Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f — 351 Ungur furuskógur í Maalselvdal í Norður-Noregi. leika þess hjer. Sækja verður fræ til Cooksfjarðar eða nágrennis hans og hefur það verið gert þótt í litlum stíl sje enn. Hvítgrenið er miklu seinvaxn- ara en sitkagrenið að öðru jöfnu, en þar sem þurrt er, stendur það því á sporði. Viður þess er líkur rauðgreni- við. Auk framangreindra tegunda vaxa nokkrar aðrar á þessum slóðum, en þeim mun sleppt að sinni. í Norður- Noregi vaxa aðeins tvær tegundir barr viða, sem nú skal greint frá. Skógarfuran (Pinus silvestris) vex alveg norður að Tromsö, sem er ná- lægt 70. breiddarstigi. Vex hún bæði út við sjó og upp til dala. Er allmikill munur á veðurfari við strendurnar og í dölunum. — Enda er líka svo mikill munur á vaxtalagi furunnar við sjóinn og í dölunum, að nærri liggur að telja megi þetta tvær tegundir. Strandfuran er stórgreinótt og myndar því kvistóttan við, en meg- inlandsfuran er með grönnum grein- um, sém falla fljótt, og er viður henn- ar mikið betri. Furan nær 15—25 m. hæð á þessum slóðum og er hrað- vaxta framan af æfinni. Við furunnar þarf ekki að lýsa. Hann er annar aðal- viðurinn, sem notaður er hjer á landi til smíða. Rauðgreni (Picea abies) vex alveg norður undir heimskautsbaug, en þar hefur útbreiðsla þess stöðvast við Salt fjall, sem er bæði hátt og breitt. Yfir það hafa fræ grenisins ekki komist með eðlilegu móti, enda er tiltölulega stutt síðan að grenið hóf göngu sína inn í Noreg. En fræi frá nyrstu mörk- um gjenisins hefur verið sáð víðs vegar um Troms fylki með þeim árangri, að víða vex grenið hraðar en furan, einkum í strandhjeruðunum. Á eynni Ulö, sem er utarlega í Lyngen- firði nálægt 70. breiddarstigi, eru greniskógar, sem vaxið hafa upp af fræi úr Ranafirði. Elstu trjen eru 24 ára og hafa þau hæstu náð um 6 m. hæð. Bæði af þessu dæmi og fjölda annara draga Norðmenn þá ályktun, að rauðgrenið hafi meiri hæfileika en furan til þess *að laga sig eftir mis- munandi kjörum. Ætti því að vora unnt að rækta hjer rauðgreni úr Rana firði engu síður en norska skógar- furu. Greni það, sem hingað til heiur fluttst til landsins, er ættað frá stöð- um langt sunnan Ranaf jarðar og þarf því engan að undra, þótt misjafnlega hafi tekist með ræktun þess. Er því furðanlegra, að á Hallormsstað hefur rauðgreni náð all góðum þroska og meira að segja borið þroskað fræ. Síberiskt lerki (Larix sibirica) vex að vísu hvergi í Noregi nema þar, sem því hefur verið plantað. Vaxtarmörk þess vestur á bógin eru við Hvítahaf í Rússlandi. í Troms fylki hefur það verið gróðursett á nokkrum stöðum í Ma&lselvdalnum og víðar. Hefur það alls staðar náð miklum og góðum þroska, þar sem það hefur ekki verið sett of nærri snjó, eða þar sém úrkoma er mjög mikil. Er þetta svipað reynslu okkar hjer á landi, að lerkið getur náð mjög góðum vexti, þar sem úrkoman er um eða undir 600 m.m. árlega. — Reynsla Norðmanna og okkar eigin reynsla sýnir, að hjer má rækta lerki- trje. Á Hallormsstað eru um 6000 lerkitrje, sem gróðursett voru 1937— 1939 sunnan við Atlavík. Eru þau vaxin Upp af fræi frá Archangelsk. Trjen hafa náð 3—5 m. hæð á þessum fáu árum og er sá vöxtur undraverð- ur. Viður lerkis er ágætur til hvers konar smíða og má nota hann til alls, sem greni og fura er notað í, auk margs annars. Lerkiviður er yfirleitt dýrari viður en greni og fura. Hjer hafa nú verið nefndar 8 teg- undir barrviða, sem allar mun unnt að rækta hjer á landi til nytja. Þarf ekki að f jölyrða um, hvílíkur fengur þjóð- inni væri að því, ekki síst þar sem töiu verða f jölbreytni er að ræða í viðavali. Enda kemur slíkt sjer vel, þar sem mjög mikill munur er á úrkomu sunn- an lands og norðan. Norðan lands og austan yrði að setja þær tegundir, sem þrífast við litla úrkomu, eins og lerki, hvítgreni og skógarfuru úr döl- um Noregs. Hinsvegar mun sitkagren- ið best fallið til gróðursetningar sunn- an lands og vestan, ásamt marþöllinni og strandfurunni, en fjallaþöllin og fjallaþinurinn ættu að geta vaxið um allt land.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.