Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 1
bék 2. tölublað Sunnudagur 16. janúar 1949 XXIV. árgangur. MERKASTI BLETTURINN í REYKJAVlK ÞEGAR byrjað var að byggja v^rk smiðjuhúsin (innrjettingarnar) í Reykjavík 1752, var gamli Víkur- bærinn rifinn. Mestar líkur eru til þess að sá bær hafi verið á sama stað og fyrsti bærinn í Reykjavík stóð, bær Ingólfs Arnarsonar. Þótt ekki sje nú nema tæp 200 ár síðan Víkurbær var rifinn, greinir menn nokkuð á um það hvar og hvernig bæarhúsin hafi staðið. En eftir öllu að dæma finst mjer til- gáta Eiríks Briems sennilegust — Bærinn hefur staðið neðst í brekk- unni vestan við Aðalstræti og hús- um skipað þannig að þau stóðu í röð meðfram brekkunni, og hafa þil snúið gegnt austri. Fyrir framan hefur verið hlað og traðir og norð- ur úr þeim sjávargatan út í Gróf- ina. En beint austur af bænum er kirkjan og kirkjugarðurinn, og að- eins hlaðið og traðirnar milli bæ- arins og kirkjugarðsveggsins. Verksmiðjuhúsin voru reist á þrjá vegu umhverfis kirkjugorð- inn. Þar, sem Víkurbærinn hafði staðið (eða hluti af honum) beint á móti kirkjunni, var bygt timbur- hús sem nefndist Lóskurðarstofan, og var íbúð aðstoðarmanns þar uppi á loftinu. Öll voru verksmiðju húsin tölusett og var Lóskurðar- stofan nr. 5. Lítið útihús var þar hjá henni og var nr. 6. En rjett SAGA AF EINU HÚSI Lóskurðarstufan fremst á myndinni. fyrir sunnan var 17 álna langt hús úr torfi og sneri austur og ves'ur. Var það nr. 7 og kallað Ullarstof- an og mun þar hafa verið gevmd ull og aðgreind, eins og nafnið bendir til. Norður með brekkunni voru svo önnur hús reist og eins norðan við kirkjugarðinn. En á milli þeirra var Víkurhlað og trað- irnar og myndaði vísirinn að fyrstu götunni í bænum. Nyrst undir brekkunni (þar sem nú er Ingólfs- Apotek) voru verslunarhúsin end- urreist, þegar þau voru flutt úr Örfirisey og stóðu vestan við sjáv- argötuna. Framlengdist þá gítan niður að sjó og fekk nafnið „Hcved gaden". Seinna var hún um nokk- urt skeið kölluð Klúbbgata, en nú um langt skeið Aðalstræti. Lóskurðarstofan var ekki stærsta timburhús innrjettinganna. Við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.