Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stúlkur. Það var byrjun að KFUK. Fermingarstúlkur vorsins neyddu mig til þess að stofna líka fjelag fvrir ungar stúlkur. Það hafði mjer aldrei dottið í hug, en hef aldrei sjeð eftir því. Um haustið eftir sprengdu pilt- arnir borgarasalinn, en bæjar- stjórnin helt áfram góðleik sínum og lánaði leikfimissalinn í Mið- bæjarskólanum. Þar stóð fjelagið í blóma næsta vetur og piltar um og yfir tvítugt fóru að ganga inn. En næsta haust bannaði hjeraðs- læknirinn allar samkomur og fundi í leikifimissalnum. Þá stóð jeg og allur flokkurinn húsnæðis- laus á götunni. Það varð mikill þrautavetur sem fór í hönd. Fje- lagssystkini vor í Danmörku hlupu þá undir bagga og varð því fært um haustið 1901, að festa kaup á Melstedshúsi við Lækjartorg og fengust þá þegar 2 stofur til fund- arhalda. Þar var svo 2. jan. 1902 stofnuð aðaídeild fjelagsins fvrir unga menn 17 ára og eldri. Næsta vor kom aðalframkvæmd- arstjóri alþjóðafjelagsins, Charles Fermaud, í heimsókn. Þá var sett regluleg stjórn í fjelaginu og varð Jón Helgason, síðar biskup, fyrsti formaður þess. Það varð fjelaginu til hinnar mestu hamingju og blessunar, að inn í þá stjórn kom Knútur Zim- sen, síðar borgarstjóri, minn kæri vinur og samherji frá stúdentsár- unum, og hefur hann verið í stjórn- inni ætíð síðan; tók hann strax við stjórn sunnudagaskóla vors og fyrir aðgöngu hans fengum vjer vorn fyrsta fundarsal í Melsteðs- húsi. Nú þori jeg ekki að halda fje- lagssögunni lengra áfram í ein- stökum atriðum. Jeg hef dvalið svo lengi við þessi fyrstu ár fje- lagsskaparins, því að þau voru grundvallandi ár í fjelagssögunni. í byrjun var sá grundvöllur lagð- ur, sem fjelagið hefir aldrei kvik- að frá. Grundvöllurinn var og er Jesús Kristur, Guðs eingetinn sonur, frelsari vor, og starf hans heilaga anda í hinni heilögu almennu kirkju og sjer í lagi í hinni lut- hersku þjóðkirkju íslands. Á þessum grundvelli byggjum vjer starfið. Þungamiðja starfsins er Guðsorð í gamla og nýja sátt- mála Heilagrar Ritningar, hin heilögu sakramenti, trúarjátning postulanna og bænirnar. Markmið starfsins er það að vinna æskulýð íslands til lifandi trúar á Jesúm Krist og með per- sónulegu starfi í bæn og boðun Guðs orðs að útvega fjelaginu og um leið kirkjunni unga starfsmenn sem í trú og fórnfúsu sjálfboða- starfi hjálpa ungu fólki til þess að komast til Krists og verða höndlað af Kristi í Guði. Þetta hefur frá byrjuo verið stefnuskrá KFUM og systurfjelags þess, KFUK. Fjelagið vill alls ekki vera og hef ur aldrei verið, neinn sjertrúar- flokkur, heldur starfar í kirkjunni fyrir kirkjuna. Vjer erum svo þröngsýnir að vjer trúum því og kennum, að Jes- ús Kristur sje einasti vegurinn, hinn algjöri sannleikur og lífið sjálft, að enginn geti komist til Föð- urins nema fyrir hann, og að þess vegna sje iðrun og afturhvarf og samfjelagið við Guð í hlýðni og helgun nauðsynlegt til að öðlast fyrirgefning syndanna og eilíft líf. En vjer erum svo víðsýnir, að vjer frá upphafi höfum haft dyrn- ar inn í fjelagið svo víðar að allir drengir, piltar og fullorðnir menn eru velkomnir, og vjer spyrj um þá ekki neins við upptöku þeirra. Vjer spyrjum ekki um kristindóm þeirra eða trúarskoð- anir, ekki um afstöðu þeirra í al- þjóðarmálum, heimtum ekki af þeim neina játningu, loforð eða skuldbindingu. Sjerhver sem vill koma er velkominn. Við inngöng- una skýrum vjer þeim frá því, hvert sje markmið vort, að styrkja trúaða, sem koma, í trúnni, að vekja þá sem enn eru ekki trúað- ir orðnir og hjálpa öllum til að kynnast Guðs orði og frelsara þeirra, Jesú Kristi, svo að þeir fái löngun til að koma til hans og öðlast frelsið og trúarvissuna. Aðeins verða þeir að hlýða því að allur boðskapur fjelagsins er fluttur á grundvelli hins opinber- aða orðs í Ritningunni og í sam- ræmi við trúarjátningu postul- anna. Líki einhverjum ekki vor boð- skaparmáti er honum eins greið út- gangan eins og inngangan var. Vjer erum svo vdðsýnir og frjáls- lyndir að vjer tökum með gleði á móti hverjum trúuðum lærisveini Krists, úr hvaða kirkjudeild eða kristilegu trúarfjelagi sem er, en ætlumst auðvitað til að hann reyni ekki til að draga eða að lokka vora trúuðu og leitandi ungu menn til sjerkirkju sinnar eða flokks, eins og vjer reynum aldrei til að draga trúaða úr öðrum flokkum til vor. Vjer gleðjumst þvert á móti, ef vjer heyrum að einhver vantrú- aður eða afneitari hafi orðið trú- aður lærisveinn Krists annars stað ar en hjá oss. Vjer höfum til hjálpar hinum ungu stuðlað að menntun ungra manna (með kvöldskóla, mennt- andi og fræðandi fyrirlestrum, með góðu bókasafni o. s. frv.) og að líkamsíþróttum og öllu slíku eftir því sem vjer höfum getað. Vjer höfum reynt að hlynna að kristniboðsstarfi hjá heiðingjum, og vinna í bróðerni og einingu með kristniboðsfjelögunum og haft siálf ir blessun af því. Vjer viljum gjarna vera ákveðn- ir á móti öllum afslætti í aðalatrið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.