Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1948, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 291 DJÚPFISKI Hvaö skal lengi dorga, drengir, dáölaust upp við sand? EFTIRFARANDI grein er tekin úr amerísku tímariti og er eftir Wilbert McLeod Chapman við California Aca- demy of Science í San Francisco: I fyrra var flotinn að gera tilraunir með bergmáls dýptarmæli fram und- an ströndum Kaliforníu, og fann þar „botn“ á 1000—1500 feta dýpi, þar sem alkunnugt var að sjórinn er 2000 feta djúpur. Þessa var getið í blöðun- um, en svo gleymdist það aftur. Nú var það um v orið að sardínu- veiðarnar brugðust alveg. Eitt skip- ið, sem var frá Monterey, var einu sinni langt undan landi og skipstjóri gerði það þá að gamni sínu að mæla dýpið. Bergmálsmælirinn sýndi að þarna var hrægrunt. Skipstjóri vissi, að það gat ekki átt sjer stað og grun- aði að þarna væri smásíldar torfa, þótt engan hefði órað fyrir að síld gæti verið á þessum slóðum. Hann kastaði samt nótinni og hún fyltist svo af sardínum að hann varð að senda loftskeyti til annara skipa og biðja þau að koma sjer til hjálpar að hirða aflann. Það er enginn efi á því, að þessi „botn“ sem flotinn fann út af Kali- forníu, hefur verið torfa af einhverj- um fiski. Og þetta er til sanninda- merkis um það að fiskgöngur eru á miklu meira dýpi en menn hafa bú- ist við, og hægt er að stunda veiðar þar. Veiðimaður nokkur kom til mín fyrir nokkru með tvo kynjafiska, sem hann hafði veitt í net út af Golden Gate. Netin höfðu hrakist út á mikið dýpi — alt að þúsund fet. — Þarna hafði hann veitt þessa tvo fiska, sem hann bar ekki kensl á. Þetta voru feitir og stinnir fiskar, um 3 fet á lengd, og hánn helt helst að þeir væri eitthvert afbrigði túnfisks. En svo var ekki. Þetta voru „louvar“, og þeir eru svo sjaldgæfir, að það var enginn furða þótt maðurinn þekti þá ekki. Þeir eru meira að segja svo sjaldgæfir, að fáum vísindamönnum hefur tekist að ná í þá lifandi. Louvar er í ætt við túnfisk, en hann heldur sig á svo miklu dýpi að hann veiðist mjög sjaldan. Mjer þótti þetta að vísu merkilegt að tveir fisk- ar skyldu veiðast þaina, en hitt þótti mjer merkilegra, hvemig sporðarnir á þeim voru. Túnfiskategundir ferð- ast í mjög þjettum torfum, svo þjett- um að þeir slá altaf sporðunum hver í annan og við'það eyðist blábroddur- inn af sporðinum, eða slitnar, svo að hann verður kollóttur. Og nú voru einmitt sporðarnir á þessum louvar-/ fiskum þannig. Af því virtist mega ráða að stundum væri þeir í þjettum torfum, eins og frændur þeirra. ★ Því er haldið fram, að þegar dregur niður á mikið dýpi, þá sje þar sama sem eyðimörk og þar sje þvi mjog fáskrúðugt líf. En þetta verður 6- skiljanlegt þegar litið er á það, hvern ig selirnir á Pribilof eyu í Berings- hafi komast af. Þeir eru friðaðir þar og samkvæmt seinustu talningu munu þeir vera um 3,300.000. Og þeir lifa eingöngu á öðrum sjávardýrum, að- allega fiski. Vjer vitum nú af þeirri reynslu sem fengin er í dýragörðum um fæðuþörf sela og sæljóna, að svona stór hjörð mun þurfa um 3.5 biljón pund af fiski á ári til þess að lifa. En þetta er töluvert meira fiskmagn heldur en öll veiðiskip vor við Kyrrahafsströnd- ina flytja á land árlega, alla leið sunnan frá Galapagos eyjum norður að Beringshafi, og þótt fiskveiðar Kanadamanna sje taldar þar með. Fiskimennirnir kvarta ekki undan ágangi selanna, vegna þess að selimir fara út á djúpsævi .til veiða, þar sem skipin koma aldrei. En hjer eru töl- ur, sem tala. Selirmr veiða meira úti á djúpinu, heldur en vjer á grunn- miðum. Hvers vegna reynum vjer ekki að keppa við þá og finna veiði- stöðvar þeirra? Það er vegna þess, að vjer höfum enga trú á því að hægt sje að stunda fiskveiðar þegar komið er 100 mílur frá landi, eða svo. En þessi vantrú stafar aftur af því, að engar rann- sóknir hafa verið gerðar úti á djúp- inu. Þá hafa Japanai farið öðruvísi að ráði sfnu. Um 30 ára skeið fyrir stríðið höfðu þeir haldið uppi stöð- ’ ugum fiskirannsóknum alla leið frá Beringshafi suður að pól, og í Ind- landshafi og suðurhluta Atlantshafs. Allar þessar rannsóknir miðuðu að því að leita uppi ný fiskimið og finna hvar fiskurinn heldar sig í sjónum á hinum ýmsu tímum árs, og hvort hann er upp í sjó, eða niður við botn. Fyrir stríðið áttu Japanar að minsta kosti 50 fiskírannsóknaskip í Kyrrahafinu og tvö þeirra voru að rannsóknum undan ströndum Banda- ríkjanna. Auk þess voru fiskifræð- ingar-*á-öllum bræðsluskipum þeirra, sena • stunduðu veiðar hjá Mexiko, í Suðurhöfum, hjá Kamchatka og í Beringshafi. Og í landi höfðu þeir fullkomnari rannsóknastofur en oss hefur dreymt um. Árangurinn af þessu er sýnilegur. Seinustu árin fyrir stríð námu fisk- veiðar Japana 16 biljónum punda á ári, en það er þriðjungurinn af öllura fiskveiðum í heiminum.. Bandaríkin voru þá næst stærsta veiðiþjóðin, en veiddu þó ekki nema einn fjórða á móts við Japana. . ::..i ; :. Látið yður ekki komatil hugar áð Japanar hafi verið að veiða fisk, sem hvítir menn geta ekki lagt Sjer til munns. Þeir veiddu nákvæmlega sömu fisktegundir, sem vjer veiðum. Rúm- lega fjórði hlutinn af öllum fískveíð-- um Bandaríkjanna er Æardíilur^ Japt- anar veiddu helmingi meira af þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.