Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 24
580 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aldebaran er að komast á hraun- brún með lóðsflaggi. Fögur skeið, með drifhvítum seglum kemur frá Seltjarnarnesi. Það er hafnsögu- maðurimi Þórðiur Jónsson i RaOa- gerði, stórvirðulegur maður, sem vakti traust við fyrstu sýn. Mun bá öllum áhyggjum hafa Ijett af Hansen skipstjóra. Um kl. 5 síð- degis á þriðjudag var akkerum kastað í Reykjavíkurhöfn. Enginn var þá síminn og samgöngur allar seinar. Tveir af fjelögum okkar, þeir Guðmundur á Tjörn og Magn- ús Jónsson, fófu strax á stað fót- gangandi áleiðis heim, sem hrað- boðar, að láta vita um okkur. Þeir komust að bæ einum á Vatnsleysu- strönd og náttuðu þar, því Guð- mundur var þá orðinn veikur þó liraustmenni væri. Þeir munu hafa gengið hratt, því ferðinni var heit- ið heim í einni lotu. En það er ósvikinn 12—14 tíma gangur hraust ustu mönnum. Að morgni var Guð- mundur liress og báðir hvíldir — Lögðu þeir þá aflur á stað. Glcðiírjettir. Melaberg heitir einstakur bær á Miðnesi milli Fuglavíkur- og Hvals neshverfis; liggur vegurinn frá Keflavík við túnið á Melabergi. — Þeir ferðafjelagarnir Guðmundur og Magnús fara þar heim og kveðja dyra. Jón bóndi kom fram og varð undrandi, er hann sá fyrir dyrum standa 2 menn af skipshöfnir.ni, sem allir töldu „af“. — Jón var til- finningamaður, drenglyndur, dugn- aðar- og hugmaður mikill. Hann segir konu sinni, Guðbjörgu Gunn- arsdóttur, sem einnig var komin fram, að láta mennina fara inn, hvíla sig og fá hressingu, sjálfur lilaupi hann suður í hverfi og segi frjettirnar. Hann hljóp svo á stað eins og hann stóð snöggklæddur og berhöfðaður. Jón kallaði til alira, sem hann sá, og annarsstaðar ínn um dyr og jafnvel glugga: „Þeir eru allir lifandi og koma heiir. á morgun.“ Hann gekk á röð eíri bæjanna fyrst en þá neðri í baka- leið og var nú á leið að þeim síð- asta. — Sigriður í Garðbæ var greind kona og ekki myrk í rnáli, en fljótfærni brá íyrir einstöku sinnum. Hún var nú ein heima og úti stödd er hún sjer að Jón kemur hlaupandi, snöggklæddur, berhöíð- aður, sveittur mjög og móður, en hárið mikið og svitastorkið stóð í allar áttir. Hann kallar til hennar sömu orðin og áður. Húu horfir til hans og segir: „Hvað ertu að þvaðra? Heldur þú að jeg viti ekki, íð þeir eru allir „farnir“?“ Hún htur svo út í bláinn og tautar eins og við sjálfa sig á þá leið, að nóg afhroð hafi nú goldist hjer í hvcrf- inu, þó ekki bættist það ofan á, að Jón á Melabergi sje orðinn vitlaus. Jón finnur, að hjer þarf að leið- rjetta misskilning og segir henni alt, sem hann veit í þessu efni. Söng þá við annan tón. „Mjer þykir þú segja gleðifrjettir, komdu inn góði, jeg ætla að snerpa á katlinum Já, á dauða mínum átti jeg von, en ekki því að þeir væru lifandi".-------- Páll Magnússon fjekk loforð um, að koma skyldu þakkarorð fyr- ir björgunina. Birtust þau í ísafold 8. okt. 1898 og voru á þessa leið: „Skipshöfnin, sem bjargað var um daginn fram undan Miðnesi, vill láta fluttar innilegar þakkir skipstjóranum á Aldebaran, H. Hansen frá Stafangri, fyrir hinar ágætu viðtökur, er hún fjekk hjá honum: Ljeði þeim, sem vildu þur föt og þurkaði það, sem vott var, veitti þeim besta beina og var hinn alúðlegasti á alla lund, skilaði þeim af sjer í Reykjavík daginn eftir.“ Hcimkoman. Á áttunda tímanum fimtudags- morguninn 6. okt. vorum við að tínast niður á Björnsbryggju (múr ara) til þess að komast með Reykja víkinni, sem átti að fara á stað til Keflavíkur kl. 8. Gekk sú ferð að óskum. Þá áttum við eftir tveggja stunda gang heim. Það mun hafa verið fengin ein flaska í Keflavík til hressingar yfir heiðina fyrir þá, íem vildu vera með. — Eitthvað var þaö inni í okkur eftir þetta sameiginlega skipbrot, sem olli því, að við kvöddumst með meiri inni- leik, en venjulega. Fór svo liver heim til sín. Mjer var ástúðlega tekið af ior- eldrum og systkinum, sem vænta mátti. Sömuleiðis af vini mínum, Símoni Björgúlfssyni, sem var lang varandi sjúklingur á heimili okk- ar (hann andaðist á Laugarnes- spítala nokkrum árum síðar), en það sagði mín blíða móðir, er hún grátandi gleðitárum tók soninn sinn týnda og afturfundna í faðm sinn, að sárust hefði sjer verið sú n^gandi sjálfsáklögun, að hún skyldi láta mig fara. Smáiíteiiiar. í haust liitti jeg gamlan og grcind- an bónda, sem var að hlaða grjótgarð. Hann haíði þar hjá sjer bæði stóra steina og smósteina. Og hann fór að tala um það hvað smásteinarnir væru nauðsynlegir tii þess að skorða stóru steinana. „Þaimig er það lika i lífinu", sagði hann. „Þar þarf smælingja eins og mig til þess að sltorða stórmennin. Við komumst ekki af án þeirra, og þeir komast ekki af án okkar" „En þessu gleyma nú stórmennin stundum“, svaraði jeg. „Já, þau gleyma því, en það er verst fyrir þau sjálf, því að þá hrynur garð- uriræ“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.