Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
21
ir. Juku þeir tekjurnar af jörðjnni ár
frá ári.
BÆRINN KAUPIR LAUGARNES
Leið nú og beið íram til ársins
1872. Þá gekk í gildi (20. apríl) ný
bæjarstjórnartilskipan og varð sú
breyting á, að bæjarstjórn fekk miklu
meira vald en áður yfir sínum eigin
málum. Þá um haustið buðu eigendur
Laugarness bænum jörðina fyrir 3000
rd., en því var ekki sinnt í bráð.
Bæjarbúar voru nú orðnir um 2000
og fói; þeim ört f jölgandi. Og eftir því
sem bærinn óx, því meiri nauðsyn var
honum á því að færa út kvíarnar og
eignast næstu jarðir.
í öndverðum janúarmánuði 1885
fóru fram bæjarstjórnarkosningar og
hlutu þessir kosningu: Björn Jónsson,
ritstjóri, Guðmundur á Hól, Jón Ólafs-
son, ristjóri, Páll Þorkelsson, gullsmið
ur, Jón O. V. Jónsson, kaupmaður og
síra Eiríkur Briem.
Þessari bæjarstjórn tókst að ná
kaupum á Laugarnesi og Kleppi og
mátti þar um segja að lokið væri 30
ára stríði, því að kalla mátti að kaup •
in hefði allt af verið á dagskrá síðan
Helgi^biskup fluttist frá Laugarnesi
1856. Kaupverðið var 10.200 krónur
og byrjaði bærinn á því þegar um
sumarið að gera veg inn í þvottalaug-
arnar og fekk hann nafnið Laugaveg-
ur.
V V
~Jleilrœ&i
ölmnn
iönct
HJALTLAND
A T L * A/ T / \ C
SmnAiio’
« t**" m
' 'V
W. GRAHAM
í stórri verksmiðju í Bandaiíkjun-
um er þetta skráð á spjald með stór-
um stöfum:
— Vinn þú trúlega og áhyggjulaust
þínar 8 stundir á dag. Þá getur vel
verið að þú verðir gerður að forstjóra
og fáir að vinna 18 stundir á dag og
hafa allar áhyggjurnar af verksmiðju-
rekstrinum.
Þ.AÐ var sú tíðin, að íslendingar voru
ekki ókunnir á Hjaltlandi- Margir af
Iandnámsmönnum höfðu dvalist þar.
Eyjarnar voru bygðar norrænúm
mönnum og samgöngur voru fyrstu
aldirnar milli Hjaltlands og íslands.
En — það er langt síðan þetta var og
nú vita íslendingar lítið um lifnaðar-
hætti þar á eyjunum, enda þótt þar
búi frændur vorir og flest örnefni sje
þar af norrænum uppruna.
★
Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst,
v.ar einn af hinum óvæntu atburðum
sá, að Þjóðverjar gerðu loftárás á
Hjaltland. Og þegar frjettin barst um
það, ráku margir upp stór augu og
spurðu:
„Hjaltland — hvar er það?“
Og það var von að menn spyrðu,
því að litlar sögur hafa af Hjaltlandi
íarið, .og á flestum landabrjefum, sem
ætluð eru almenningi, eru þær tákn-
aðar aðeins með nokkrum svörtum
punktum, norðaustur af Orkneyjum
og Skotlandi.
Eyjarnar eru margar, líklega um
hundrað að tölu. Ein þeirra, Hjalt-
land, er lang stærst. Hún er um sextíu
enskar mílur frá norðri til suðurs.
Sá, sem ætlar sjer að ferðast til
Hjaltlands, fer annað hvort með skipi
frá Aberdeen eða þá með flugvjel. Sje
sjóleiðin farin, er það sextán stunda
ferð. Flugvjelarnar fara ýmist frá
Aberdeen eða Inverness og .þær eru
tæpar tvær stundir á leiðinni. Skemti-
legra þykir fyrir þá, sem ekki eru sjó-
veikir, að fara með skipi, því að inn-
siglingin á milli eyjanna er mjög til-
breytingarík.
Leirvik er stærsta þorpið á eyjunum
og blandast þar einkennilega saman
gamli og nýi tíminn. Allar götur í
gamla hlutanum eru steinlagðar og
svo þröngar víða að sá, sem stcndur
á miðri götu ,og rjettir út hcndurnar,
getur snert húsin báðum megin.
Syðst við höfnina standa gömul hús
á stólpum úti í sjónum, en að baki
þeirra eru ýmsar byggingar, sem hafa
f