Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Side 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
3
mv"* *
Gisli Hókonarson lögmaður.
komu í hlut Vigfúss til ævinlegrar
eignar.
En svo var það 1520 að Ögmundur
biskup Pálsson kaupir báðar jarðirnar
af Páli syni Vigfúss „með vottum og
handsölum fyrir það gjald, sem vjer
bítöluðum fyrir hans föður Vigfús Er-
lendsson í Englandi“. Árið 1538 gefur
svo biskup Þórólfi Eyjólfssyni, syst-
ursyni sínum, báðar jarðirnar til kvon
armundar. Um þær mundir bjó í Laug
arnesi sira Einar Ólafsson (afi Jóns
Egilssonar sagnritara og Ólafs prests
í Vestmannaeyjum, sem Tyrkir her-
tóku). Einar prestur var „hinn mesti
fulltrúi Ögmundar biskups, — Haíði
hann allt umboö yfir Skálholtsjörðum
um öll Suðurnes og upp að Hvalfirði,
og hann var sá eini, sem Ögmundur
biskup trúði fyrir að sækja persemar
sínar austur að Hjalla“, þegar hann
hafði verið handtekinn.
Nú hefjast nýar deilur um eignar-
rjettinn á jörðunum og stóðu þær
fram um næstu aldamót.
Hinn 19. maí 1570 er gert skipta-
brjef eftir Pál lögmann Vígfússon, og
eru systur hans tvær, Guðríður og
Anna á Stóru-Borg, erfingjar hans.
Barna-Hjalti, maður Önnu, var við
skiptin fyrir hennar hönd og komu
þar í hlut hennar jarðirnar Engey og
Laugarnes „suður við Sund“, 50 hndr.
að dýrleika. Höfðu Páli verið dæmdar
þessar jarðir 1554, vegna yfirlýsingar
um það að hann hefði alörei ætlað
sjer að halda samninginn við Ögmund
biskup „sökum hans ofríkis". — Var
svo dæmt að hann skyldi halda jörð-
unum þangað til Þórólfur gæti leitt
vitni að því, að Páll hefði gert fullar'
samning við biskup.
Árið 1572 kærir svo Þórólfur Eyj-
ólfson út af því, að Magnús sonur
Hjalta og Önnu haldi jörðunum Laug-
arnesi og Engey fyrir sjer. Bar hann
fram brjef með ósködduðu innsigli
Ögmundar biskups um það, að biskup
gaf honum þessar jarðir, er hann
hefði keypt af Páli fyrir áður greint
gjald. Virtist dómsmönnum, sem
þetta væri fullgild skilríki og dæmdu
að Þórólfur mætti jörðina Laugarnes
„að sjer taka og henni bíhalda".
Árið 1599 helt síra Jón Kráksson
Laugarnes. Kærði þá Magnús Hjalta-
son um jarðirnar, en síra Jón lagði
fram dóminn um að Þórólfi hefði ver-
ið dæmt Laugarnes til ævinlegrar
eignar. Þá helt Magnús því fram, að
svo hefði ekki verið um Engey, því að
hún hefði verið dæmd hálf hvorum,
þangað til annar hvor gæti sannað til-
kall sitt til hennar allrar. Niðurstaða
dómsmanna var sú, að báðar jarðirnar
skyldi standa þar sem komnar væri,
hjá erfingjum Þórólfs.
Gísli lögmaður Hákonarson kvænt-
ist dótturdóttur Þórólfs og eignaðist
þá Engey og Laugarnes, og bjó um
skeið í Laugarnesi. Um þær mundir
var höfuðsmanna- og Bessastaðavaldið
að ná jörðinni Reykjavík undir sig.
Hefur Gísla lögmanni verið lítið um
það gefið og hafa orðið ýmsar greinir
út af því á Alþingi 1615 og 1616, þótt
eigi sje hægt að skýra frá því vegna
þess að Alþingisbækurnar eru glatað-
ar. En konungsvaldið náði að fullu
eignarrjetti á jörðinni Reykjavík með
„makaskiptabrjefi“ 19. apríl 1616.
Þegar jarðabókin var samin (1703)
var Elín Hákonardóttir eigandi Laug-
arness og Engeyjar. Elín var sonar-
Steingrímur Jónsson biskup.
dóttir Gísla lögmanns Hákonarsonar
og hefur hún því fengið jarðirnar að
erfðum. Þá er talið að þrjár hjáleigur
hafi verið í Laugarnesi: Norðurkot
eða Sjávarhólar, Suðurkot og Barn-
hóll, og einsetumaður á heima í litlum
kofa hjá bænum. Þá er þess getið að
Engey hafi torfristu, torfstungu og
móskurð í landi Laugarness og sjest
þar enn hvað jarðirnar eru tengdar.
Jarðab. er fyrsta lýsingin á þessum
jörðum og má það merkilegt heita að
hún getur ekki um jarðhitann í Laug-
arnesi fremur en hann hafi ekki verið
til og enginn hefði nytjar hans. Má þó
telja víst að menn hafa farið þangað
til laugar allt frá landnámstíð.
EN'GEY HVERFUR ÚR SÖGUNNI
Þegar Elín Hákonardóttir dó, gengu
eignir hennar til útarfa og þá mun
hafa orðið skilnaður Engeyar og
Laugarness, eftir að þessar jarðir
höfðu fylgst að í 8 aldir. Árið 1787 er
Hannes biskup Finnsson talinn eig-
andi Laugarness, en Engey er ekki
nefnd. Hannes biskup mun hafa feng-
ið Laugarnes í arf. Móðir hans var
Guðriður, sonardóttir Jóns biskups
Vigfússonar, en Jón biskup og Elín
Hákonardóttir voru bræðrabörn, og
mun því Jón biskup hafa erft Laugar-
nes eftir Elínu. ,