Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 1
42. tölublað. Sunnudagur 7. desember 1947. béh XXII. árg. HVAD VARD UM HREINDÝRIN Á REYKJANESSKAGA? Laust eftir 1772 var 23 hreindýr- um frá norðanverðum Noregi hleypt á land í Hafnarfirði og tóku þau beg- ar á rás upp í Bláfjöll. Sjö árum seinna ,,sáust stórir hópar norður við Bláfjöll og var giskað á 500—600 í hóp". Seinasta hreindýr á þessum slóð um fylgdist með fjárhóp á Bolavöll- um og náðist 193Q og virðist þessi vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt, vera síðasti fulltrúi hinnaf fögru hjarðar, sem eitt sinn mun hafa skift þúsundum, segir Helgi Valtýsson í bók sinni ,,Á hreindýraslóðum". Hjer hlýtur að vera um ónákvæm- ar ágiskanir að ræða. Það liggur t. d. alveg í augum uppi, að út af tæpum 20 kúm hafa ekki verið komin svo mörg hreindýr eftir sjö ár, að tala þeirra hafi náð 500—600, hvað þá heldur að þau hafi verið í hópum, og 500—600 í hóp. Er þetta auðvelt reikn ingsdæmi. Sje gert ráð fyrir því, að hreindýr tímgist líkt og önnur spen- dýr, þannig að áhöld sje um hve mik- ið fæðist af hvoru kyni, og sje enn fremur gert ráð fyrir því að hver veturgömul kvíga eigi kálf og engin vanhöld verði, hvorki á kálfum nje fullorðnum dýrum, þá gæti tala hrein- dýranna á Reykjanesskaga hafa náð 600 eftir sjö ár, en þriðjungurinn hefði þá verið kálfar. En það nær auðvitað ekki neinni átt að reikna þannig. Sje aftur á móti gert ráð fyrir því, að kvígur komi ekki upp kálfum fyr en þær erir'tvævetrar, verður talan helm- ingi lægri, eða um 300, og er þó ekki gert ráð fyrir neinum vanhöldum. En þau verða altaf mikil og hafa eflaust verið mikil fyrstu árin hjá stofni, sem var að nema nýtt land, þar sem veðr átta og haglendi var gjörólíkt því, er kynið hafði alist upp við öldúm sam- an. Árferði var að vísu gott fyrstu ár- in, sem dýrin voru hjer, en svo kom hvert harðindaárið eftir annað fram að 1780, og þá komu hallærisár, hvert öðru verra. Þessi ár hafa því orðið harður reynslutími fyrir hreindýrin, og þegar fjárfellir er á Suðurnesjum er hætt við því, að hreindýrin hafi týnt tölunni. Menn vita þess dæmi, að á hörðum vetrum hrundu hreindýrin niður hjer syðra, svo var 1859 og aft- ur 1881. Það kemur því ekki til mála, að hreindýrin hafi tímgast svo fljótt hjer syðra, sem sögur segja, og hitt er líka næsta ólíklegt að þau hafi nokk- uru sinni skift þúsundum. Árið 1771 var 3 dýrum slept í Rang- árvallasýslu. Þrifust þau vel og voru orðin 11 eftir 5 ár. Eftir því hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.