Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 20
Páll Magnússon ir menn til marks, að ef ekki sprakk bára við Stafnestanga, þá væri lendandi við Eldey, annars ekki. — Komust skipin að Hafna- bergi. Þar var kominn suðaustan kaldi og sýnilega vaxandi land- synningur. Var þar snúið aftur og siglt heim að sinni. — Allir voru þó tilbúnir, hvenær sem kallið kæmi. Og það kom að kveldi hins 2. október. Kl. 4 að morgni skvldu allir skipverjar mæta við Hvals- nesvör. Það hafði verið norðan stormur um stund og var vonast eftir veðurleyfum næsta dag. Skipt ar voru þó skoðanir að morgni og spádómar á ýmsa lund um veð- urútlit. Það var að vísu logn, en ekki heiðskírt, nema lyfrauð rönd neðan undir í austri og landnorðri og sunnanhljóðið gaf til kynna að bárur væri að brotna við Stafnes- tanga. Skipin voru þá sett fram í herrans nafni og til allrar lukku borin í þau rífleg kjölfesta (grjót). Á Þolinmóði, skipi Páls Magn- ússonar, voru þessir 10 menn: Páll Magnússon, Hvalsnesi, for- maður. Magnús Jónsson, Hvalsnesi, há- seti. Bjarni Magnússon. Hvalsnesi, háseti. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jónas Gunnarsson, Hvalsnesi, háseti. Guðmundur Guðmundsson, Tjörn, háseti. Einar Árnason, Garðbæ, háseti. Jón Jónsson, Ökrnm. háseti. Guðjón Jónsson, Ökrum, háseti. M gnús Þórarinsson. Löndum, háseti. Jón Steingrímsson, Nesjum iiá- seti. Kl. 5 mánudagsrr orguninn, 3. okt. var lagt á stað og tekinn logn- róður suður með landi. Á Hafn- arleir fundum við austan andvara fyrst, voru þá sett öll segl og hald- ið á Eldey. Sigldum við þá í gegn um mikinn sæg útlendra botn- vörpuskipa, sem voru þar að veið- um djúpt á leirnum. Þegar við komum að Eldey var andvari orð- inn að blásandi byr og vindbáran braut á landgönguklöppinni. Þó voru segl felld og átti að „sjá til“ eins og þeir sögðu. Allt árdegið hafði þó loft verið að „gróa upp“ og auðsjeð að hverju dró um veð- ur. Suðurfall var fyrst við Eldey og helt straumur við vind með því að hafa árar stungnar í kjöl og halda skipunum undan vindi. — Sjómenn eru yfirleitt rólyndir á sjóferðum og æðrast ekki þótt óskir þeirra og fyrirætlanir renni út í sandinn vegna veðurbreyt- inga, þeir vita, að ekki þýðir „að deila við dómarann“. — Sýnilegt var löngu fyrr, að ferðin yrði ár- angurslaus, en menn töldu vísa skemtilega siglingu heim á rúm- um 2 tímum með norðurfallið í hönd. Tóku nú margir upp mal sinn, mötuðust og voru glsðir. Loks þegar fyrirliði uppgöngunn- ar, Guðjón Jósepsson (Hjalti Jóns- son var ekki með í þesgari ferð), lýsti því yfir, að hann klifi ekki Eldey í dag, kom formönnum sam- an um, að þetta væri tilgangslaus bið. Voru þá möstur reist og greitt úr seglum í skyndi. En í sama bili Sigurður Ólafsson. helltist þykkur sortinn úr suðrinu eins og feiknstór alda yíir Reykja- nes, Sandvíkur og Hafnaberg. Þar með var öll landsýn horfin, um leið byrjaði að rigna og herða enn veðrið. Enginn kompás var með í förinni. í hafvillu. Var svo siglt látlaust í 5—6 tíma. Okkur þótti einkennilegt að sjá engan togara af þeim sæg, sem áður var á leið okkar. Annars gerðist ekkert markvert á þessari leið, nema að stagfokka okkar rifn- aði í hengla, enda var þá mál að fækka seglum og s^agfokka ætíð fyrst tekin frá. Við höfðum fyrir löngu vonast eftir að sjá þess merki, að land nálgaðist, t. d. með smækkandi báru, kunnuglegu sjó- lagi, æðarfugli, þangi á reki o. fl. er sjómenn þeirra tíma notuðu í stað bergmáls, miðunarstöðva, rad- artækja og hvað það nú heitir allt saman, sem notað er í dag og ekki má án vera. Taka nú bæði skipin að kanna dýpi. í skipi okkar var 90 faðma snæri, því var öllu rennt en ekki fannst botn. Hreggviður hafði aðeins 60 faðma færi. Sú stað reynd blasti þá við okkur, að við værum einhversstaðar úti á hafi, á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.