Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3 LJÚSM. MBL: ól. k. magnússdn. Sjera Maguús liunólfsson og sjera Friðrik Friðriksson á íundi yngstu deildar KFUM. ura trúar vorrar og reynum að berjast á móti allri afneitun á Guð dómi Jesú Krists drottins vors, því tilbiðjandi beygjum vjer knje vor fyrir honum einum. Þetta eru höfuðdrættirnir og að- allínurnar í fjelagsstarfi voru. Vjer álítum að vjer oft höfum verið allt of hálfvolgir í verki voru; á oss, mjer og mínum bræðrum eru margir agnúar og gallar; það vit- um vjer vel og finnum sárt til þess. Vjer höfum langt frá náð því sem vjer þráum í starfi voru. Það liefur oft verið mjer til huggunar að hugleiða orð Krists til safnaðarins í Fíladelfíu (Opinb. 3): „Jeg þekki verkin þín — sjá jeg hef látið dyr standa opnar fyr- ir þjer, sem enginn getur lok.að. Jeg þekki að þú hefur lítinn mátt, en hefur varðveitt orð mitt og ekki afneitað nafni mínu“. Vjer höíum viljað vera trúir lá- varði vorum Jesú Kristi. Vjer höf- um oft reynst ótrúir, en hann er trúr. Þegar jeg’ kom heim eftir 6 ára dvölina í Danmörk og sá að ekki aðeins hefur öllu verið haldið í horfinu, heldur að starfið og lífiö í Guði hafði styrkst og' blómgast, þegar jeg sá liinn íríða flokk læri- sveina Jesú, sem unnist höfðu fyr- ir Krist eða þroskast í trúarlífinu, sá hina ungu áhugasömu með- starfendur undir forustu rníns elskulega vinar, sjera Magnúsar Runólfssonar, þá loíaði jeg Guð. og minntist aldur míns, þá komu og orð Símeons gamla inn í huga minn: „Nú lætur þú, Drottinn þjón þinn í friði íara, — því að augu mín hafa sjeð hjálpræði Drottins!“. (Luk. 2.). Jeg hef nú sjeð hjálp- ræði Guðs opinberast í lífi úngra manna og í starfi fjelagsins, og það mun halda áfram hjá þeim ungu, sem eiga að leysa oss hina gömlu aí hólmi. En þetta skal vera mín kveðja og hvatningarorð: Já, Guði sjeu þakkir, sem gei'ur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Þessvegna, mínir elsk uðu bræður, verið íastir, óbifan- legir, síauðugir í verki Drottins, vitandi að erfiði yðar er ekki ár- angurslaust í Drottni. (1. Kor. lö, 57—58). ^.14. ^14 ^14 §&» 'éáf *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.