Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 komnir inn í sjálfa höfuðborg haf- súlunnar. Súludrápið. Svo var þar ki'ögt af súlu að allt yfirborðið var ein iðandi kös, svo varla varð stígið fæti milli súlnanna. Auk þess var svo mikið af flögrandi súlu, sem ský væri yfir og allt í kring um efra hluta eyjunnar. Varla sást þar annar fugl en súla. Strax og við komurn upp á eyjuna, kom gamla súlan vað- andi að okkur með útbreidda vængi, hún teygði sinn langa háls og haus með opnu gini upp aÓ nefi okkar strákanna og gargaði ósköpin öll. Skildist mjer á til- burðum hennar og rómi, að það væru skammir, er hún þuldi, enda munum við þarna í ríki súlunnar, hafa verið óvæntir gestir, óboðnir og ekki velkomnir. — Eftir að hafa litast urn litið eilt, var byrjað að ,.slá“ ungana — eitt snöggt högg á hnakkann — við áttum að velja úr stærstu og föngulegustu ung- ana, en bannað var að slá gamla súlu og unga, sem ekki urðu not- aðir fyrir ungdóms sakir. Það mátti slá nokkra og standa í sömu sporum og varla þurfti nokkuru sinni að færa sig meira en sláttu- maður við eitt ljáfar. — Það er viðbrugðið grimd og drápgirni mannanna, enda var þetta eitt af mest spennandi verkum er jeg hefi unnið . Magnús Einarsson var dugnaðar piltur og fjörmaður mikiJl, enda kom nú á hann berserksgangur; hann sveiflaði kylfunni liart og títt og vóg á báðar hendur, en hann sást ekki fyrir Varð honum laus kylfan, sem hraut úr hendi hans niður fyrir brúnina. Hann •stóð agndoía fyrst, en gekk svo til okkar og barst lítt af yfir missi sínum, að standa nú vopnlaus í svo sigursælum bardaga. Það varð svo hans hlutverk að bera ung- ana, sem slegnir voru, fram á brún ina* en það var erfitt verk og hversdagslegt. Átti helst að bera 4 í einu, var það allþung byrði, en gangfæri var afleitt. Þarna uppi er urð eða brunahraun og allar hol- ur íullar af fugladrit Varð varla greint, hvort stigið var í holu fulla af mjúkum drit eða á sára nibbu. Annars var mest slegið sem næst þeim stað, þar sem kasta átti nið- ur, en það var á austanverðri suð- urhlið, þ’ar er bergið sljett alla leið niður og hallast nokkuð fram yf- ir sig. Þegar komin var allstór kös á brúnina kastaði Hjalti sjálfur nið ur ákveðinni tölu í hvert sinn. Skipin drógu sig frá meðan kast- að var, en komu svo sitt að hvorri hlið bunkans, er flaut á sjónum, og innbyrtu í snatri áður en straumurinn sundraði Jeg reyndi að telja hve margar væru á lofti, en tókst ekki til hlítar; það var eins og buna, þegar ört var kast- að úr 80 metra hæð. Heldur voru farnar að þynnast fylkingar súlunnar þar sem við gerðum mestan usla, en því meira sýndist saman þjappað vestar á eynni. Sprunga eða gjá liggur um eyna þvera, ekki breiðari en svo, að yfir hana má hlaupa. Hvað hún er djúp sást ekki gjörla því að svo var þar krökt af gargandi súlu, hverri ofan á annari, að hvergi sá í botn. Svo virtist, að einkum gamla súlan hefði flúið þangað. Svo kölluðu bátverjar, að nóg væri komið á skipin Því var þá kastað fram af, sem búið var að sálga, og svo strax haldið áleið- is niður. Gekk það miklu fljótar en ferðin upp, með því að farið var á öðrum stöðum nokkuð af leiðinni og mátti renna sjer á svo- neíndum lærvað lengri leið í einu Var svo íarangri komið í skip Hjalta og hlaupið upp á skipin. — Með glöðum huga og þakklát- um fyrir gæfuríkan dag var stafni snúið, seglin þanin og siglt heim í liðugri kyljunni. Nokkrir rjeru undir, aðrir sungu gleðisöngva. Við höfðum innanborðs um eða yfir 1400 íeita og fullgerða súlu- unga á báðum skipunum. Kaup okkar var einn ungi um tímann (allir jafnt); urðu þeir 19 á mann. Þótti það gott dagsverk og mik- ið búsílag í fátæk heimili og til- breyting í fábreyttu mataræði þeirra tíma. Nokkrir gamlir menn, hyggnir og framsýnir, með langa lífs- reynslu höfðu þó þungan hug til Eldeyjarferðanna, töldu þær hættu legar á opnum skipum, ekki síst fyrir þá, sem væru uppi, ef veður eða sjór snögglega breyttist. Spáðu þeir því, að við mundum komast að fullkeyptu ef við heldum svo fram, sem nú horfði. Höfðu þeir eigi h'tið til síns máls. Önnur Eldeyjarför. Rúmt ár er liðið. Þar sem Eldeyjarförin hafði gengið svo að óskum, sem fyrr var frá sagt, þótti sjálfsagt. að farin yrði slík bjargræðisferð fram vegis, helst á hverju hausti. Síðla sumars 1898 var svo hafinn und- irbúningur að Eldeyjarför á 2 skip- um úr Hvalsnesvör. Skipin voru ,,Hreggviður“ Sigurðar Ólafsson- ar og „Þolinmóður“ Páls bónda Magnússonar á Hvalsnesi. Það var sexæringur, gott skip og vel búið. — Þetta haust var veður um- hleypingasamt á suðvestur landi, sífeldar sunnan áttir, svækjur og brimhroðar. En menn voru ávalt viðbúnir að grípa hverja stund er gefast kynni. Einn morgun um miðjan september lögðu bæði skip- in af stað, veður var þó ekki tryggi- legt og varla kyrr sjór. — Þess má geta hjer, að það höfðu gaml-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.