Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 1
MERKASTI BLETTURINN í REYKJAVÍK SAGA AF EINU HUSI Lóskurðarstofan fremst á myndinni. ÞEGAR byrjað var að byggja yark smiðjuhúsin (innrjettingarnar) í Reykjavík 1752, var gamli Víkur- bærinn rifinn. Mestar líkur eru til þess að sá bær hafi verið á sama stað og fyrsti bærinn í Reykjevík stóð, bær Ingólfs Arnarsonar. Þótt ekki sje nú nema tæp 200 ár síðan Víkurbær var rifinn, greinir menn nokkuð á um það hvar og hvernig bæarhúsin hafi staðið. En eftir öllu að dæma finst mjer til- gáta Eiríks Briems sennilegust — Bærinn hefur staðið neðst í brekk- unni vestan við Aðalstræti og hús- um skipað þannig að þau stóðu í röð meðfram brekkunni, og hafa þil snúið gegnt austri. Fyrir framan hefur verið hlað og traðir og norð- ur úr þeim sjávargatan út í Gróf- ina. En beint austur af bænum er kirkjan og kirkjugarðurinn, og að- eins hlaðið og traðirnar milli bæ- arins og kirkjugarðsveggsins. Verksmiðjuhúsin voru reist á þrjá vegu umhverfis kirkjugorð- inn. Þar, sem Víkurbærinn hafði staðið (eða hluti af honum) beint á móti kirkjunni, var bygt timbur- hús sem nefndist Lóskurðarstofan, og var íbúð aðstoðarmanns þar uppi á loftinu. Öll voru verksmiðju húsin tölusett og var Lóskurðar- stofan nr. 5. Lítið útihús var þar hjá henni og var nr. 6. En riett fyrir sunnan var 17 álna langt hús úr torfi og sneri austur og ves'ur. Var það nr. 7 og kallað Ullarstof- an og mun þar hafa verið gevmd ull og aðgreind, eins og nafnið bendir til. Norður með brekkunni voru svo önnur hús reist og eins norðan við kirkjugarðinn. En á milli þeirra var Víkurhlað og trað- irnar og myndaði vísirinn að fyrstu götunni í bænum. Nyrst uodir brekkunni (þar sem nú er Ingólfs- Apotek) voru verslunarhúsin end- urreist, þegar þau voru flutt úr Örfirisey og stóðu vestan við siáv- argötuna. Framlengdist þá gatan niður að sjó og fekk nafnið „Heved gaden“. Seinna var hún um nokk- urt skeið kölluð Klúbbgata, en nú um langt skeið Aðalstræti. Lóskurðarstofan var ekki stærsta timburhús innrjettinganna. Við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.