Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 359 Maöur, sem var sveltur í tilraunaskyni, lýsir því hvernig það er að vera \ AÐFRAMKOMINN AF HUNGRI ÞEGAR jeg Ies fregnirnar um hungursneyðina í heiminum, þá minn- ist jeg þess allt af hvernig mjer leið einu sinni þegar jeg var aðfram kom- inn af hungri. Jeg hafði neitað því að ganga í herinn, en í þess stað gaf jeg mig fram, ásamt 35 öðrum, til þess að láta svelta mig í tilraunaskyni. Þetta var árið 1945 og tilraunin átti að standa í háift ár. Hún var fram- kvæmd í háskólanum í Minnesota, og tilgangurinn var sá að komast að því til fullnustu hver áhrif sultur hefði á menn. Vjer byrjuðum hinn 12. febrúar. — Matarskammturinn var svipaður og þar, sem hungursneyð er, kartöflur, rófur, kál, grautur, maccaroni og brauð. Það var. leiðinlegt fæði til lengdar. Einstaka sinnum fengum vjer hálfan bolla af mjólk eða þá of- urlítið að sætukvoðu. Sykurskammt- urinn var ein teskeið á dag. Jeg vóg 82 kíló — var um 10 kg. of þungur eftir stærð. Á meðan jeg var að losa.mig við þennan óhóflega þunga leið mjer vel, mjer fannst meira að segja að mjer liði betur en áður. En hinir máttu ekkert missa og þegar þeir fóru að leggja af urðu þeir önugir og uppstökkir og illt að lynda við þá. Einhverju sinni er vjer sátum að morgunverði ætlaði jeg að fleygja brjefi í körfu. Það fór utan hjá, svo að jeg stóð á fætur, beygði mig eftir því og fleygði því öðru sinni. Þá sagði einn: „Þú ræður ekki við þig fyrir fjöri, svo að þú verður að koma kröftunum í lóg“. Og svo horfðu þeir allir hatursaugum á mig. Þegar jeg hafði Ijest niður í 68 kíló, var jeg jafn önugur við alla, sem voru í fullu fjöri. Næst fengum vjer allir söínunaræði. Og það, sem vjer söfnuðum, var eitt- hvað í sambandi við matreiðslu. — Einn safnaði rafmagns steikarristum, aðrir söfnuðu matreiðslubókum og einn fór að kynna sjer frystiaðferðir. Mjer fannst þetta ósæmilegt, svo að jeg safnaði að mjer bókum um stjórn- mál, heimspeki og sögu. Jeg náði í eitthvað 30 bækur, en jeg las þær aldrei. Jeg safnaði þeim aðeins vegna þess að jeg hafði ómótstæðilega hvöt til þess að eiga eitthvað, hafa eitt- hvað undir höndum er gæti leitt hugs- un mína frá mat. Jeg fór með bæk- urnar eins og maurapúki, taldi þær hvað eftir annað, strauk þær með höndunum of þrýsti þeim að brjósti mjer. Eftir því sem hungrið varð sárara, eftir því urðum vjer uppstökkari og áttum ver með að stilla oss. Vjer átt- um í sífelldum þrætum og illindum og urðum óðir út af smámunum. Og ímyndaðir sjúkdómar háðu oss. Skinnið á fótleggjunum á mjer varð tilfinningarlaust. Mjer fannst eins og mörg lög af togleðri væri utan um leggina, en jeg átti ekkert bágt með að ganga. Jeg helt að þetta væri stórhættulegt. Á öðrum bólgnuðu knje og öklar, stundum þaut bólgan svo upp á hálftíma að liðamótin urðu þrefalt digrari en áður. Margir fellu í yfirlið. Allt, sem vjer höfðum haft áhuga fyrir, var eins og fokið út í veður og vind. Vjer nenntum engu. Og vjer nenntum ekki að hugsa. Vjer sátum inni í lesstofunni með fjölda af bók- um fyrir framan oss, en Ijetum oss dreyma Ijúfa drauma um þá gömlu góðu daga þegar vjer höfðum nóg að borða, nógan og góðan mat. Alltaf var oss kalt. Einn dag, þegar hitinn var 32 stig, fannst oss ekkert heitt. Og á hverri nóttu hafði jeg tvær hermannavoðir ofan á mjer. Smámunir, sem vjer hefðum ekki skeytt áður, urðu nú óþolandi. Heyrn- in skerptist alveg ótrúlega. Einn af f jelögum vorum var skrækróma, og nú fannst oss hann ætla að rífa þakið af húsinu og klögumálin gengu um það að hann væri sítalandi og vjer þyrftum að losna við hann. Eitt kvöld varð jeg óhemju reiður við Gerry, besta vin minn, út af engu. Sú saga sýnir best hvað vjer vorum orðnir vanstilltír. Jeg hafði ekki ljest eins ört og læknarnir vildu, og þess vegna hafði verið dreg- ið af brauðskammti mínum í bili. Jeg bjóst við því að það yrði bætt upp seinna. Svo var það þetta kvöld að jeg gekk inn í lesstofuna og ætlaði að reyna að lesa. Með vilja gekk jeg fram hjá töflunni, þar sem hinn dag- legi matarskammtur vor var skráður. Jeg sagði við sjálfan mig: „Þú skalt standast freistinguna núna að sjá hvort brauðinu hefur verið bætt við þig aftur. Þú getur sjeð það seinna“. í því kom Gerry og leit á töfluna. „Þú hefur fengið viðbót af brauði", kall- aði hann. Þá umhverfðist jeg af reiði og spurði hvern fjandann hann væri að fleipra með þetta, jeg hefði ósköp vel getað sjeð þetta sjálfur. Það liðu margir dagar áður en mjer rann reið- in. I Eftir tæpa þrjá mánuði vorum vjer hættir að hugsa um kvenfólk, og hættir að tala um það. Yfirleitt vildum vjer forðast fólk, sem var í fullu fjöri. Vjer vorum hálfdauðir og þegar vjer vorum á gangi urðum vjer að gæta þess að detta ekki. 1 ofanverðum maí fengum vjer einn „frídag“. Maturinn á borðinu / . . _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.