Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Page 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 573 er bregst gegn ofbeldi og nauðung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samnings við órjettinn sveigð, að samviskan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. En hvert var það lögmál, sem hönd þeirra á bókfell reit? Er hlutverki þessa boðskapar ekki lokið? I dag er vor ættjörð frjáls eins og veröldin veit og visnuð löngu sú hönd, er oss beygði undir okið. Og hver skal ei virða það fólk, sem af alhuga ann hverri einustu þjóð, er í friði vill brauðs síns neyta? Og það verður aldrei vor sök, ef að sagan kann að segja frá öðrum þjóðum, sem valdi beita. Slíkt hendir þó enn. Og vonlítið getur það virst að verjast því skrímsli, en gín yfir heimsins álfum. En gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst er frelsi voru stendur ógn af oss sjálfum. Og ofbeldishöndin, sem herjar þjóðir og lönd, fær hvergi dulist, hve oft sem hún litum skiftir. I gær var hún máske brún, þessi böðulshönd, sein blóðug og rauð í dag sínu merki lyftir. En vera má, að sú vofa sje fjarlæg enn. Samt vitum vjer öll, að á morg'un g'æti svo farið, eð ættjörðin heimti oss alla til liðs við þá menn, sem eitt sinn hafa sitt land og þess frelsi varið. Og þessvegna leitum vjer þeirra um aldanna firð, að þar skulu átthagans börn hitta frændur og granna. En vei þeim degi er vofunnar myrka hirð é vináttu að fagna í ættlandi slíkra manna. En minnumst þess öll, er vjer förum lil fundar við þá, sein framlíð og hamingja landsins á þökk að gjalda, eð þeir eru fleiri, sem íóru hjer nafnlausir lijá, en fátæk kynslóð þuríti samt á að halda. Þeir unnu sinni ættjörð af trú og dyggð. Þeir áttu sjer fáar þakkir en gleymsku vísa. Og þó — yfir átthagans moldir og móðurbyggð í minningu þeirra allra skal varðinn rísa. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.