Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Side 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ^ 7 35 Sundlaugin um aldamótin til ársins 1857, en fauk þá í ofviðri. Bæjarstjórn var þá að hugsa um að byggja nýtt skýli við laugina, en ekk.i varð samkomulag um það við hina nýju eigendur. En á brjefaskriftum, sem fram fóru út af þessu, má sjá að bæði í tíð Steingríms biskups og Helga biskups hefur bæjarstjórn orð- ið að greiða lóðartoll fyrir þvotta- skýlið. * Næstu tuttugu árin höfðu þvotta- konur ekkert afdrep við laugarnar, en 1877 gekkst Thorvaldsensfjelagið fyr- ir því að nýtt hús var reist þar. Borað eftir heitu vatni Fyrstu jarðboranirnar hjer á landi gerðu þeir Eggert og Bjarni, og dag- ana 12.—13. ágúst 1755 boruðu þeir skamt frá hvernum í Laugardal. Gátu þeir borað niður um 14 fet, en þá kom svo hart lag að borinn vann ekki á því. í 5 feta dýpi varð hita fyrst vart, mestur var hann í 9 feta dýpi, en var horfinn í nær 11 feta dýpi. Drógu þeir af þessu þá ályktun, að jarðhitinn nái ekki jafn langt niður og ætlað var, hann komi ekki úr iðrum jarðar, held • ur skapist í nokkurra faðma dýpi af gerð, sem kemur í efni í tilteknum jarðlögum. Svo leið rúmlega hálf önnur öld, að engar rannsóknir voru gerðar á hit - anum í Laugardal. En þá var því hreyft í bæjarstjórn hvort ekki mundi tiltækilegt að nota heita vatnið til upp- hitunar í húsum. Árið 1926 var svo Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri fenginn til þess að skreppa til Ítalíu og kynna sjer boranir eftir jarðhita þar (í Larderello). Árið eftir var þeim verkfræðingunum Benedikt Gröndal, Geir G. Zoéga og Steingrími Jónssyni falið að mæla vatnsmagnið í laugun- um og gera áætlanir um virkjun. Að fengnu áliti þeirra var svo hafist handa um jarðboranir á laugasvæð- inu. Dýpsta holan, sem þá var boruð, var 246 meíra, og var það tíúlítið ann- að en borhola þeirra Eggerts og Bjarna, enda voru nú betri áhöld kom in til sögunnar. Vaín rcyndist þarna að vísu minna en búist var við. Þó var gerð þar dælustöð 1930 og vatnið ieitt til bæjarins og með því hitaður Land- spítalinn, tveir barnasícólar og 56 íbúð arhús. Var þá um leið stigiö nýtt fram faraspor: hagnýting jarðhitans í stór- um stíl. Holdsveikraspítalinn Árið 1894 ferðuðust þeir hjer um land danski læknirinn dr. Edv. Ehlers og cand. mag. Scott Hansen til þess að rannsaka holdsveikina hjer á landi. Kom svo út bók um þessar rannsóknir og þótti sú lýsing ófögur. Þremur árum seinna (1897) var fyrsta Oddfellowstúkan stofnuð hjer á landi og gekst reglan í Danmörku fyrir þvi. — Um sama leyti bauðst danska reglan til þess að reisa hjer spítala handa holdsveikum mönnum og gefa landinu. Var það boð þakk- samlega þegið og ákveðið, að spítal- inn skyldi reistur í Laugarnesi. Árið eftir voru staðfest lög um útbúnað Þvottalaugarnar. og hús Thorvaldsensfjelagsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.