Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 569 Jeg var hrædd um að það væri — hitt „Hefurðu þá engar áhj'-ggjur út af þeim sem eru úti í þessu veðri?“ „Fyrst og fremst standa helgar tíðir sem hæst á þessari stundu og í öðru lagi er líf okkar allra í herrans hendi“. Þórhildur fann að gamla konan sagði satt, en hví hafði hún pá ver- ið svo smeyk við eitthvað óhreint? „Jeg svaf i!la“, sagði gamla kon- an og horfði alvarlega á Þórhildi „Það var eins og einhver væri alt- af að reyna að draga mig niður úr rúminu. En jeg streyttist á móti .... Sólveig gamla veit lengra nefi sínu, barn ....! Annars .... ann- ars mun eitthvað óvænt gerast í kvöld“. Þórhildur kipptist við Hún hafði aldrei verið því vön að taka spá- sagnir gömlu konunnar hátíðlega. en í þetta sinn gat hún ekki ann- að en lagt trúnað á það sem hún sagði. Gamla konan var óvenju í- byggin og undarleg í kvöld. Þór- hildi varð sem snöggvast hálfilt við. Hvað átti að gerast? Gat það verið nokkuð gott? Var ekki blind- hríð úti og lífshætta? .... Og það var alveg eins og gamla konan veitti hættunni enga athygli, en væri öll í sögum sínum um huldar vættir .... Hún þvingaði hugann frá þessum efnum og reyndi að snúa honum inn á aðrar brautir. En það veittist henni erfitt. Og eins og til að auka á óróa hennar tók gamla konan að syngja sálma hástöfum .... Tíminn leið hægt og silalega. Það var liðið langt fram- yfir miðnætti. Þórhildur sat við hofðagaflinn á rúmi Sólveigar gömlu og var milli svefns og vöku Gamla konan hefur sofnað út frá sálmasöng sínum, og það er dauða- kyrð í baðstofunni. Alt í einu fanst henni eins og baðstofan stækk aði öll. Henni fanst hún vera stödd í stórum sal. Hún situr við hliðina I á ungum manni sem er að lesa í bók, og áður en þau vita af eru þau farin að syngja versið: „Ave Maria, gratia plena, Dominus tecum“. Þau voru í biskupsstofunni á Hólum. Hún lærði þessi einföldu vers utan að og Helgi hafði skýrt efni þeirri fyrir henni. Hvað eftir annað hafði hún yfir þessi einföldu bænarorð. Það var henni fróun að hafa þau yfir, þau voru sem út- breiddur faðmur almóðurinnar, sem ein megnar að lækna sár hjart- ans með fyrirbænum sínum .... Alt í einu rís Sólveig gamla upp á alnboga og hvessir augun á hana. „Mjer heyrðist vera barið“, segir hún. Þórhildur flýtti sjer fram og cpnaði dyrnar, en sá ekkert ann- að en hríðina, sem lamdi á hús- unum. Hrollur fór um hana. Það var, sem hún væri umkringd af dularfullum máttarvöldum, sem teygðu ósýnilega arma sína út eft- ir henni. Hún settist við ljósið og studdi hönd undir kinn. Gamla konan var steinsofnuð aftur .... Alt í einu heyrðist henni eins og eitthvert þrusk væri á þekjunni Hún hrökk saman. Þetta var ekki einleikið. Það var ekki von á fólk- inu ennþá, og gestir mundu tæp- ast vera á ferli í slíku veðri. „Nú er hann að koma“, umlaði í gömlu konunni. „Hann, sem mig var að drevma um rjett áður! Ætlar stórbóndadóttirin á Stað ekki að hleypa honum inn á sjálfa jóla- nóttina?“ .... Þórhildur beið ekki boðanna en hljóp fram og reif upp dyrnar. Það var sama grenj- andi stórhríðin og áður. Hún sveip- aði um sig sjalinu og gekk hik- laust út í glórulausa hríðina. Veð- urofsinn var svo mikill að hún varð að skríða með jörðinni og eftir örstutta stund var bærinn horfinn og hún var alein. En hún skeytti því engu. Á meðan hún barðist við hríðina gat hún gleymt óhug sínum, og hún vissi að hún mundi ekki geta verið ein með Sól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.