Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Qupperneq 13
\
Um mig var það að segja, að líkam-
legir ágallar mínir til konungstignar
voru í öfugu hlutfalli við ágalla Her-
berts. Hæðin var að vísu nóg. Jeg var
þá þegar um 3 álnir á hæð, og herð-
arnar í sæmilegu lagi, en jeg var
grannvaxinn, eins og títt er um há-
vaxna unglinga. En það var verst og
þótti síður en svo konunglegt, að jeg
var óvenjulega miðmjór. Ur þessu
var þó haldið að mætti bæta með því
að girða kodda framan á mig.
Nú rann upp dagurinn, sem álfa-
dansinn skyldi haldinn, að kvöldi til
náttúrlega.
Þetta var einn af þessum fágætu
blíðviðrisdögum í skammáeginu, stilli
logn og skafheiðríkt. Logndrífa hafði
verið nóttina áður, og var föl á jörð.
Frost var enn vægt. Þegar kvöldaði
logaði alstirndur himininn í norður-
ljósum, og fölir, kaldir geislar tungls-
ins glitruðu í krystöllum rtýfallinnar
mjallar.
Nú var að íklæðast álfabúningnum.
Það var gert í Iðnaðarmannahúsinu,
með aðstoð fagmanna frá Leikfjelagi
Reykjavíkur.
Konungshjónin voru klædd hvítum
kyrtlum og báru möttla. Kyrtill drottn
ingar var mun síðari.
Herbert var málaður í framan, en
á mig var límt alskegg mikið og sítt.
Mjer er það enn í minni, hve illa mjer
f jell skeggið. Það bagaði mig í söngn-
um, og mjer leið illa af hita á andlit-
inu, enda var jeg þeirri stundu fegn-
astur, er skeggið var reitt af mjer um
kvöldið.
Þegar lokið var við að búast álfa-
búningnum, var gengið til Austurvall-
ar. Templarasund var svo þjettskipað
fólki, að lögreglan varð að ryðja álf-
unum braut til vallarins, sem þeir
einir höfðu aðgang að.
Þetta gekk fljótt og vel, þótt fólks-
þyrpingin væri mikil. Þó voru þá ekki
nema tveir lögregluþjónar að verki.
Alls munu þá hafa verið fjórir lög-
regluþjónar að degi til. Þeir fóru að
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
fólkinu með lipurð og einurð og höfðu
yfirleitt samúð fólksins.
Álfahjónin gengu fyrst ir.n á Austur
völl, og svo álfarnir tveir- og tveir
saman í fylkingu á eftir, en fíflið síð-
ast, eitt sjer. Það ljet öllum illum lát-
um og reyndi að vekja sem mestan
hlátur.
Þegar inn á völlinn kom, byrjaði
söngurinn. Sungið var „Máninn hátt á
himni skín“, og mörg fleiri lög. Við
gengum í hring, sem næst girðingu
vailarins. Með fram henni var fólkið
hvarvetna í breiðfylking.
Þegar farnar höfðu verið all-margar
hringferðir um völlinn, kom fyrir at-
vik, sem rjeði því, að áiíadansinn
hætti, en mundi ella hafa verið haldið
nokkuð lengur áfram.
Herbert er að kyrja tóninn í ein-
hverju einsöngslagi og brýnir mjög
raustina.
All í einu dettur eitthvað á frosna
jörðina. Jeg heyri hringl við fætur
mjer. Stokkabeltið hafði sprungið af
drottningunni.
Jeg þreif beltið í snatri og stakk því
í handarkrika minn.
Herbert fataðist ekki. Hann hypjaði
upp um sig kirtilinn og vafði að sjer
möttlinum, sem áður hafði flakað frá
honum, og söng lagið til enda.
Ótrúlega fáir urðu þessa varir. Þó
galaði stráklingur, sem stóð fast við
grindurnar og með andlitið milii tein-
anna: „Nei, beltið er dóttið af drottn-
ingunni, og allt er að fara niður um
hana“.
"Nokkur hlátur varð í kringum
stráksa.
Þegar lagið var á enda, hvíslaði
Herbert að mjer: „Við skulum hætta
Gunnar og engan láta vita af þessu“.
Við gengum því hátíðlega út af vell-
inum og húrrahróp kváðu við frá á-
horfendum.
Förinni var síðan stefnt til Iðnaðar-
mannahússins skipt um búning, og
stiginn dans fram til óttu.
^ v ^ ^
41
Þessa sögu segja Svertingjarn-
ir í Barotselandi i Rhodesiu
um það, hvernig kisa varð hús-
< dýr.
EINU SINNI voru engir. heimiliskett-
ir til, heldur aðeirts villukettir, og
þeir áttu heima í skógunum. Svo var
það áð villuköttur og hjeri gerðust
vinir og voru óaðskiljanlegir. Þeir
ferðuðúst saman um skóginn, en einu
sinni mættu þeir hafri og hafurinn
stangúði hjerann til bana. Nú hafði
kisa miiít vin sinn og þá afrjeð hún
að slást'í fylgd með hafrinur.i.
Nokkru seinna kom hljebarði og
drap hafurinn og þá^lagði kisa lag
sitt við hljebarðann. En það stóð 'ekki
lengi, því að nú kom ljón og eftir harð
an bardaga drap ljónið hljebarðann.
Þá slóst kisa í för með ljóninu.
Lengi voru þau saman, Ijónið og
kisa, en svo mættu þau filahjörð og
elsti fíllinn rjeðist á ljónið og tróð
það undir fótum til bana. Þá hugsaði
kisa sem svo: „Ef jeg gerist förunaut-
ur þessa risavaxna dýrs, þá er engin
hætta á því að við hittum nokkra
skepnu svo stóra að hún geti drepið
það“. Og svo fylgdi kisa fílnum.
Eftir nokkra daga mættu þau Svert-
ingja. Hann ljet sem hann sæi ekki
köttinn, en fílinn drap hann með eitr-
aðri ör. Þá vissi kisa varla hvað hún
átti að gera — hún hafði aldrei sjeð
jafn kátlega skepnu eins og þetta tví-
fætta dýr. En úr því að það gat drep-
ið fílinn, þá hlaut það að verða happa-
drýgst að koma sjer vel við það. í