Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 30
5flS LESBÓK MORGUNBLADSINS sveinarnir væri allir komnir utan af haíi og færu aftur á aðfangadag. Þess vegna átti það ekki að bregð- ast að aflandsvindur væri á að- fangadaginn. Brandajól Fram til 1770 voru jólin þrí- heilög, en þá var þriðji í jólum feldur niður sem hátíðardagur. Ef aðfangadag eða fjórða í jólum bar upp á sunnudag, þá voru köll- uð brandajól hin stóru, og jafnvel eins ef Þorláksmessu bar upp á sunnudag. Stóru brandajól hjetu því þegar fjórheilagt varð. En þeg- ar þriðji í jólum var afnuminn sem helgidagur, voru kölluð brandajól þegar þríheilagt varð. — Enn er talað um brandajól og stóru-branda jól. Brandajól eru þegar aðfanga- dag ber upp á sunnudag, en stóru- brandajól þegar þriðji í jólum er sunnudagur. Jólamessa Fram til 1744 var það venja að messa á jólanóttina, en sú venja var þá tekin af með konunglegri tilskipun. Þessar jólamessur þóttu mikil hátíðabrigði og fóru þá allir til kirkju, ef fært var veður. Var þá oft skilin eftir ein manneskja til að gæta bæjarins. En það var víða hið mesta hættuspil, því að þá voru álfar og aðrar vættir á ferli og heimsóttu bæina. Eru til ótal þjóðsögur um ævintýri þeirra, sem heima sátu á jólanótt. Eftir að messur á jólanótt lögðust niður, var tekinn upp sá siður að hefja messu í dögun á jóladag. Þá varð fólk að fara á fætur um mið- nætti, til þess að gefa skepnunum. Síðan var lesinn jólalesturinn á Jónsbók og að honum loknum fóru menn að tygja sig til kirkjuferðar, svo að þeir væri komnir þangað fyrir dag. Þessi siður mun hafa haldist lengst undir Eyafjöllum (fram að 1835). -,._+ NOTADU TIMAMN - til 00 vinna — það er lciðin íil sigurs; lil að hugsa — það gcrir þig að meiri rnanni; til að skemta þjcr — það viðheldur rrskufjöri þínu; iil að lesa — það gerir þ'g mentaðan; lil áð elska — það er guðsríki á jitrð; til að biSjast fyrir — það gerir þig að góð/im /nanni; ti! rið auðsýna vináttu — þáð er leiðin 1il jarsa'ldar; til að vcra kurtcis við alla — það er aðahmerki mannsins- ——* Jólaköttur Ef einhver fekk ekki nýa flík að fara í um jólin, var ^agt að hann „færi í jólaköttinn", eða „klæddi jólaköttinn". Jólakötturinn var víst hugsaður sem einhver óvættur, sem átti að taka alla þá, er enga flíkina fengu. Sjálfsagt var talið að allir fengi nýa skó um jólin, en þeir voru ekki taldir til flíka, svo að menn gátu farið í jólaköttinn fyrir því. Þessir skór voru hafð4r vandaðri en venjulegir skór, oftast bryddir og stundum með skrautlegum ílepp um. Þeir voru kallaðir iólaskór. Jólasveínar og jólameyar Víða tíðkaðist það á bæum að rita skrá um nöfn allra þeirrn, sem komu á jólaföstunni. Þessir gestir voru nefndir jólasveinar og jóla- meyar. Á aðfangadagskv. var svo hvert nafn skrifað á lausan miða, og hvor um haldið sjer, jólasveinum og jóla- meyum. Svo voru piltar látnir draga miða með nöfnum jólamey- anna, en stúlkur miða með nöfnum jólasveinanna. Var þá stundum mikil eftirvænting hvort það nafn- ið var dregið er menn óskuðu helst. Stundum gaf svo einn heimamanna saman öll hjónaleysin, með því að lesa vísu úr einhverri ljóðabók og fletta henni upp af handahófi. Varð oft mikið gaman úr þessu. Þessi leikur var kallaður „að draga jóla- sveina og jólameyar." áMe. BRIDGE S: 8-2 H: 9-4 T: D-8-7-5-3 c. ir P n L: Á-K-G-2 b. iv-Lj-y-ö-'t N V A S o: n-iu-o H: 7-6-2 H: Á-5 T: 6-4 T: K-G-10-9-2 L: 8-6-4 L: 10-9-3 S: D-7-5 H: K-D-G-10-8-3 T: Á L: K-7-5 Sagnir voru þessar: S V N A 1 H P 1 gr. P 1 H P 4 H P P P Vestur slær út S 6. Ef A spilar rjett er spgnin töpuð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.