Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 369 manna sjálfra á gamals aldri, er ekki að marka, þá misminnir oft hrapal- lega. Þar dugir ekki annað en rann- sókn skjala. Eftir þessar ýtarlegu rannsóknir sínar kemst dr. Ernest að þeirri nið- urstöðu, að þeir sem hafi náð hæstum aldri í heiminum, sje þessir: 1. Frú Ann Pcuder frá Baltimore. Hún ljest 10. júlí 1917 og var þá 110 ára og 64 daga gömul. 2. Frú Margaret Ann, fædd á Guerns ey í Ermarsundi. Hún varð bráðkvódd 4. apríl 1903 og skorti þá 44 daga á 111 ár. 3. Kathrine Pluhet, fædd í Kilsaran í Irlandi. Hún dó 5. október 1932 og hafði þá lifað 111 ár og 322 daga. Hún giftist aldrei. Hinar konurnar höfðu að vísu gifst, en aldrei átt barn. 4. Pierre Joubert, fæddur í Kanada. Honum var öfugt farið við flest gam- almenni, því að hann helt sig yngri en hann var. Þaö er ekki alveg víst hvaða dag hann dó, en hann var 113 ára og líklega hundrað dögum betur. „Jeg hygg", segir dr. Ernest, „að Pierre Joubert hafi orðið elstur allra manna, og hámark langlífis sje því 113 ár og 100 dagar". ^W íW >W -V >W KAUPMAÐUR nokkur ljet son sinn vera með sendiferðabílinn. En strákur var mesti glanni og einu sinni ók hann á gamla konu. Kaup- maður varð að greiða henni háar skaðabætur. Skömmu seinna lenti strákur í árekstri; út af því urðu málaferli og svo mikið fjárútlát fyrir kaupmann, að það lá við að hann yrði gjaldþrota. Fáum dögum seinna kom maður æðandi inn í búðina með þær frjettir að kona kaupmanns hefði orðið undir bíl. Þá varð kaupmanni að orði: f „Guði sje lof, þá næ jeg mjer upp aftur". REYKJAVÍK SJÁLFRI SJER LÍK ' EFTIR ALDARSKEIO FYRIR 95 árum (1851—52) gaf síra Magnús Grímsson út blað, sem hann nefndi „Ný tíðindi". — Þar skrifar hann grein, sem heitir „Fá- ein orð um Reykjavík" og er hún á þessa leið, ofurlítið stytt: VJER ætlum ekki að tala um sveitar- stjórn eða bæjarstjórn Reykjavíkur, því vjer efuðumst ekki um, að þar sem um svo marga dugandismenn er að velja, þar sje henni eins vel borgið eins og vera má. Vjer ætlum og ekki að minnast á barnaskólaleysið, eða það hvernig unglingar fara hjer með besta námstímann sinn, æskuárin, því að vjer höfum sjálfir sjeð piltunga á kring um fermingu, sitja heilum stundum inn á hinum óæðri gildaskálanum, og vera annað hvort iðjulausa, eða þá að henda kúlum í hamingjudallinn (lukkupott- inn), eins og hinir piltarnir. Það má segja um þá, sem að unglingunum standa í Reykjavík, að það er hvers girnd, sem hann gerir, því þcim er það að þakka eða kenna, að miklu leyti, hvernig þcssir óvitar eða hálfvitar, fara með sig og tímann. Vjer sleppum þessu atriði í þeirri von, að þar verði bráðum unnin sú bót á, sem hæfa þykir..... Aftur á móti tökum vjer þá óreglu fram, er gatnamyndir bæjarins eru fullar af hestum, svo ekki verður kom- ist um þær, nema annað hvort með því að ganga krók á sig, eða fara að berja á horgrindum þessum, sem eig- endurnir hirða ekki um. Vjcr tökum síður til þess þó Austurvöllur sje hafð- ur fyrir beitiland handa hrossunum, eins og fjaran, því honum er hvort sem er enginn sómi sýndur, enda yrði og að hafa hann umgirtan, ef hann ætti að vera bænum til prýðis, eða til einhvers, sem slíkur blettur mætti annars vera. En það gæti orðið of köstnaðarsamt að girða Austurvöll að gamni sínu, og halda honum svo lag- lega við. Það sjáum við á Skólavörðu og stígnum, sem þangað liggur, sem efnaleysi bæjarins skín út úr. Oss þætti nú sem einhverri stjórn gæti heyrt að líða ekki hesta nje neina stórgripi um bæinn; því auk þess, sem það er Ijótt, getur það og oft orðið að ólíði innan um ungbörn og óvita, og þar að auki venjast þeir þá á tún og garða hjá mönnum. Það væri og óskandi, að eigendur vendust á aH hifðt skepnur sínar, því það er reglutemi. Hver veit þá og nema þeir færu að sjá um vatn handa þeim á veturnar, þó ekki væri annað. Þá virðist oss það og óregla, að menn þyrpast hjer saman á milli húsanna, og berjast og deila um hádag, og lög- reglustjórinn sjest ekki, njc heldur þjónar hans, nema þá ef þeir stæðu hjá áhorfendunum og glottu að öllu saman. Ef vjer vissum að lögreglu- stjórinn eða þjónar hans hefðu nú nokkur einkunnarklæði, eins og í gamla daga, þá kynnum vjer betur við að sjá þá öðru hvoru í þeim. En þessir menn eru nú.oftast nær farnir að vera einkunnarlausir með öllu, því vjer telj- um ekki prikin þeirra, þau eru svo lík margra annara. Það virðist oss og eiga vel við, að lögrcglumcnn þcssir ljetu öðruhvoru til sín taka þcgar svo stendur á, til þess gárungarnir gleymdu ekki tilveru þeirra. Þá virðist oss það og óregla, ea íull- orðnir og hálffullorðnir menn standa og slóra stundum saman við búðarborð- in, án þess að kaupa fyrir einn skild- ing, nema ef það væri í staupinu. Það er nærri því eins og þeir væri að hugsa sjer að bíða eftir lagi til að verða eftir undir búðsrborðinu, þcgar Iokað er á kvöldin, eða eitthvað annað því líkt. Og því meiri undur þykja oss það, að nokkr ir af kaupmönnum skuli nenna að híma yfir mönnum þessum fram eftir öllu kvöldi, uns þeir eru orðnir svo drukkn- ir, að þeir fara að gera ýmsar óreglur, þegar þeir komast loks undir bert loft. Er þeim þá og þeim mun óhættara sem þeir vita, að lögregluþjónarnir eru all- ir á burtu, og, ef til vill, komnir í snáða hópinn í kring um hamingjudallinn. Þetta kemur nú meðfram líklega tU af vinnuskorti, en hefur þá bærinn ekkert til handa þeim að gera, ef þeir hafa það ekki sjálfir? Eða mega ekki lög-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.