Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 2
158 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ist til bifreiða Gestapo eða þýskra járnhæla á götum eða í húsagöng- um, og jeg þekki hina nístandi ángist yfir óvissunni. Þetta sama hafa þúsundir manna lifað, eins og jeg. En í dag er það gleymt. Flest- ir sluppu með óskemdar taugar, þótt stöku menn þyldu ekki á- reynlsuna. Þjóðin er hughraust, þróttmeiri en hún var fyrir stvrj- öldina. Viljaþrótturinn hjelt þjóð- inni uppi og hann bilaði aldrei. Hann er ákveðnari og ósveigjan- legri en nokkru sinni fyrr. Svo er sagt, að menn þurfi sterk bein, til að þola góða daga. En þau þurfa ekki síður að vera sterk^ til að þola hörmungar. Þetta vita ís- lendingar manna best frá reynslu sinni frá fyrri öldum, enda þótt þeir í dag lifi góðu lífi. Norska þjóðin leið sult í styrjöldinni. En jeg hef aldrei sjeð, að feitt holda- far væri vottur um fegurð eða þrótt. Einstöku menn, einkum gamalt fólk, þoldi ekki þrenging- arnar, en viljamáttur og meðfædd nægjusemi hjelt uppi baráttuhug þjóðarinnar. Skorturinn er úti og heilbrigð þjóð rís upp, vel vinnu- fær til að ryðja því burtu sem hrundi og byggja það upp, sem brann á styrjaldarárunum. En hvað um lyndiseinkunnir þjóðarinnar? Jeg man til þess, að oft staldraði jeg við í huganunrý á kyrlátum stundum og furðaði mig á hve undarlegt það væri, að alt andrúmsloftið í kring um mann var sem þrungið af allskonar kænskubrögðum. Allir vorum við altaf með það á bak við eyrað, hvaða ráð væri best, til þess að koma hinu eða þessu í fram- kvæmd. Og altaf var besta aðferð- in sú, að nota hin slungnustu brögð. Allir fengu kænskuna í blóðið, urðu hinir útsmognustu bragðarefir. Þúsund frábærar sög- ur eru sagðar um það, hvernig leik Hákon konungur. ið var á fjandmennina. í dag er þetta ekki að öllu leyti til góðs. Samt er rjett að taka eftir því, að samhliða þessu, sem styrjöldin gróðursetti í hug manna varð festa i áformum öllum, sjerkenni þjóð- arinnar. Bjargfastur vilji til þess að láta ckki bugast. Sameinuö þjóð meðal sundraðra. Þetta mundi ekki vera annað en faguryrði sem í veisluræðu, ef stað reyndir kæmu ekki í ljós, er menn virða þjóðina fyrir sjcr. Af ávöxt- unum skal trjeð þekkja. Hvað blas ir við, er menn virða fyrir sjer ýmsar þjóðir í dag? Geta þær ekki þolað friðina, eins vel og stríðið? Fljótt á litið getur það verið svo. Við nána aðgæslu hljóta menn að reka augun í ýmislegt ískyggi- legt í frjettunum sem berast úr öll um áttum utan úr heimi. Það er engu líkara en friðurinn hafi tvístrað því, sem styrjöldin sam- einaði. Það er skiljanlegt, að með friðinum hafi mörkin orðið greini- legri milli þjóðanna. En hinar dag- legu frjettir um innbyrðis ófrið meðal margra þjóða eru ískyggi- legar. Ósjálfrátt renna menn hug- anum til þeirra tíma, í sögu hinna fornu Rómverja, þegar plebeijarn ir lögðu upp frá Róm til að byggja sína eigin borg, af því að patricí- arnir vildu ekki gefa þeim þau rjettindi, sem þeir óskuðu. Þá sagði einn vitur maður söguna um lim- ina og kroppinn. Mergurinn máls- ins var þetta: Ef limirnir lifa ekki í sátt og samlyndi við höfuð sitt og maginn gerir uppreisn og verður afundinn, þá bitnar þetta á öllum manninum, dagar hans eru brátt taldir. Sama máli gegnir um þjóð- irnar. Plebeijarnir sneru við, og Róm efldist að auð og áliti. En lær- dómi þessum hefir heimurinn gleymt í dag. Norska þjóðin stendur óneitan- lcga sameinuð. Það er ekki frá Nor egi, sem heyrist í dag hin undar- legu tíðindi um innanlandsófrið. Þjóðin hefir gengið í harðan skóla í fimm ár. Hún hefir staðist prófið og ekki gleymt að læra skal af reynslunni. Hinir gömlu norsku konungar höfðu hirð um sig, bæði í styrjöld og á friðartímum. í dag stcndur öll norska þjóðin, hver maður á sínum vettvangi kringum konunginn og ætt hans. Ekki fyrst og fremst af skyldurækni, en af kærleika. Þessi afstaða þjóðarinn- ar hefir ómetanlega þýðingu, því að verk það, sem unnið er af góð- um hug er varanlegt. Ef þjóð á að geta lifað þá verður hún að hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.