Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Síða 8
20
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
stílað til stiptamtmanns og hann beð-
inn að afstýra því að Reykjavíkur-
bær eignaðist Laugarnes. Mælt var að
Þórður Jónasson etazráð hefði samið
skjalið og þótti það koma úr hörðustu
átt, þar sem hann hafði áður verið
oddviti bæjarstjórnar. Thomsen tókst
með harðfylgi sínu að safna um 20
nöfnum á þetta skjal og voru þar 7
embættismenn, 8 kaupmenn og 4 eða
6 iðnaöarmenn.
Aðalástæðan, sem færð er fram í
þessu skjali gegn því, að bærinn eign-
ist Laugarnes, er sú, að engir bæjar-
menn geti haft hag af kaupunum aðr-
ir en tómthúsmenn, og kannske ein
stöku kaupmenn. Var það svo útlistað
að tómthúsmenn væri bænum til ein-
berra þyngsla, gjaldi sama sem ekkert
í bæjarsjóð í samanburði við þann
kostnað er gangi til framfærslu ómög-
um þeirra, en noti þó land bæjarins
með sjálfskyldu bæði til beitar og mó-
skurðar og gjaldi ekkert fyrir. Svo
mundi og fara um Laugarnesland, ef
keypt væri, að tómthúsmenn mur.öu
gína yfir því og afleiðingin yrði svo
sú, að tómthúsmönnum f jölgaði í bæn
um. Mátti þá nærri geta hvernig færi,
samkvæmt þessari lýsingu.
TRAMPE LÆTUR UNDAN
Eigi verður nú með vissu sagt
hvort Trampe hefur verið alvara þeg-
ar hann helt því fram við dómsmála-
ráðuneytið, að borgarafundur mundi
verða andvígur því að bærinn keypti
Laugarnes. En honum mun hafa
brugðið í brún þegar liann sá hvc lít-
ill árangur varð af undirskriftasmöl-
uninni. Sá hann því sinn kost vænstan
að verða við kröfu hinna ellefu um að
bjóða Laugarneseignina upp enn eintt
sinni. Mun honum hafa litist það ráð-
legra heldur en eiga það á hættu að
borgarafundur fjallaði um málið. —
llinir ellefu höfðu heldur ekki sagt að
þeir ætluðu sjer að bjóða í eignina
fyrir bæjarins hönd, og því var enn
hægt að setja blátt bann við því, að
bærinn keypti aí þeim aítur.
'flalld.ór Kr. Jón Pjetursson
Friðriksson yfirdómari
Uppboðið var svo haldið 23. janúar
1857 og urðu hinir ellefú hæstbjóðend-
ur með 5500 rd. boði. Og þar sem
stjórnin hafði skipað svo fyrir að eign
in skyldi seld ef hærra boð fengist en
5000 rd. þá varð Trampe nauðugur
viljugur að sleppa eigninni við þá. —
Hann samþykkti tilboð þeirra með
brjefi hinn 28. jan'ar, og nokkru síðar
fengu hinir nýu eigendur afsal fyrir
eigninni og var þar tekið fram að þeir
hafi uppfyllt uppboðsskilmálana með
þvi að greiða þriðjung kaupverðs í
peningum og geía út skuldabrjef fyrir
eftirstöðvunum.
ÁTÖK í BÆJAKSTJÖRN
Ilinir nýu eigcndur hagnýttu sjer
jörðina um sumarið, ljetu slá túnið og
höfðu heyið sjálfir eða seldu það. Auk
þess seldu þeir bæjarmönnum haga-
göngu fyrir hross dg kýr. En stofan
stóð auð og ónotuð.
Um haustið birtu þeir reikniiig um
tckjur og gjöld eignarinnar frá því að
þcir cignuðust hana. Alls höfðu gjöld-
in orðið 360 rd. 25 sk., en tekjurnar
781 rd. 28 sk. Höfðu þeir þó ckki haít
neinar tekjur af móskurði, en mótekja
var þá talin með aðal hlunnindum
Laugarness. Samt var hreinn arður af
eigninni 424 rd. 3 sk. og voru það nær
tvöfaldir vextir af kaupvcrðinu. „Má
sjá á þessu hvort Reykjavíkurkaup-
stað hefði verið það jafnmikill ó-
hagur að kaupa Laugarnes eins og
sumir bæjarmenn ljetu, þeir er mest
stóöu á móti kaupum“, sagði „Þjóð-
ólfur“. Hefur Trampe átt sinn hlut af
þeirri sneið, þar sem hann hafði talið
tekjuáætlun bæjarstjórnar bygða á
tyllivonum, og var hún þó mikið lægri
en þetta.
Þá um haustið buðu hinir nýu eig-
endur bæjarstjórn land jarðarinnar
fyrir 3000 rd. Þegar tilboð þetta barst
bæjarstjórn neitaði formaðurinn, Hall
dór Kr. Friðriksson, að leggja það fyr-
ir fund, vegna þess að 4 af eigendun-
um ætti sæti í bæjarstjórn. Sat hann
fastur við sinn keip þrátt fyrir ítrek-
aðar óskoranir frá bæjarfulltrúum og
bæjarfógeta.
Þá sárnaði bæjarfulltrúum svo, að
þeir skcrruðu á formanninn að segja
af sjer og láta kjósa annan íormann.
En hann sinnti því engu, og gengu þá
allir bæjarfulltrúarnir af fundi og neit
uðu að starfa undir stjórn hans fram-
vegis. Siðan skoruðu þeir á bæjarfó-
geta að kveðja fulltrúana til fundar,
ella hótuðu þeir að segja af sjer allir
sem einn maður.
Bæjarfógeti bað nú stiptamtmann
að skipa nýan forseta bæjarstjórnar
og skýrði honum frá því, að bæjar-
fulltrúarnir mundu segja af sjer að
öðrum kosti. Trampe stiptamtmaður
úrskurðaði, að Halldór Kr. Friðriks-
son hefði ekki gert annað en það, sem
horium bar að gera. Úrskurði hans
yrði því ekki breytt og ekkert tillit
yrði tekið til hótana bæjarfulltrú-
anna um að segja af sjer, því að þeir
hefði enga heimild til þess.
Þessi ágreiningur jafnaðist síðar
íyrir milligöngu og lipurð Finsens,
ba'jarfógeta. En ekkert varð úr kaup-
unum.
Við næstu íormannskosningu í bæj-
arstjórn íell Halldór Kr. Friðriksson
og var Jón Guðmundsson, ritstjóri
„Þjóðólfs", þá kosinn og hafði hann
formennskuna á hendi í 10 ár.
Næsta vctur auglýstu eigenduniir
bann við því að nota þvottalaugarnar
leyfislaust, að hafa áfangastað í landi
jarðarinnar, að beita þar gripum og
fara í beitif jöru, nema gjald kæmi fyr-