Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 A leið til Möðrudals. þau nú norður á bóginn og hugsuðu ekkert til þess að komast ofan af jökl- inum fyr en þau væri komin fyrir Kringilsárrana. Höfðu þau fyrst stefnu á Kverkfjöll, en þegar þau þóttust komin nógu langt, snarbeygðu þau til austurs' og hittu á upptök Kverkár. Var þar sljett skora eða dæld í jökulbrúnina niður að ánni og ágætt að komast niður. Fóru þau beint niður í Kverká, sem var vatns- lítil og síðan upp á háls nokkurn, sem nær austan þ’á Hvannstóðsfjöll- um alla leið upp í jökul. Síðan var haldið niður með Kverká, og ekki langt þar til þau komu á graslendi. Var það rúst nokkur, ekki ósvipuð Útigönguþúfu í Maríutungum, og um 40 faðma að þvermáli. Þarna var kaf- gresi og geisi mikill puntur. Ekki var þessi góði grashagi í eyði. því að ]>ar höfðust við tvær útigöngukindur. fullorðin ær og veturgömul, báðar í alull. Þær hlupu út á sandinn og biðti þar meðan fólkið staldraði þarna við. En það var ekki lengur en á meðan hestarnir voru að taka úr sér sár- asta sultinn. Svo var enn haldið niður með Kverká, síðan að Fagradalsfjalli og meðfram því að sunnan yfir í Fagra- dal. Var þá orðið dimt, klukkan ‘-2 á lágnætti, og höfðu þau verið 17 klukkustundir á ferð. Voru nú hend- ur látnar standa ’fram úr ermum, tjöldum slegið í skyndi og matast. Uestunum var slept lausum. því að það er iit að hepta þreytta hésta og nú veitti þeim ekki aí að njóta hvíld- arinnar sem best. Fólkjð var l;ka hvíld'nni fegið og svaf vel uin nóttina. DAGINX eftir, sem vnr 12. ágúst, heldu þau þarna kyrru fyrir. Þurfti að járna nokkra hesta og dytta að ýmsu. sem úr lagi hafði gengið. Fúr dagurinn að mestu í þetta, og að leita að vaði á Kreppu. Fundu þeir það ckki fyr en langt fyrir innan Fagra- dalsfjall. En yfir Kreppu ætluðu þau þó ekki í þetta sinn, því að nú var förinni heitir til Möðrudals á Fjalli. Voru þau oiðin uppiskroppa að nesti, og 5 seinustu brauðunuiri urðu þau að fleygja vegna þess hvað þau voru orðin' mygluð. Enn fremur vantaði þau orf og Ijá, hrífu og poka, til þess að heyja og hafa undir fóður handa hestunum áður en lagt væri á Odáða- hraun. Xú var haldið áleiðis til MöðrudaJs, fyrst fram hjá Alftadal og síðan langa leið niður í Arnardal. Þar er melgresi og sandtaða, kjarngott land, og þar íáta Jökuldælingar hesta sína ganga fram eftir vetri. Hafa þeir oft komist í hann krajijian við að ná þeim aftur i hörkufrosti og stórhríðum s'em oft er á Möðrudalsöræfum. Þarna komu þau að læk og var þá eins og hestarnir hefði ekki sjeð vatn í marga sólar- hringa, svo gráðugir voru þeir að drekka. ðíá vera að það, sem þeir ljetu í sig í FagradaJ, Iia.fi ekki verið kjarnminna og álíka þorstlátt og hin fræga Vogsósataða. t MÖÐRUDAL náðu þau klukkan 8 um kvöldið og var þar tekið forkunn- ar vel. Jón bóndi Stefánsson er höfð- ingi heim að sækja, gestrisinn, kátur og skrafhreyfim^ og kann á mörgu skil. Tjaldstsaður í Fagradal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.