Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 6
34
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þvottakonur í Laugaferö
leiðslunum er þetta sagt um örnefnin:
Ámundaborg var á r.iilii Grensháls
og Rauðarárholts, rjett fyrir vestan
Fúlutjarr.erlæk ofarlega. Telur Ólafur
prcíessor Lárusson að þetta muni
hfiía verið fjárborg, og er það cfiaust
rjett.
Ilangantli heitir insti kletturinn í
Focsvogi, rjett hjá lækjarósnum.
Norðlingasteinn. Rjett hjá vaðinu á
Fossvogslæk var stór steinn, sem
Thomsen vildi láta vera Kiofnings
stein. En vitni báru það, að þessi
steinn hjeti Norðlingasteir.n og vaðið
Norðlingavað.
Faxakelda er syðri armurinn á upp
tökum Fossvogslækjar.
Klofningssteinn var lengra suður í
Fossvogsmýrinni ,,þar sem fer að
halla upp hinum megin“.
Bústaðaborg (fjárborg) stóð í slakk
anum milli Bústaðaholts og Grensháls,
en þó heldur nær hálsinum. Hjá borg
inni var dálítil tjörn og mýri, sem
kölluð var Borgarmýri.
Þrísteinar yoru rjett fyrir norðan
mjóu Sogin í endanum á Langholti.
Söðulsteinn. Þá er i þessum landa-
merkjaþrætum einnig minst á Söðul-
stein, ,,mjög einkennilegan stein“ rjett
við þjóðveginn gamla, heldur til aust-
urs frá Bústaðaborg.
Pálsmói og Puntmói. Þar rjett hjá
og skamt frá borginni voru einnig
þessi örnefni. Puntmói er líka nefndur
Þrætumói.
Lómatjörn var ofarlega í Fossvogs-
mýrinni, uppi undir Bústöðum.
Laugarnar
Reykjavíkurbær hafði nú eignast
Laugarnes með öllum gögnum og gæð-
um, en þau voru nú orðin minni en
áður hafði verið. Veiðirjetturinn í Ell-
iðaánum, sem fyrst mun hafa fylgt
jörðinni og síðar kirkjunni, hafði ein-
hvern veginn gufað upp meðan kon
ungur þóttist eiga árnar. Engey var
farin. Og rekaítakið var fyrir atburð-
anrfa rás orðið að engu.
En nú voru komin ný hlunnindi.
sem menn höfðu ekki gert sjer grein
fyrir áður að væri hlunnindi, en það
var jarðhitinn.
Fyrstu lýsingu á laugunum er að
finna í Ferðabók þeirra Eggerts og
Bjarna. Þar segir svo: „Hverinn, sem
heita vatnið rennur frá niður í bað-
laugina, er allvatnsmikill og sjóðandi
heitur. Baðlaugin er allstór og djúp.
Heiti lækurinn frá hvernum fellur í
hana, en einnig kalt vatn, sem temprar
mjög hitann í henni. Samt er lækur-
inn, sem úr henni fellur fram hjá tún-
inu i LaugarneSi, volgur. Fyrir neðan
baðlaugina eru tveir eða þrír staðir
aðrir, sem hentugir væri að baða sig
í, og eru þeir notaðir til þess þegar
vatnið í aðallauginni er of heitt á
sumrin, eða hún offyllist af fólki, þv.
margir koma að Laugarnesi frá ná-
grannabæjunum til þess að taka sjer
bað í lauginni. En einkum er þó laugin
sótt af farmönnum úr Hólminum og
starfsfólki innrjettinganna í Reykja-
vík á laugardags og sunnudagskvöld-
um.“
í verðlaunaritgerð Skúla Magnús-
sonar landfógeta segir líka: „Skamt
frá bænum Laugarnesi er heit upp-
spretta er Laug nefnist. í henni baða
sig ýmsir. Einnig nota menn hana til
þvotta“.
Enginn efi er á því að laugarnar
hafa verið notaðar sem baðstaður fr;'.
landnámstíð. Þegar bærinn eignaðist
jörðina var dálítil baðlaug hlaðin úr
torfi og skýlislaus á sama stað og sund
laugin er nú.
Þvottalaugarnar
Svo langt sem sagnir ná hafa reyk-
vískar húsmæður farið með þvott sinr.
„í laugar". Var þá farinn stígurinn inn
með sjónum og báru konur þvottinn á
bakinu. (Einu sinni hvarf stúlka, sen:
fór í laugar. Hún fannst drukknuð í
Fúlutjarnarlæk með þvottabalann
bundinn á bakið). Skamt frá Höfða
var uppsprettulind, sem kölluð var
Gvendarbrunnur. Þar hvíldi fólk sig i
laugaferðum og drakk lindarvatn úr
öðuskeljum, sem það sótti niður í
fjöru. Var því krökt af skeljum við
lindina. En ofan við hana var stór
grjóthrúga og gerðu menn sjer að
skyldu að kasta steini í hana. Af stærð
hrúgunnar hefur nokkuð mátt ráða
um það hve lengi sá siður hafði
haldist.
Ekkert skýli nje afdrep var við
þvottalaugina fram til ársins 1833. En
þá gekst Ulstrup land og bæjarfóge'i
fyrir samskotum til þess að koma upp
skýli fyrir þvottakonur. Var reist
þarna lítið húskríli og stóð það fram
i