Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 3
♦***W'*JBqp LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 en með þessu móti var ekki von að brjefin kæmust fljótt til skila, i Ó’i P. Finsen póstmeistari ljest í Kaupmannahðfn 2, mars 1807, en iík hans var flutt heim og greftrað hjer. Tók þá Hannes Ó. Magnússon við póstmeistaraembættinu um hríð, en Sigurður Briem tók við því 1. ágúst 1897. Um það leyti varð mikill vöxtur á pósti og póstsamgöngum. Þá byrj- uðu strandferðabátarnir siglingar og aðrar skipaferöir jukust að mun. — Varð honum þegar Ijóst, að pósthús- ið var alt of lítið, og segir hann þetta til marks um það, hvernig afgreiðslan gekk: „Seinasti Norðanpóstur, sem af- greiddur var áður en jeg tók við, kom með koffortahesta sína snemma dags, daginn sem hann átti að leggja á siað, cn nóttin hafði ekki enst til að undir- búa afgreiðslu á honum. Hann mátti því bíða með hesta sína allan daginn og gat loks lagt á stað um kvöldið þegar komið var fram undir mið- nætti.“ Það var þvi sýnilegt að póstaf- greiðslan þurfti að fá stærra húsnæði. Fekk póstmeistari þá helst augastað á barnaskólanum. Skóli þessi hafði verið bygður úr steini árið 1882, en var nú orðinn alt of lítill. Bæjarstjórn hafði því ráðist í að byggja Miðbæjar- skólann og var hann hafður úr timbri „þvi að cnn voru jarðskjálítarnir hatístið 1806 ráðandi mönnum í bæj- arst jórn í of fersku minni til þess að þcir tcidi hættandi á aö byggja stcin- hús handa skólar.um". Miðbæjarskól- inn var vígður og tekinn til afnota 1. október 1898, og stóð þá gamli skól- ir.n auður. Þegar póstmeistari koin með tillögu um það að ríkið keypti gamla barna- skólann til þess að gera hann að póst- húsi, vildi Alþingi leggja fram 26 þús. kr. til kaupanna, en bærinn vildi fá 28 þús. kr. fyrir húsið. Stóð nú alt fast, þangað til póstmeistari keypti húsið sjálfur; þá felst' landshöfðingi á að láta landsjóð ganga inn í kaupin, þótt 2000 ki’ónum munaði á kaup- verði. Þannig vildi það til, að póststofan var flutt úr „Finsenshúsi", þar sem h' n hafði verið í í’úman aldarfjórð- ung og fekk nýjan samastað í gamla barnaskólanum, þar sem nú er lög- reglustöðin. 4ÁRIÐ 1902 keypti Tlior Jensen gamla pósthúsið. Hann rak þá verslun í Godthaab, sem stóð á horni Póst- hússtrætis og Austurstrætis, þar sem nú er Reykjavíkur Apotek. Þarna bjó Thor Jensen fram til 1908, að hann hafði reist hið mikla og fagra hús við Fríkirkjuveg og fluttist þangað. — í gamla pósthúrinu fæddust nokkur börn hans, þar á rr.eðal Thor Thors sendihcrra, svo að tveir af núverandi sendiherrum íslands eru fædd;r í þessu húsi. Seinna eignaðist Carl Olsen stór- kaupmaður húsið og bjó þar í nokkur ár. í brunanum mikla í Reykjavík í apríl 1915 brann Godthaab, en það tókst að verja gamla pósthúsið. Fram til ársins 1916 hafði Morgun- blaðið haft skrifstofu sína í Isafoldar- prentsmiðju, en nú átti að stækka setjarasalinn þar og varð blaðið því að vera sjer úti um annan samastað. Þá vildi svo til að það fekk skrifstofu í gamla póshúsinu og afgreiðslu í nokkrum hluta gömlu póststofunnar, en í útibyggingunni, þar sern póstaf- greiðslan hafði áður verið, rak Hjálm ar Gudmundsen kaupmaður þá versl- un. — Það mun hafa verið Vilhjálmi Fin- sen, ritstjóra Morgunblaðsins, hið mesta ánægjueíni að blaðið íekk inni í þessu húsi. Þarna var hann fæddur og þarna hafði hann átt heima sín æsku- og þroskaár. Honum mun hafa fundist hann vera kominn heim til sín aftur, þegar hann sat við skrifborð sitt í stofu foreldra sinna. En ekki átti það fyrir Morgunblaðinu að liggja að ílendast þarna. Það fór hjer eins og með póstinn áður, að afgreiðslurúnx var alt of lítið, og eftir árið varð blað- ið fara þaðan og fluttist þá í Lækjar- götu 2. Þegar farið var að tala um það að koma upp í Reykjavík veglegu gisti- húsi fyrir Alþingishátíðina, var lóðin sem garnla pósthúsið stóð á, talinn ákjósanlegasti staður fyrir það. — Gamla pósthúsið var nú selt til niður- rifs og keypti Jón Kristjánsson nudd- læknir það. Var það nú rifið, en bygt upp að nýju suður í Skerjafirði, við Reykjavíkurveg. Nokkrar breytingar 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.