Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 24
674 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þuría að grípa til mestu 1934, 3. gr. (birt í Izvestia 9. júní 1934) er svohljóðandi: 3. Flýi hermaður eða strjúki til útlanda, skal þeim af skyldu- liði hans, sem fullorðnir eru, og hafa á einhvern hátt að- stoðað hann við undirbúning glæpsins eða til að fullkomna hann, eða hafa vitað um srlæp- inn og ekki gert yfirvöldun- ‘um aðvart, refsað með 5 til 10 ára fangelsi og eignir þeirra gerðar upptækar. Aðr- ir fullorðnir fjölskyldumenn svikarans, sem bjuggu hjá honum eða voru á hans veg- um er glæpurinn var fram- inn, skulu missa kosninga- rjett sinn og vera fluttir til 5 ára dvalar í fjarlægustu héruð Síberíu. Tilskipun þessi vekur aftur upp hinn frumstæða skilning á samá- byrgð fjölskyldunnar eða æltfl. (blóðsök). Frá því 1935 hefir það verið föst venja að flytja burt ættingja þeirra manna, sem dæmd- ir hafa verið til fangelsisvistar, og hefir þessi aðferð verið látin ná til allrar landráða- og byltingar- starfsemi, hvernig sem henni hef- ir verið farið — en til þessara af- brota má í raun og veru telja allar ávirðingar, svo sem stjórn- málalegan ágreining, skemdar- starfsemi og fjarvist frá vinnu. Einstaklingurinn verður því raun- verulega að líta á fjölskyldu 'sína sem nokkurskonar gisl fyrir hegð- an sinni. Þessvegna var það orð- in föst venja, að konur þeirra manna, er settir höfðu verið í fangelsi, flýttu sjer til hlutaðeig- andi yfirvalda til þess að fá skiln- að. Þessar ráðstafanir kvenpanna voru aðeins skoðaðar sem forms- atriði og hafði engin áhrif á sam- búð þeirra og eiginmanna þeirra. Krylenko dómsmálaþjóðfulltrúi komst þannig að orði í ræðu, er hann hjelt í sambandi við hin nýju lög um ofbeldisárásir á al- mannafrið og ríkisvald (terror)' (Izvestia, nr. 37. 12. febr. 1936): „Frjálslyndir og. tækifæris- sinnar líta svo á, að því öfl- ugra sem eitthvert ríki sje, því meira umburðarlyndi geti það sýnt andstæðingum sín- um. Nei! og aftur nei! Því öflugra sem ríkið er, því meira má það sín og því traustari eru þau bönd er tengja flokkinn og ríkis- stjórnina hinum stritandi fjölda og því meiri er reiði okkar og andstygð á þeim, sem reyna að hindra okkur í starfi okkar við að byggja upp hið sócialistiska ríki og því rjettmætara er það, að við grípum til hinna harðvítug- ustu ráðstafana gegn þeim“. Þegar hér er komið sögu hafa allar nfeginreglur sósíal- ismans verið feldar burt úr rússneskri löggjöf. Hin nýja kenslubók í lögum tók aftur upp orðið „refsing“ í stað þjóðfélags- verndar. Og það var opinberlega viðurkent að tilgangurinn með refsilöggjöfinni væri hefnd og ógn- un og að vekja ótta manna fyrir refsingunum. Fórnarlömb „hreins- unarinnar", sem áður getur, — háa sem lága, — þótti nú ekki ráðlegt að kalla „vandræðamenn þjóðfjelagsins" heldur „óða hunda, rottur, hýenur, óþverra og af- hrak,“ — því að, ef kenning Marx’s var rétt, að umhverfið gæti gert mann að glæpamanni, — hlaut sú spurning að vakna, hverskonar ógnar umhverfi það væri, sem hefði getað breytt öllum hinum gömlu, góðu bolsevikkaleiðtogum í landráðamenn og óða hunda! Þetta var æði óþægileg spurning harðneskju og erfitt að svara henni. En henni skaut ósjálfrátt upp í huga hvers og- eins, sem braut heilann um kenningar Marx’s. Eina ráðið til þess að komast hjá þessari spurn- ingu, var að kollvarpa þeim meg- instoðum er sósialistisk hugsun hvíldi á. Stefna þessi hefir gagnsýrt alla hina nýju löggjöf Rússlands, hvort heldur hún varðar almenn mál eða einkamál, svo sem hjúskap, hjona- skilnað, kynferðismál, ferðalög, trúmál eða hernaðarmál. Mun ég víkja að nokkrum þessara atnða síðar. Bæði jafnaðarmenn og komm- únistar á meginlandinu, hafa bar- ist af eldmóði gegn lögum, sem refsa fyrir kynvillu og telja fóst- ureyðingu glæpsamlegt athæfi. Deilurnar um kynvillu eru svo gamalkunnar, að óþarft er að rifja þær upp hjer. En sje hún glæpur, þá hefði helmingur allra rithöf- unda, listmálara og hljómlistar- manna, alt frá Plato og Leonardo da Vinci til Proust, orðið að eyða ævi sinni í fangelsi. Að því er snertir fóstureyðingu, eru rök kommúnista í stuttu máli þessi: Hver sú kona, sem ekki vill eignast barn hefir að jafnaði við getnaðarvarnir. Ef kona hefir ákveðið að láta taka fóstur sitt, þá hljóta að liggja til þess veiga- miklar ástæður, annaðhvort fjár- hagslegar eða sálfræðilegar. Þegar þannig er ástatt, ér það æskilegra frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, að barnið, sem amast er við, fæðist ekki. Sé konan staðráðin í að losna við fóstur sitt, reynir hún það, án þess að skeyta hið minnsta um fyrirmæli laganna. Á tímum Weimar-lýðveldisins þýska, var meðaltala þeirra kvenna, er nutu sjúkrahúsvistar vegna ólöglegra fóstureyðinga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.