldið fram við kommúnista játa þeir að vísu að þetta sje rjett, að því er auðvalds- ríkin snertir. En um Rússland sje öðru máli að gegna. En hvað bend- ir til þess, að hjer beri að greina á milli? Jafnvel þótt rússneski her- inn berðist undir alþjóðlegum víg- orðum, mundi orka tvímælis, hvorf það er máttur þessara orða, er knýr þá til hinnar ótrauðu baráttu eða hin frumstæða ósk um að reka illvígan innrásarher af höndum sjer. En nú vill svo til að hin opin- beru vígorð Rússa hafa ekki leng- ur á sjer yfirskin hugsjónanna, heldur hafa þau horfið aftur til sinnar gömlu merkingar, er þau höfðu fyrir byltinguna. Nýr þjóð- söngur hefir komið í stað „Inter- nationalsins“, nýr hollustueiður til þjóðarinnar í stað eiðsins til rauðahersins, alt jafnræði innan hersins er afnumið, hlýðni við yf- irmenn er komið í stað byltingar- agans, hinir gömlu herforingjar keisaratímabilsins, sem barist höfðu gegn stjórnarbyltingunni frönsku hafa aftur verið gerðir að þjóðhetjum, og hin endurborna rússneska kirkja útdeilir aítur blessun Guðs. En um þessa þróun munum vjer ræða nánar síðar. Niðurstaðan af rökfærslum þeim, er falla undir fyrsta tölulið hjer að framan, verður því sú, að af hreysti þjóðar í hernaði verða engar ályktanir dregnar um það, hvort stjórn hennar eða stjórn- arfyrirkomulag er frjálslynt eða afturhaldskent, heldur er baráttu- hugurinn aðallega kominn undir tilfinningum og gömlum erfðahug- myndum, sem til þess eru fallnar að hvetja menn til dáða. Niðurstaðan verður ennfremur sú, að Soviet-stjórnin hefir hagað vígorðum sínum eftir þessum örv- andi erfðahugmyndum og gætt þess nákvæmlega að ganga fram- hjá þeim vígorðum, sem áður greindi Soviet frá auðvaldsríkjun- um. Ef því áðurnefnd röksemdar- færsla sannar nokkuð, þá sann- ar hún það, að rússneski hermað- urinn, sem alltaf hefir barist hraustlega fyrir guð og föðurland- ið og ríkisstjórn sína, heldur áfram að berjast hraustlega fyr- ir guð, föðurland og ríkisstjórn. Þetta útilokar þó ekki það, að Rússland sé þrátt fyrir alt sósial-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.