Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Side 10
ÞAÐ VAR mikið um að vera á höfðinujasetrinu Stað á aðfangn- dag jóla. Vinnukonurnar voru önn- um kafnar að búa alt út fyrir jóla- helgina. Sumar voru að taka til í bænum og þar var í mörgu að snúast, því að Staður var vel hús- aður á þeirri tíð, og aðrar voru í eldhúsi að búa til jólamatinn. Húsmóðirin gekk um húsin og leit eftir uð eigi væri brugðið út af fyrirskipunum hennar. Hún var ströng og krafðist skilyrðislausrar hlýðni af þjónustufólki sínu, en aftur á móti var það einróma álit þeirra er til þekktu, að hvergi væri betra að vera en hjá húsfrú Hall- dóru á Stað, enda var það höfuð- ból sveitarinnar. — Húsfrú Hall- dóra rak á eftir stúlkum sínum. Það var tekið að líða á daginn og eins og venja var, áttu allir að fara til tíða þá um kvöldið. Leið- in til kirkjunnar var löng og dag- urinn skammur um þetta leyti árs. Til allrar hamingju var veður í besta lagi, dálítið frost og stinn- ingskaldi á norðan og rifahjam í slíku veðri komst enginn hjá því að sækja tíðir. Kirkjuvaldið gaf engar undanþágur frá þeirri skyldu, og það þurfti að minnsta kosti að vera ófært veður til þess að það fyrirgæfi vanrækslu í þeim efnum. Að vísu hugsaði fólkið ekki svo mikið um það, því að í þau þrjátíu ár sem Björn bóndi Geir- mundarson hafði búið á höfuðból- inu, hafði það aldrei komið fvrir að íerðir til tíðasöngs fellu niður Hann ljet veður aldrei aftra sjer Hann áleit það skyldu sína að ganga á undan öðrum í því að halda helgar tíðir, sem höfðingja sæmdi Það var eins og einhver óró væri yfir öllum í bænum. Þjónustu- stúlkurnar hugsuðu allar um hið sama: Hverri þeirra skyldi verða skipað að vera heima jólanóttina? — Það hafði aldrei komið fvrir — og mátti aldrei koma fyrir — að bærinn væri mannlaus á jólanótt- ina. Það mundi boða óhamingju ef út af þeirri reglu væri brugðið. Hið undarlega samband milli sannrar trúar og fullvissu um að himinn, jörð og haf væri bygt ó- teljandi leyndardómsfullum ver- um, var uppistaðan í lífsskoðun manna á þeim tímum. Og einmitt á sjálfa jólanóttina fóru allar þess- ar leyndardómsfullu verur á kreik Nokkrar af þeim voru góðar og mönnunum velviljaðar, en hið gagnstæða var um sumar beirra. Menn höfðu fyrir sjer sögusagnir um það, að bæir sem stóðu tóm- ir jólanóttina, hefðu verið rúnir að öllu verðmæti, jólamaturinn uppetinn og kertin brend til agna. og húsin litu út eins og áflog og illindi hefðu átt sjer stao í þeim Fólkið gekk því út frá því vísu að einhverri kvennanna mundi verða skipað að vera heima meðan aðrir fóru til tíða, og hver og ein af stúlkunum kveið fyrir því að hún mundi verða fyrir valinu. En er.ginn efaðist um að húsbónd- inn mundi verða rjettlátur í vali sínu. Það hafði aldrei komið fvrir örnsson að Björn bóndi hefði látið þann sama vera heima oftar en einu sinni. Og karlmenn komu ekki til greina. Það var eigi að undra að stúlkurnar væru órólegar. Enga þeirra langaði til þess að vera ein heima. Ef trúa mætti því sem sagt var, gerðust undarlegir hlutir á jólanóttina. Já, það var ekki neinn efi á því að slíkar sögur voru sannar, og sannfæringin um það setti ugg í stúlkurnar, en engin þeirra þorði að skorast undan þeirri skyldu sem húsbóndinn legði þeim á herðar. Stúlkurnar ljetu eins og þær væru önnum kafnar við vinnu sína þegar þær urðu varar við að hús- bóndinn var á leiðinni út í eld- húsið. Þær hömuðust við að þvo og fægja, allar, nema Þórhildur, dóttir Björns bónda. Hún hætti að vinna þegar faðir hennar kom inn Þórhildur var milli tvítugs og þrí- tugs, hávaxin og ljóshærð, með djúp, dreymandi augu Þórhildur var áiitin einn hinn besti kven- kostur 1 sveítinni og þótt víðar væri leitaö. Björn bóndi hafði vilj- að gifía hana höföingjasyni úr næstu sýslu. en hún hafð' þver- tekið fyrir það. Hann hafði þá lát- ið undan, því að hann áleit eigi rjett að gifta hana gegn vilia hennar. Auk þess vissi hann að hún hafði orðið fyrir miklum vonbrigð- ur, því að fyrir tveimur árum hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.