Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Page 10
38 •v*r* - f*"1* "• ■'T 5P*-7 LESBÖK MORGUNBL’AÐSINS Guðmundur sigldi með þessu skipi um nokkra mánaða skeið og undi hag sínum all-sæmilega. Var skipið i flutn- ingum milii Curacao og Venezuela. í Curacao hefur aldrei verið byggt hús með reykháf og gler er ekki notað, nema i glugga hinna stavri Og betri verslana. Kol þekkja menn þar ekki nema af afspurn. Til Bandarikjanna Að lokum fór „Hoeg Hood“ til Fal- mouth í Englandi, þar sem skipið var sett í þurrkví. Notaði Guðmundur þá landleguna til að skoða sig um í Eng- landi og dvaldi í London og víðar. En er hreinsun skipsins og viðgerð var lokið fór það til Ameríku og sigldi um hríð milli ýmsra staðn á strönd- um Bandaríkjanna. Að lokum íór skipið til New York, þar sem það þurfti viðgerðar við og þar sem óvíst var hvað sú viðgerð tæki langan tíma, ákvað Guðmundur að fara af skipinu og Leita fyrir sjer um atvinnu annarsstaðar. Fjekk hann nokkur tilboð um stýri- mannsstöðu, m.a. á skipi, sem sigldi í áætlunarferðum milli New York og Havana. En þá var Guðmundur búinn að fá áhuga fyrir loftsiglingafræði. Hafði hann sparað sjer saman nokkra f járhæð í siglingum og ákvað loks að fara á skóla vestur í Kalifomíu, sem hið mikla flugfjelag Pan American Airways stendur fyrir og sem kennir flugfræði, siglingafræði, flugvjela- fræði og annað er að loftsiglingum lýtur. Nýungar I sigiingafræði Guðmundur innritaðist nú í Pan American College of Celestial Air Navigation. Þar eru kenndar ýmsar nýungar í siglingafræði, sem ameríski flotinn og loftherinn notaði í síðustu styrjöld. Guðmundur hafði góða und- irstöðu undir námið, bæði frá Stýri- mannaskólanum hjer heima og eftir siglingar sínar, Enda sóttist honum námið vel. Þótti honum skólanámið bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þarna eru "kvikmyndir notaðar við kennsluna og gátu nemendur komist inn í ýms atriði siglingarfræðinnar á miklu skemmri tíma, en ef sú aðferð hefði ekki verið notuð. Mikil áhersla var lögð á stjörnufræði í skólanum. Guðmundur lauk þrennskonar próf- um við skólann með besta vitnisburði. Skólastjórinn bað Guðmund að láta sig vita, ef hann þyrfti einhverntíma á meðmælum að halda, þau skyldi hann láta honum í tje með ánægju og er hann kvaddi Guðmund cskaði hann honum allra heilla í framtíðinni. Á meðan Guðmundur var í Pan American loftsiglingaskólanum komu þar fulltrúar frá dönskum flugfjelög- um til að falast eftir loftsiglingafræð- ingum. Buðu þeir sæmilega atvinnu *og var talað um, að m.a. vantaði stýri- menn á flugvjelar, sem ættu að vera í förum milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar. ^Jnginn gaf kost á sjer til þess. Hins vegar var hinum dönsku fulltrúum bent á að leita til íslsujds eftir slíkum sjerfræðingum. Það myndi vera eitt- hvað til af þeim þar, „Nokkuð fannst mjer tímarnir hafa breyst, frá því áður fyr“ segir Guð- mundur. Nágranni kvikmyndaleikara Skólinn í Hollywood er skammt frá kvikmyndatökustöð ,,Republican“- kvikmyndafjelagsins og voru skóla- sveinar nágrannar ýmsra frægra kvik- myndaleikara. í matmálstímum komu leikarar frá vinnu sinni til að fá sjer hressingu í veitingahúsum í kring og var það æði mislitur lýður. Þar voru „kúrekar“ í fullum skrúða, sjóræningjar og mið- alda-hermenn. Hefðarmeyjar frá hirð Loðvíks XIV., skrautmeyjar frá 20. öld og kjólklæddir herrar, betlarar og þorparar, allt hvað innan um annað. í siglingum á Kyrrahafi Eftir skólavei’una ákvað Guðmund- ur að koma ekki heim til íslands fyr en þá að vori. Það var i fyrravetur. Ætlaði hann að fara í siglingar á Kyrrahafi til að æfa sig betur í þeim fræðum, sem hann hafði ný’ega num- ið. Guðmundur lauk pr^funs sínum í nóvembermánuði 1946 og r icfist síðan *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.