Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
15
Jón A. Hjaltalín
%
stækið virðist fara vxandi. En slíkum
vexti fylgir vaxandi hætta á minnk-
andi málfrelsi og þverrandi skoðana-
frelsi. En skoðana-ffelsi og málfrelsi
eru óhjákvæmilegt skilyrði heilbrigðs
stjórnarfars og hreinlætis í stjórnmál •
um, þó að oft hrökkvi slíkt frelsi þar
ekki til.
Jeg man vel, er sumir sýslungar
mínir, er voru litlu eldri en jeg, sneru
heim í átthaga sína að lokinni Möðru-
vallavist.
Möðruvellingar voru vel virðir í
minni sveit, ef þeir höfðu eigi gert
sig bera að amlóðahætti í gagnfræða-
námi. Úr hirðvíst á Möðruvöllurn
komu þeir mennilegri í sniði og fasi,
en þeir fóru þangað, voru ræðnari,
djarfmannlegri og meiri snyrtimenni
um klæðaburð. Sumir kölluðu þá
,,montna“. —eg hefi áður gert nokkr-
ar athugasemdir um þá gagnrýni. Er.
sennilega hefur sumum leikið öfund á
þeim frama, menningarbrag og frjáls-
ittannleik, er þeir öfluðu sjer á Möðru-
völlum.
í bók Lárusar Rists, „Synda eða
sökkva“, er vikið að þessu efni. — í
þessari skapfelldlegu bók og eftir-
tektarverðu, gréinir höf. frá merki-
legum athugasemdum prófastsfrúar-
innar á Hrafnagili, Þórunnar Stefáns-
dóttur, um Möðruvallasveina. Frú
Þórunn virðist hafa verið drengilega
vaxin greindar- og gerðarkona. Lárus
Rist leggur frúnni þessi orð í munn:
„Maðurinn minn og sjera Davíð á
Hofi voru prófdcmendur síðastliðið
vor, og leist þeim vel á, og voru undr-
andi, hve vel piltunum hefði tekist að
leysa þau verkefni af hendi, sem lögð
höfðu verið fyrir þá. Þótt greyin sjeu
dálítið á lofti, get jeg ekki gefið þeim
það að sök. Þeir eru ungir og friskir,
og þó að þeim þyki gaman að rjetta
úr sjer til þess að sýna sig, er það
einungis vottur um, að þeir hafi löng-
un til að hrista af sjer heimóttarskap-
inn“!
Þannig kveður Lárus Rist frænd-
konu sína, frú Þórunni Stefánsdóttur,^
mælt hafa. Reynslan hefur leitt í ljós,
að hún var hjer dómvisari en þeir,
sem hæst gömbruðu um oflæti Möðru-
vellinga og flysjungsskap.
En Lárus Rist segir meira. Hann
getur þess, að Möðruvallavist hafi
blásið sjer í brjóst lífsdirfsku og hug-
rekki. Honum farast svo orð:
„Jeg var brautskráður frá Möðru-
völlum vorið 1899 með sæmilegum
vitnisburði. Jeg fann, að jeg hafði
ekki beðið ósigur í baráttu minni þessa
tvo vetur, heldur hafði fyllst vígamóði
og var nú albúinn til frekari átaka í
lífinu. Síðan hefi jeg hugsað með
hlýju til skólans, kennara hans og f je-
laga minna þar“.
Við þessa frásögn má bæta þvi, sem
jeg hefi sagt frá áður, að fluggáfaður
Möðruvellingur og skólabróðir sumra
yðar, er hjer sitjið, Þórður Sveinsson,
geðveikralæknir, sagði svo frá, að kom
ið hefði hann kjarklítill og úrræða-
laus að Möðruvöllum, en þá er hann
fór þaðan, fannst honum sjer allir
vegir færir. Það er óþarfi, að gera
hjer grein fyrir, hvers virði þaö er
ungum atgervismanni, er slitinn er af
honum hinn mikli fjötur ótta og
hræðslu, er varnar honum að sækja
fram í fylkingar manndóms og mena-
ingar.
Frú Þórunn Stefánsdóttir reyndist
T
Stefán Stefánsson
spámannlega vaxin, er hún rómaði
fræðslu og fóstur á Möðruvöllum. En
það nægir ekki, að skóli kenni, auki
kunnáttu og færni námssveina. Skóli
verður einnig að tendra í þeim þörf
á að neyta aukinnar kunnáttu og auk-
ins þroska til alls herjar gagns og um-
bóta.
Það er nú játað, að Möðruvallaskóli
hafi verið stórmerk stofnun. Kennarar
hans þykja hafa orðið merkir af
kennslu sinni og nemöndum, lærisvein
ar þeirra merkir af sjálfum sjer og af
kennurum sínum, af áhrifum þeirpa
og leiðsögu. Móðruvallaskóli var nem-
endasæll. Þangað sóttu yfirleitt ekki
aðrir unglingar en þeir, er höfðu full-
komin not þeirrar fræðslu, er þar var
stráð á bekki, og gátu tekið þeim
þroska-áhrifum, er kappkostað var að
hafa á þá. Fámennið var og styrkur
skólans og hamingja hans.
Burtfararpróf frá MöðruvöIIutn
veitti engin rjettindi, en það veitti
dýrmæt hlunnindi. Gagnfræðingar
þaðan sátu fyrir margs konar störf-
um, af því að þeir voru betur aö sjer
en óskólagengnir jafn-aldrar þeirra
eða samtíðarmenn, voru betur kunn-
andi og liðvirkari en þeir. Möðruvalla-
skóli var allt í senn: verslunarskóli,
samvinnuskóli, kennaraskóli, búnaðar
skóli og lýðháskóli. Sumum kann að