Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1949, Blaðsíða 6
6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS SKIPULAGNING í ÍSRAELSRÍKI Alþjóðar vinnusamband HJER SKAL sagt írá merkilegri stofnun sem Gyðingar hafa komið upp hjá sjer og nefnisc Histadrut. Venjulega er það nefnt Alþvðu- sambandið en ætti fremur að kallast Alþjóðarsamband Israels. Histadrut þýðir „Samband“ og sem stendur eru í þv' 180.000 manna, og ef fjölskyldur þeirra eru taldar með, þá verður þetta um helmingurinn af þjóðinni. —Hver sá, sem vill hjálpa til að byggja upp Ísraelsríld, er vel- kominn í sambandið, segir einn af foringjum þess. Þetta þýðir það, að í sambandinu eru eigi aðeins verkamenn, heldur einnig menn úr öllum öðrum stjettum, skrifstofu- menn, prófessorar, kennarar, lækn ar, bændur, kaupamenn og jafnvel sendisveinar. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Histadrut er sam- band margra fjelaga, en það er ekki stofnað sem verkamanna samband, heldur er það stofnað til þess að byggja upp nýtt þjóðskipulag hjá nýrri þjóð. Það er einstakt í sinni röð og er nokkurs konar ríki í ríkinu. Það ræður yfir 96^ af öllum samgöngu tækjum, stærsta bankanum og vá- tryggingastarfsemi. Það rekur sigl ingar og flugferðir. Verkfræðing- ar þess skipuleggja og byggja ný þorp frá grunni, reisa brýr, spít- ala, gera vegi og hafnir. Svo á sam- bandið sjálft verksmiðjur sem fram leiða ýmislegt til bygginga, svo sem pípur, sement, hreinlætistæki og gler. Það gefur einnig út blöð og tímarit og rekur 350 skól ', þar sem menn geta stundað nám frá barn- æsku til fullorðins aldurs. Það mun enginn dveljast lengi í Gyðingalandi áður en hann finn- ur að hann er kominn upp á Hista- drut á ýmsan hátt. Hann mun komast að því, að fiskurinn, sem hann etur, er kominn úr fiskirækt- unar-vötnum Histadrut í Galileu. Ilskór, sem hann kaupir bera merki Naberya, en það er ein deild sambandsins. Fari hann skemtiferð með skipi á Tiberiavatninu, þá á Histadrut skipið o. s. frv. Histadrut var stofnað fyrir 30 árum sem nokkurs koaar sam- vinnufjelag verkamannafjelaga og verkamannaflokksins. Og þar sem þarna gat ekki verið um neina þjóðnýtingu að ræða, þar eð Gyð- ingaríkið var ekki til ~ma í orði kveðnu, þá tók Histadiwt það hlut- verk að sjer. Og það var ekki hik- að við að fá því í hendur ýmis fyr- irtæki, sem einstakir menn eða hlutafjelög höfðu stofnað Það er nú svo einkennilegt að verklýðssambandið í Gyðingalandi var stofnað af bændum. En innan sambandsins er ekki gerður neinn greinarmunur á þeim, sem vinna í sveit eða borgum nje á þeim, sem vinna erfiðisvinnu og hinum sem vinna með höfðinu. Af fjelags- mönnum er ekki annars krafist en að þeir vinni fyrir sjer sjálfir En Histadrut hjálpar þeim eítir bestu getu. Þeir fá ókeypis læknishjálp, þegar sjúkdómar berja að dyrum, þeim er útveguð atvinna ef þeir geta það ekki sjálfir, þeir fá elli- styrk þegar þeir eru ekki lengur vinnufærir og ekkjur og börn njóta framfærslueyris. Histadrut reynir að stuðla að samvinnu Araba og Júða í land- inu, og hefir gert mikið til þess að arabiskir verkamenn geti lifað við jafn góð kjör og hinir. Margar þús- undir Araba liafa gengið i sam- bandið og hafa sjeð að Gyðingar standa sjer framar um mentun og hagsýni. Eitt af aðal hlutverkum Hista- drut er að taka á móti innflytjend- um, útvega þeim land og sjá um að þeir rækti það. Þetta er vanda- verk og upp af því hafa sprottið nokkurs konar samvir.nubvgðir, sem þeir nefna „kvutza“. Höfuð- reglan þar er sú, að menn leggja fram eftir efnum og ástæðum og bera úr býtum það, sem beir þurfa til brýnustu þarfa. Hverri „kvutza“ er stjórnað af sjerstakri nefnd, sem sjer um allar framkvæmdir og ákveður hvað gera skuli. Histadrut kaupir alla framleiðsluna og sjer þeim fyrir vörum. Þegar ákveðið hefir verið að stofna samvinnubygð, koma fyrstir á vettvang sjerfræðingar frá Meko rot vatnsfjelaginu, sem er deild í Histadrut. Þeir byrja á því að bora eftir vatni þangað til nóg er feng- ið bæði til heimilisþarfa og áveitu, og svo leggja þeir vatnsleiðslu. Fje- lag þetta hefir þegar grafið brunna, sem framleiða 2.750.000 teningslítra af vatni á ári, og ætlar að auka það upp í 4.000.000 teningslítra. Önnur deild í Histadrut er Nakhs bon gufuskipafjelagið. Það annast flutning á vörum og farþegum milli landa, er sjómannaskóli fyrir æsku lýð Júða, útvegar allar bær vörur sem fiskimenn þurfa að nota Und- ir það heyrir einnig fiskræktin í tilbúnum tjörnum í Galileu. Margt er gert til þess að menn þurfi ekki að vera atvinnulausir í 4 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.