Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 289 LÍTIL ÞÚFA VELTIR ÞUNGU HLASSI UPPHAF þessarar sögu er í borg- inni Cleveland í Bandaríkjunum. Þar er gaLa, sem heitir Gates Avenue. Um liverfis hana voru snotur hverfi, bar sem menn hirtu vel garða sína og hús. En Gates Avenue var í niðurníðslu. Það var moldargata, þar voru engin ljósker, þar var engin vatnsleiðsla. og konurnar heltu öllu skolpi í götu- rennurnar. Húsin voru ómáluð og fá- tækleg, enda hjó þarna fátækt fólk. Allar girðingar voru hrörlegar og all- ir húsagarðar í megnustu vanhirðu og fullir af allskonar rusli. Þetta var vorið 1909. Skamt frá Gates Avenue var barnaskóli. Flestar litlu stúlkurnar í skólanum höfðu fengið ný sumarföt, nema lítil stúlka frá Gates Avenue. Hún var enn í sama kjólnum, sem hún hafði verið í allan veturinn, og hann var orðinn mjög kámugur. Sjálf var hún altaf óhrein og ókembd. Annars var hún efnilegasta barn, næm og námfús og siðprúð í allri hegðun. Kenslukonuna tók það sárt að hún ein allra barnanna skyldi vera svo illa útlítandi. Hún sagði því einu sinni Við litlu stúlkuna. „Viltu nú ekki gera það fyrir mig að þvo þjer, áður en þú kemur í skól ann í fyrramálið?“ Næsta morgun kom litla stúlkan þvegin og greidd og var nær óþekkj- anleg. En hún var í sama óþriftoga kjólnum. ,,3iddu mömmu þína að þvo kjól- inn þinn,“ sagði kennarinn. Daginn eftir kom telpan í kjólnum óþvegnum. Móðir hennar hlýtur að vera trassi og sóði, hugsaði kenslu- konan. Hún keypti því bláan sumar- kjól og gaf hann litlu telpunni. Hún varð heldur en ekki fegin að bafa kjólaskiftí, og hljóp heim yfirkomin af fögnuði. Daginn eftir sagði hún við kenslukonuna: „Mamma fell í stafi þegar hún sá mig. Pabbi var ekki heima, en bíddu við, hann fær að sjá mig í kvöld.“ Þegar faðir hennar sá hana varð hann mjög undrandi, og hann komst nú að þeirri niðurstöðu í fyrsta sinn á ævinni, að hann ætti mjög laglega dóttur. En honum brá nærri því eins mikið þegar hann sá að hvítur dúkur var á borðinu. Fjölskyldan hafði al- drei setið við dúkað borð áður. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði hann. „Það þýðir að við verðum að gæta meira þrifnaðar framvegis, vegna hennar dóttur okkar,“ sagði konan. Að máltíð lokinni f#r konan að þvo gólfið. Bóndi hennar horfði á hana nokjira stund, öldungis forviða. En svo fór hann út í húsagarðinn og tók að lagfæra girðinguna, sem var öll úr sjer gengin. Daginn eftir hjálpuðust þau öll að því að hreinsa alt rusl úr garðinum og svo stakk bóndinn hann upp. Nágranni þeirra tók eftir þessu, og eftir fáa daga var hann byrjaður að mála húsið sitt. Það hafði ekki verið málað í tíu ár. Sóknarpresturinn, T. Alfred Flem- ming gekk þar fram hjá. Hann sá þessa tvo menn, sem voru að snvrta til í kring um sig. Hann tók eftir því að engin vatnsleiðsla var í götunni, Honum var það enn í fersku minni er 173 börn fórust árið áður, þegar Coll- inwood barnaskólinn brann. Hvernig færi ef eldur kæmi upp í þessu hverfi7 „íbúarnir hjer eru svo duglegir, að þeir verðskulda að þeim sje hjálpað," hugsaði hann með sjálfum sjer. Hann fór til borgarstjórnarinnar og fekk hana til að leggja vatnsæð um Gates Avenue og malbika hana. Ennfremur að setja þar götuljós. — Síðan fekk hann yfirvöldin í lið við sig til að þröngva húseigendum að gera við húsin. Gatan breytti algjörlega um svip. Og um leið fór fólkið að ganga betur til fara. Það fór jafnvel að sækja kirkju. Sex mánuðum eftir að litla stúlkan fekk bláa kjólinn, var Gates Avenue orðin fallegasta gata, heimilin við- kunnanleg og fólkið gjörbreytt. Og fregnir um þetta bárust til annara borga. Meðal þeirra, sem söguna heyrðu var J. Conway björgunarsveitar for- stjóri í Cincinnati. Árum saman hafði hann reynt að draga úr eldsvoða- hættu í borginni, en lítið orðið ágengt. Nú sá hann að besta ráðið til þess var að þrífa til í borginni og gera hana um leið að einhverri heilnæmustu borg meginlandsins. Og árið 1913 var hafist handa um hreinsun borgarinn- ar. Skólabörn voru fengin til þess,, fullorðnir hjálpuðu til og ýmis fjelög. Þetta þótti svo góð hugmynd að hún festi víða rætur. Miljónir af flug- ritum voru sendar út um alt til að glæða áhuga manna fyrir henni. Til- gangurinn var tvenns konar, að fegra borgirnar og draga úr brunahættu. Margar borgir ákváðu hjá sjer sjer-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.