Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 577 Jón Steingrímsson opnum bát, í austan roki, kompás- lausir í mjög þröngum sjónhring og skamt að náttmyrkri. Enginn kann aðist við meira dýpi en 60 faðma í ystu fiskileitum opinna áraskipa í Misnessjó. Hvar vorum við? Enn eru sett segl. Sigla nú bæði skipin um klukkutíma á hvern veg það sem eftir er dagsins. En allir voru á einu máli um, að siglt hafi verið lengst af með of miklum seglum, svo að oft þurfti að láta „kala við jaðar“ og „gefa út klyv- er“. Siglingin hafði því verið óró- leg og skipið fór mikJu ver í sjó. En okkur var áhugamál að missa ekki úr augsýn Hreggvið, sem var miklu stærra skip og skriðdrýgra. Vindur var hvass og kvikur krapp- ar og stórar. Okkur var sagt síð- ar, að seinni hluta hins umrædda dags hafi verið illstætt austanrok á landi. Páll formaður okkar var búinn að sitjr við stýri allan dagirn, bann var því orðinn kaldur og stirðar og fjekk einum hasetamia stýrið um stund. Ekki leið á löngu að hnútur rís og skall svo harkalega á framkinnung að brakaði í skip- inu og talsverður sjór kom inn. Slæmri stjórn var um kent, enda tók þá Páll aftur stýrið. Þá var það, að einn hásetinn talaði um, að ljótt væri útlitiö og líklega yrði þetta okkar síðasta för. Páll for- maður tók hann á orðinu og bað hann eigi mæla æðru orð, held- ur skvldum við taka hverju, sem að höndum bæn með karlmensku og hugprýði. Var það einróma end- urtekið um allt sk’pið, og þeir, sem.rjeru undir ryktu. fastar í ár- arnar, orðum sínum til áherslu. Arar voru einlægt hafðar úti á kulborða, var það giört í tvennum tilgangi, þegar bárur komu var seilst til að dýfa þeim öllum sam- tímis í báruna, árarnar urðu þá einskonar brimbrjótui og drógu ótrúlega úr afli bárunnar. í ann- an stað var okkur kalt. Sú óvenja var algeng, einkum hjá yngri mönn um, að fara ver hlífaðir í aðrar sjóferðir en fiskiróðra. og svo var hjer. Við vorum því orðnir alvot- ir innst sem yst af sífeldri rign- ingu og ágjöf og nærri því rifust- um um árarnar okkur til hita. Það er farið að skyggja og Hregg viður hverfur okkur í sorta og rökkur, en það bar til, að klyver hans slitnaði niður við toppinn og varð ekki aðgjört nema leggja mast ur. Þeir sáu okkur sigla fram hjá en við sáum ekki til þeirra. Fyrst Hreggviður er horfinn liggur okk- ur ekkert á, það er best að rifa öll segl undir nóttina, láta svo hala, eitthvað, okkur er sama hvert, aðeins að veijast áföllum, og vera „ofan á“. Björgun. Við erum á suðurslag með allt rifað og rólegt eftir atvikum. Kl. er um hálf átta að kvöldi og orð-^ ið . akLmt og því fremur vegna mikils sorta í lofti. Allt í einu sá- um við móta fyrir háum dökkva í sortanum og myrkviðrinu fram undan. Okkur mun öllum hafa kom ið sama í hug: Eldey aftur! Gott! Við vitum þá hvar við erum. En Magnús Þórarinsson það skipti engum togum, að hjá okkur brunar þrímastrað brigg- skip. Einn maður kallar! Ekkert svar. Formaður bauð: köllum allir í einu! Skipsmenn heyrðu ópið, en sáu ekkert. Eftir augnablik er skip ið stansað, en var þá að því kom- ið að hverfa aftur í sortann og dimmuna. Við rifum niður seglin, tókum til ára og rerum að skip- inu. Formaður stýrði og ætlaði að hljesíðu, en þegar við voj im aft- an við skipið, kastaði einn skips- manna altur af hekkinu kaðli, sem lenti þvert yfir barkann, en fram- ámenn okkar gripu til cg rvktu okkur inn undir hekkið á skipinu. Sem nærri má geta, í þeim hauga- sjó, fengum við þarna livert högg- ið eftir annað á barkann, þaé hevrð ist á brothljóðinu að bark n var áð molast. En ekki þótti fært að róa aftur á bak þá þegar, því að 4 menn hengu í kaðlinum í þeim vændum að komast upp þarna. Ef þeir hefðu hrapað n'ður, sem lík- legt var, allir í þunguru iklæð- um (brók og skinnstakk'' ’’lta fvrir- kallaðir og hver fyrir ö , voru þeir „búnir að vera“ ef smpið var eklti undir. Loksins komust menn- irnir upp með hjálp skipsmanna. Var þá strax róið aftur á bak. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.